Ferðalagi lokið
Jæja þá erum við komin til baka úr alveg hreint ágætu ferðalagi. Keyrðum á Suðurlandið á fimmtudagsmorgun og vorum í bústaðnum hans Jens frænda fram á sunnudag. Margt var brallað, farið í sund, spilað golf og að sjálfsögðu étið óhemju magn af einhverju ljúffengu rusli. Ætla hér að fara stuttlega yfir ferðasöguna: Dagur 1: Húnavatnssýsla: Keyrt og keyrt og keyrt Vatnsnesið til að skoða Borgarvirki. Forsögulegt virki þar sem eitthvað gerðist í gamla daga. Sögum ber ekki saman en slátur kemur við sögu. Veður var skítleiðinlegt en staðurinn flottur og ágætis skilti með upplýsingum. Keyrðum svo fyrir nesið fram hjá fullt af selaskoðunarstöðum sem við nenntum ekki að stoppa við vegna veðurs. Átum nesti við Illugastaði, keyrðum hratt í gegnum Hvammstanga sem leit svo sem ágætlega út og forðuðum okkur suður yfir heiðar. Borgafjörður: Komum við á Hamri í Borgarfirði til að ná í golfbækling. Spilaði þarna um daginn og var það snilld þrátt fyrir brunnar brautir. Þarna fást hrikalega góðar samlo...