Ég þarf að fara með Skodann minn á verkstæði á föstudaginn. Það þarf að draga framöxulinn úr, þrífa hann upp, smyrja allt og setja svo nýja öxulhosu. Þetta mun ábyggilega kosta 50 til 80 þúsund kall. Um daginn lét ég skipta um tímareim, lét smyrja hann, setja nýja miðstöðvasíu, bletta hann og eitthvað fleira. Þar áður, skipta um spindilkúlu, þar áður leita að bilun sem ekki fannst, þar áður eitthvað og þar áður eitthvað og eitthvað og eitthvað. Skuld mín við Kaupfélagið nam rúmum 300 þúsundum um daginn, mest út af bílaviðgerðum. Bílinn minn er 2004 árgerð og keyrður 200 þús. km. Ég fór inn á síðu FÍB áðan og leitaði uppi rekstrarkostnað fyrir bíl á árs basis. Fannst tölurnar eitthvað skrítnar þannig að ég reiknaði þetta út sjálfur í Excel með barnslegri nálgun. Hjá FíB eru þeir með verðrýrnun, vexti, skoðunargjöld og ýmislegt sem ég spáði ekki í þegar ég reiknaði þetta út fyrir mig. Ég fæ samt mjög sambærilega niðurstöðu í heildina fyrir árið. Niðurstaðan er þessi: Ef ég ætti...