Að eiga bíl eða ekki að eiga bíl

Ég þarf að fara með Skodann minn á verkstæði á föstudaginn. Það þarf að draga framöxulinn úr, þrífa hann upp, smyrja allt og setja svo nýja öxulhosu. Þetta mun ábyggilega kosta 50 til 80 þúsund kall. Um daginn lét ég skipta um tímareim, lét smyrja hann, setja nýja miðstöðvasíu, bletta hann og eitthvað fleira. Þar áður, skipta um spindilkúlu, þar áður leita að bilun sem ekki fannst, þar áður eitthvað og þar áður eitthvað og eitthvað og eitthvað. Skuld mín við Kaupfélagið nam rúmum 300 þúsundum um daginn, mest út af bílaviðgerðum. Bílinn minn er 2004 árgerð og keyrður 200 þús. km.

Ég fór inn á síðu FÍB áðan og leitaði uppi rekstrarkostnað fyrir bíl á árs basis. Fannst tölurnar eitthvað skrítnar þannig að ég reiknaði þetta út sjálfur í Excel með barnslegri nálgun. Hjá FíB eru þeir með verðrýrnun, vexti, skoðunargjöld og ýmislegt sem ég spáði ekki í þegar ég reiknaði þetta út fyrir mig. Ég fæ samt mjög sambærilega niðurstöðu í heildina fyrir árið. Niðurstaðan er þessi:


Ef ég ætti bílinn og væri ekki að borga Lýsingu, þá væri reksturinn samt 60.000 kr. á mánuði sem er mjög varlega áætlað. Það sem mér finnst standa uppúr í þessu öllu saman er, að losi ég mig við bílinn get ég tekið ca. 47 þúsund krónur og lagt til hliðar/greitt skuldir og samt haft 47 þúsund kall eftir til að leigja mér bíl ef ég þarf að fara eitthvað.

Ég er kominn með ógeð á að henda peningunum mínum í gúmmí, feiti, járn og bilanagreiningar. Það eru ekki allir svo heppnir að geta verið bíllausir, en ég hef mikinn áhuga á því að prófa það. Tímabundið allavega.

Kveðja, Bjarni

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Ég er þér hjartanlega sammála, þessir bílar eru böl - langar helst að skipta mínum út fyrir MJÖG lítinn bíl t.d. Yaris, Polo eða Clio eða eitthvað....

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap