Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2009

Dagar Lífar taldir

Nú er hreindýrskálfurinn sem Kolbrún Halldórsdóttir heimsótti á dögunum dauður. Morgunblaðið er með einhverjar kjaftasögur um að hann hafi verið veikur, það er bull. Sannleikurinn er hinsvegar sá, að Kolbrún ákvað að hefna sín á einhverjum eftir dapurt gengi sitt í kosningunum, gerði sér far austur og drap blessaða skepnuna. Lamdi hana með lífrænt ræktuðum birkidrumbi uns allur máttur var úr skepnunum báðum, en bara önnur lifði af. Ég hef það fyrir satt að þetta hafi náðst á mynd og mun ég setja hana hér inn þegar hún hefur borist mér í tölvupósti. Meira um karlakóra fjótlega.... Kveðja, Bjarni

Menningin blómstrar

Ég þyrfti að fara að ganga með minnisbók á mér. Ástæðan er einkum sú, að ég gleymi því gjarnan í amstri dagsins um hvað ég ætla að blogga. Í gegnum venjubundinn dag rekst ég á ótal atriði sem mig langar að fjalla um en svo safnast þetta bara upp í höfðinu, ruglast saman og ornar að lokum. Ég ætlaði til að mynda að blogga um skyldleikaræktaðan kirkjukór en hef nú gleymt hver útgangspunkturinn átti að vera. Einnig var ég með hugleiðingar um konu sem fór annaðhvort í maganám eða fjarnám og hvernig þetta tvennt getur tengst. Annars er bara allt bærilegt að frétta og eru menningaviðburðir ofarlega á dagskrá þessa dagana. Í gegnum skipulagningu sína á Sæluviku hefur Guðrún puttana á púlsinum og af nógu er að taka. Ég var við opnun Menningarhússss í Miðgarði á sunnudaginn þar sem hlýtt var á mis illa farið fólk syngja í kórum og kaffi drukkið á eftir. Húsið er glæsilegt og kaffið var gott, tónlistin afbragð. Nú styttist í afmælissýningu leikfélagsins og svo ætlum við að fara og sjá Stefán Ísl...

Afdjöflun og fleira

Jæja góðir hálsar. Ekki hefur manni gefist mikill tími til að setjast niður og skrifa eitthvað af viti og eins og ég kom að í fyrri pósti, þá hef ég verið á bölvuðum þvælingi vegna vinnunnar. En það góða er, þetta hefur verið alveg dásamlegur tími. Ég er búinn að róa frá Skagaströnd, Þórshöfn, Bakkafirði, Húsavík og Raufarhöfn. Við höfum verið heppnir með veður ef undanskilin er róðurinn frá Húsavík. Þar lentum við í helvítis brælu úti fyrir Flatey en það var svo sem ekkert til að grenja yfir. Allir hafa þessir grásleppukarlar verið alveg bráðskemmtilegir og tekið okkur vel. Til að bæta þeim upp ónæðið höfum við svo reynt að hjálpa þeim þegar við erum búnir að merkja. Maður er því einhverju nær um einhverskonar sjómennsku, búinn að greiða úr netjum, skera greyin (grásleppurnar) og þvælast fyrir þess á milli. Við Halldór (yfirmaður) erum búnir að sjá það út að sjómennskan er dans á rósum. Þessir andskotar sigla um á inniskónum, drekka kaffi, sólin skín sem aldrei fyrr og þegar í land er...

Örfréttir

Er á Þórshöfn þessa stundina við grásleppumerkingar og hef þetta stutt í bili. Búinn að fara 2var á sjóinn núna, einu sinni á Strandirnar (frá Skagaströnd) og nú hér frá Þórshöfn. Lentum í hákarlaróðri á Húnaflóa og komum með 5 stk. að landi kl. Búinn að éta mikið hrossakjöt, soðinn rauðmaga, bjúgu, flatbrauð, rúgbrauð, mjólk, kaffi ooooooooooo þetta er svo dásamlegt. Sendi inn betri skýrslu þegar ég kemst heim aftur. Ólafía sem tók myndirnar hérna fyrir neðan tók myndir af hákarlaveiðinni og vonandi get ég fengið að henda þeim hér inn. Kveðja, Bjarni

Páskaegglosið

Nú eru páksarnir búnir og eftir situr maður með visnaðar hendur og þaninn maga. Eitt og annað verið brallað en það á það allt sameiginlegt að hafa ekki krafist vöðvaafls. Guðrún horfði á Mastersmótið í golfi og spilaði Tetris og ég svona lét lítið fyrir mér fara með bók og stússaðist í kringum hana. Eldaði þó við og við einhvern mat og sló henni reglulega gullhamra. Páskar sökka ekki eins mikið og þegar maður var í skóla. Þetta er barasta ágætt. Síðan við Guðrún kynntumst höfum við farið út úr húsi svona ca. 4 sinnum (þá er ég að tala um eitthvað meira en að labba út í bíl). Tvisvar höfum við gengið í Skaffó (kaupfélagið) og fara þær ferðir seint í afrekaskrána sem einhver þrekvirki. Hér með afkrifa ég þær ferðir og gref í möl. Síðan tókum við á okkur rögg um páskana og fórum í 2 göngutúra, nýtt upphaf með hækkandi sól. Annað skiptið gengum við frá Hegranesinu eftir ströndinni og í bæinn og í gær gengum við smá hring á Reykjaströndinni. Þessar ferðir hafa kostað viðurstyggilega súrefni...

Vinnan

Mynd
Jæja mig langaði bara til að henda hérna inn myndum úr vinnunni. Við hjá BioPol höfum ekki ennþá komist á grásleppu þetta árið en við komumst þó á sjóinn í gær til að taka sýni fyrir kræklingaverkefni og þörungarannsóknir. Mynd 1. Halldór (yfirmaður) dregur dýrasvifsháfinn inn með fumlausum handahreyfingum hins auðmjúka vísindamanns. Hann gerir þetta undir styrkri stjórn og með leiðsögn meistarans (fyrir þá sem ekki fatta þá er ég að tala um sjálfan mig). Mynd 2. Halldór yfirmaður. Mynd 3. Stímað í land. Ef myndin er stækkuð sést greinilega að ég hef sett upp sparisvipinn. Þennan svip setti ég síðast upp eftir góðan golfhring með Stebba á Kävlinge golfvellinum í Svíþjóð. Mynd 4. Þarna erum við komin í land og ég farinn að sía sjó í gegnum glerfiltera sem komið er fyrir í vacuum- síunarbúnaði. Jæja þetta er ágætt lömbin mín og megið þið eiga ljúfa páska. Kveðja, Bjarni

Drullubað

Mig langar að stofna drullupoll. Allavega ef hægt er að rukka fólk um 3200 krónur fyrir að baða sig í honum. Á síðasta ári fóru 407.000 manns í saurgerlabað í Bláa Lóninu og borguðu fyrir það 20 Evrur. Íslendingar þurfa að borga litlar 3200 krónur eins og staðan er í dag. Síðan er hægt að borga starfsfólkinu í innlendum gjaldeyri. Brilliant! Þar sem þetta blessaða bankahrun reið yfir okkur og gengið hefur verið álíka stöðugt og þyngdin á Gauja litla ætla ég nú ekkert að reyna að reikna út hagnaðinn en þetta hlýtur að vera ógeðslega fínt uppgjör. Ekki veit ég hvað varð af hugmyndum sem skellt var fram á sínum tíma (ég man ekki af hverjum), sem snéru að því að flytja inn túrista á vegum ríkissins. Þar á ég við, að ríkið styrki flugfélögin 2 þannig að þau geti boðið upp á ókeypis ferðir til Íslands í einhverju magni. Hægt er að setja einhverja lágmarksdvöl á þennan pakka og reyna að blóðmjólka þetta pakk. Senda þau í E-colybað tvisvar á dag og láta þau éta einhvern rándýran viðbjóð og hor...

Negri í Þistilfirði

Mynd
Það er vorfílingur í mér í dag. Já djöfullinn sjálfur. Ég ætla ekkert að útskýra það neitt frekar eða vera með neinar lýsingar á smábátakörlum og sílamáfum. Svo er okkur boðið í grill í kvöld. Heldurðu það sé ekki splæs? Jens frændi sendi mér alveg hreint magnaðan póst í dag. Þetta er blaðaúrklippa frá 1977, s.s jafn gömul mér. Ég er ekki frá því að ýmislegt hafi breyst síðan þá. Smellið á myndina til að fá þetta í leshæft ástand. Ég nenni ekki að skrifa meira, Bjarni