Hugmyndafræði
Senn er árið á enda og nýtt tekur við. Sama hvaða merking felst svo sem í því. Árið hefur verið býsna gott fyrir okkur fjölskylduna persónulega og ef það er það sem mestu máli skiptir, þá fær árið fína einkunn. Ég hef ákveðið að taka saman stuttan stjórnmála-annál sem nær aftur að síðustu kosningum. Maður kemur á lestastöð og vill kaupa miða með lestinni frá Lyon til Parísar. Hann gengur að afgreiðslubúrinu, dregur upp búnt af seðlum, rennir því undir glerið og segir "Þetta er allt í lagi, þú þarft ekkert að telja þetta." Afgreiðslumaðurinn telur samt peningana samviskusamlega og segir allt í einu "Bíddu bíddu... þetta er ekki nóg!". Maðurinn svarar, "Ég sagði þér að vera ekkert að telja þetta". Gleðilegt nýtt ár, Bjarni Ps. Við þennan áramótapistil valdi ég vatnslitamálverk af fjöllum eftir Gunnlaug Stefán Gíslason. Ég hef mjög oft skoðað þessa mynd og velt henni fyrir mér tæknilega. Því miður virðist Gunnlaugur ekki uppfæra heimasíðuna sína ...