Heimsókn

Í dag heimsótti mig svissneskur ljósmyndari og fékk að fylgjast með mér mála mynd. Það var svolítið skemmtilegt að hafa hana þarna með myndavélina, hún var svo áhugasöm um þetta allt saman. Ég reyndi að segja henni að ég vissi ekkert hvað ég væri að gera en henni fannst þetta voðalega merkilegt allt saman. Hún tók líka myndir af mér, Guðrúnu, Dagbjörtu og Brynleifi. Ég hlakka til að sjá útkomuna.

Ég málaði fyrir hana smá skot frá hádegismatnum í dag. Kótilettur í Jarðböðunum gæti verkið heitið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði