Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2014

Hugmyndafræði

Mynd
Senn er árið á enda og nýtt tekur við. Sama hvaða merking felst svo sem í því. Árið hefur verið býsna gott fyrir okkur fjölskylduna persónulega og ef það er það sem mestu máli skiptir, þá fær árið fína einkunn. Ég hef ákveðið að taka saman stuttan stjórnmála-annál sem nær aftur að síðustu kosningum. Maður kemur á lestastöð og vill kaupa miða með lestinni frá Lyon til Parísar. Hann gengur að afgreiðslubúrinu, dregur upp búnt af seðlum, rennir því undir glerið og segir "Þetta er allt í lagi, þú þarft ekkert að telja þetta." Afgreiðslumaðurinn telur samt peningana samviskusamlega og segir allt í einu "Bíddu bíddu... þetta er ekki nóg!". Maðurinn svarar, "Ég sagði þér að vera ekkert að telja þetta". Gleðilegt nýtt ár, Bjarni Ps. Við þennan áramótapistil valdi ég vatnslitamálverk af fjöllum eftir Gunnlaug Stefán Gíslason. Ég hef mjög oft skoðað þessa mynd og velt henni fyrir mér tæknilega. Því miður virðist Gunnlaugur ekki uppfæra heimasíðuna sína ...

Þvælingur

Mér finnst ég lentur á einhverjum vegg og komist ekki mikið lengra án þess að fá leiðbeiningu eða kennslu. Tek kannski pásu í 1-2 daga

Fjallaskissa

Mynd
Stundum er með ólíkindum að maður nái ekki hreinlega að slasa sig á penslunum. Ég er búinn að vera marga daga að vinna í sömu hugmyndinni af mynd sem ég var beðinn að mála. Held oft að ég sé að komast að niðurstöðu- ákveð í huganum hvað ég ætla að gera- og geri svo eitthvað allt annað. Þessi skissa sér fyrir neðan er það skásta sem hefur gerst hjá mér lengi. Ég þarf að fara að komast í einkatíma í fjallastemmningu. Er Gunnlaugur Stefán ennþá í formi?

Jólamynd

Mynd
Gerði eina mynd fyrir jólin sem endaði í jólapakka hér í sveit. Hún var bara býsna hugguleg þegar hún var komin í ramma

Gleðileg jól

Er að verða heldur gamall fyrir þetta jólastúss. Búinn að vera með í baki og nú bætist við brjóstsviði og síðþreyta. Sennilega vegna sykuráts og of mikillar fitu. Fáir gestir hafa komið til okkar en ég þoli hvort sem er frekar illa langar heimsóknir. Fengum gesti í morgun en ég lét mig fljótlega hverfa upp og lagði mig. Vaknaði við helvítis smáfuglana. Hafði mig svo út og reyndi að hylja fuglamatinn sem nágrannarnir höfðu sett út með snjó. Þurfum að fara að fá okkur kött. Ætlaði að mála eitthvað um jólin en annað augað nær illa að fókusera í birtunni í vinnuherberginu. Það er þessi sparpera í loftinu sem hefur svo skrítið litróf. Þegar þetta blandast svo við suðið í ofninum dregur það úr mér allan mátt og mig langar ekkert til að mála. Ef það gerist birti ég eitthvað. Gleðileg jól

Skissaði mynd af Háskóla Íslands í dag. Nenni ekki niður að taka mynd. Gleðileg jól.

Skissur

Mynd
fyrir nýtt verkefni

Stóra myndin

Mynd
Fyrsta stóra myndin- gamalkunnugt viðfangsefni. Ef ég geri smá samantekt um þetta verkefni þá hljómar hún svona: Ég þarf stærri verkfæri. Það er vonlaust að vinna svona stóran himinn með litlum penslum. Ég gerði hann fyrst of ljósan og þurfti að mála yfir aftur og vissi að ég væri að kalla yfir mig vandræði. Restin var unnin í einhverju anarkísku fáti. Þarf aðeins að melta þetta

The big picture

Mynd
Nú ætla ég að mála stóra mynd næst (78x56cm). Það er erfiðara að komast upp með eitthvað rugl þegar stórar myndir eru annarsvegar þannig ég þarf að úthugsa þetta. Ég hef daginn í það.  Veit bara ekki alveg hvað ég ætla að mála. Það væri viðeigandi að það væri Vindbelgur en er líka með ákveðið mótíf í Vogum í hausnum en er ekki með réttu myndina til að vinna eftir. Sjáum til hvað gerist.

2B

Mynd
Fékk myndir úr innrömmum í dag. Hér eru tvær af þeim. Alltaf gaman þegar þær eru komnar í ramma- það gerir svo mikið fyrir þær

Måleri

Mynd
Málaði myndir í kvöld sem ég get ekki birt. Það gæti vakið grunsemdir. Fiktaði líka aðeins í þessari sem ég málaði um daginn. Jók á dökka litinn í forgrunni og ýtti þannig fjallinu aðeins aftar. Nokkuð ánægður með þessa

Stunga

Mynd
og við endum þáttinn á gunnari birgissyni að taka skóflustungu

Á...

Mynd
þessari mynd sést falleg mynd sem ég málaði í dag. Og svo auðvitað litla kraftaverkið hann sonur minn

Fitu-Belgur

Mynd

Skissa

Mynd
Þetta er skissa fyrir stærri mynd. Ég á eftir að breyta litum og þó aðalega tónum

Vetrar-Belgur

Mynd
Þessi er bara ágæt held ég

Fram og aftur blindgötuna

Mynd
Skissur af fjalli sem reynist mér erfitt

Mykja

Átti ömurlega stund með 10 þumalputta við vinnuborðið í kvöld. Allt sem ég málaði varð að mykju. Eyddi fullt af pappír og málningu í ekki neitt. En maður á víst ekki að hugsa svona. Koma tímar koma ráð

Arty farty Belgur

Mynd
Smá tilraun

Ósamvinnuþýð drottning

Mynd
Eftir fína vetrarmynd í gær hvorki gekk né rak með að mála Drottninguna í vetrarskrúða. Endaði með því að ég færði mig um árstíð og gerði eina snögga á skissupappír. Ætla að sofa á þessu

Blue

Mynd
Var undir áhrifum frá Andrew Wyeth þegar ég byrjaði. Það sést reyndar ekki neitt en myndin er ágæt. Það verður einhver að taka við af séra Erni við að mála Bláfjall

Bláfjall

Mynd
Frjálslega málað eftir mynd frá Agli. Forgrunnur helvete. Sit og hlusta á geldingatónlist á Rás 1. @1,6 metra færi töfra bæir, fjall og höfðar fram smá sumar. Ský harðsuðu óvart

Föstudagskoladúttl

Mynd

Belgur

Mynd
Það er sennilega merki um að maður sé að skána við máleríið þegar maður getur tekið ónýta mynd og bjargað henni. Þessi var rosalega vond en reddaðist fyrir horn þó hún verði ekki römmuð. Ég hef svo litla þolinmæði fyrir að mála nothæfa forgrunna. Ég var hættur en stökk svo til og hrúgaði málningu á forgrunninn og djöflaðist. Hann er samt ekki góður. Ég hefði þurft að hafa dramatískari himinn en ætla ekki að fikta meira í bili. Eftir að ég tók þessa mynd dekkti ég svo hluta af vatninu í fjarlægð og náði þannig smá tilfinningu um birtu. Það er spurning um að gera aðra atlögu að þessu í kvöld en breyta þá umhverfinu- þetta er of mikið af láréttum línum

Skiss

Mynd
Einn þeirra líkist sjálfum sér- hinir ekki

Góðan Dag

Mynd

V

Mynd
Þarna var ég að verða búinn að eyðileggja þessa en svo tók ég það alla leið

Út um allt

Mynd