Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2009

Ferðalagi lokið

Mynd
Jæja þá erum við komin til baka úr alveg hreint ágætu ferðalagi. Keyrðum á Suðurlandið á fimmtudagsmorgun og vorum í bústaðnum hans Jens frænda fram á sunnudag. Margt var brallað, farið í sund, spilað golf og að sjálfsögðu étið óhemju magn af einhverju ljúffengu rusli. Ætla hér að fara stuttlega yfir ferðasöguna: Dagur 1: Húnavatnssýsla: Keyrt og keyrt og keyrt Vatnsnesið til að skoða Borgarvirki. Forsögulegt virki þar sem eitthvað gerðist í gamla daga. Sögum ber ekki saman en slátur kemur við sögu. Veður var skítleiðinlegt en staðurinn flottur og ágætis skilti með upplýsingum. Keyrðum svo fyrir nesið fram hjá fullt af selaskoðunarstöðum sem við nenntum ekki að stoppa við vegna veðurs. Átum nesti við Illugastaði, keyrðum hratt í gegnum Hvammstanga sem leit svo sem ágætlega út og forðuðum okkur suður yfir heiðar. Borgafjörður: Komum við á Hamri í Borgarfirði til að ná í golfbækling. Spilaði þarna um daginn og var það snilld þrátt fyrir brunnar brautir. Þarna fást hrikalega góðar samlo...

MMMMMMM

Dagarnir þjóta nú hjá á ógnarhraða og áður en maður veit af verður maður einhverstaðar norpandi með sultardropa á nefinu og pungsig. Maður fékk hálfgerða kvíðadrullu þegar maður heyrði veðurspána í gær en nú eru vindlingarnir eitthvað farnir að draga í land með þetta allt saman og manni sýnist þetta ekki muni verða svo viðbjóðslegt. Við ætlum samt að flýja norðurlandið og fara í kósí fjölskylduferð í uppsveitir skógræktar, hraunfláka og sanda í Rángárvallarsýslu. Þar ætla ég að koma að máli við bændur og búalið og láta mitt andlega stórviðri leika um svæðið. Koma með ferska vinda inn í þetta staðnaða samfélag. Læt í mér heyra þegar ég kem til baka. Kveðja, Bjarni

Bjarni jákvæður þrátt fyrir slakan vinnudag.

Þrátt fyrir að hafa lent í miklum barningi í vinnunni í gær, þá neitar Bjarni Jónasson því staðfastlega að hann sé niðurdreginn eftir vinnudaginn sem tók 8 klukkustundir. Bjarni fór um víðan völl í gær og hefði hæglega getað klúðrað meiru ef ekki hefði verið fyrir góða frammistöðu við ljósritunarvélina. Hann viðurkennir að hann hafi verið langt frá sínu besta en var samt nokkuð bjartsýnn á að koma sér í baráttuna um nafnbótina “starfsmaður mánaðarins”. „Það er augljóst að ég gerði nokkur mistök í vinnunni í dag. Undir venjulegum kringumstæðum hefði ég sennilega gert eitthvað af viti en ég gerði mistök sem kostuðu sitt. Ég get vonandi unnið betur næst þegar ég mæti og afkastað einhverju meira en að sulla kaffi á skýrslur og trufla yfirmanninn,“ sagði Bjarni sem segir þolinmæði mikilvæga. „Það er mikilvægt að halda ró sinni í vinnunni en auðvitað hefði verið auðvelt að skila betra verki í gær. Það voru aðrir sem skiluðu góðu verki og ég ætla að vinna í ákveðnum hlutum áður en ég mæti næs...

Tómstundaiðja fjölskyldunnar

Nú er ég á góðri leið með að kristna alla fjölskylduna í golfið. Drengirnir, sem reyndar hafa verið á golfnámskeiði í nokkurn tíma, hafa nú farið með mér 2var á völlinn á tveimur dögum. Þeir eru bara nokkuð fljótir að ná þessu, enda ég snillingur í að vinna með börnum svo ég dragi nú ekkert undan. Ég er búinn að gera allt eftir bókinni, kaupa alltof stórar kylfur fyrir þá (gott fyrir vöðvana á krökkum)og þeir eru held ég farnir að átta sig á því að til að fá verðlaunapeninga, sem er jú það eina sem skiptir máli, kostar það blóð svita og tár. Annars er eitthvað drama í gangi hérna núna, verið að reyna að koma drengjunum í sturtu svo ég slít þessu strax. Verð að vinna þessa viku eitthvað og svo kannski frí og eitthvað. Var að borða hakk. Kveðja, Bjarni með mikið fax

Skotta

Mynd
(Mynd, Pálína Hraundal). Man ekki hvort ég var búinn að birta hér almennilega mynd af henni Guðrúnu minni, en hér kemur ein góð. Skilur svo einhver hvernig ég þori að skrá mig í 4 daga golfmót? Kveðja, Bjarni

Beitukóngur og golf

Góða kvöldið Enn einu sinni veit ég ekkert hvað ég er að vilja hér inn, lítið títt, allt við það sama. Samt drullublíða í dag sem er góð tilbreyting hér á bæ. Þetta er ekki eins og Mývatnssveitin þar sem lömbin sjálfgrillast í móunum og vatnið ilvolgt í sprænunum, sei sei. Gaman er í vinnunni sem er að sjálfsögðu jákvætt og vorum við að hefja tilraunaveiðar á beitukóngi. Drögum trossur á 2 daga fresti og hefur aflinn verið svona upp og ofan. Er einmitt að fara í eina svona ferð eldsnemma í fyrramálið. Ætla að taka með mér sýnishorn heim og prófa að elda þetta við tækifæri. Læt þá inn uppskrift. Svo skráði ég mig í 4 daga meistaramót í golfklúbbnum hérna í dag þannig búast má við miklum geðsveiflum, jafnvel geðshræringarköstum næstu daga. Guðrún á sjálfsagt eftir að sparka mér út á næstu dögum. Eða eins og hún orðaði það sjálf: "Ætli ég geri það ekki bara eftir golfmótið, þá verðurðu heima". Spilaði eins og engill fyrstu 3 holurnar á þessu móti -eins og á meistarmóti GA í fyrr...