Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2008

Afsakið meðan ég ét tólgarkerti

Jæja nú er mikil sósa runnin til sjávar og fitupúkinn hefur verið þaulsetinn á öxlum mér. Slefandi hefur hann gubbað hvatningarorðum í eyra mér þegar konfekt og sætabrauð eru í haglabyssufæri. Að sjálfsögðu hef ég hlýtt öllu sem helvítið segir, raðað í mig konfekti, drukkið jólaöl, borðað tólg og legið á beit í einhverjum andskotans smákökubaukum. SLEEEEEEEEEEFFFF, rjómi, sósur, pura, rauðkál, svimi og svo meira súkkulaði og beikon....... Hver á þennan sætabrauðskall? Mig langar að éta hann hjálp... sprautið mig niður...... HJÁLP! Má ekki bjóða þér örlítið meira bon bon honeypie og svo rjóma í eftirmat? Ef allt þetta smjör fer í sósuna skal ég kyssa þig elskan mín...... Svona hafa jólin verið hjá mér, hreinasta martröð eða himnasæla? Hallast nú frekar að sælunni en öllu má nú ofgera Þorsteinn minn. Annars vil ég óska lansmönnum osta og friðar á nýju ári. Kveðja, Bjarni Ps. Er ekki til eitthvað betra orð en konfekt? Er þetta íslenska þetta orðskrifli? Mér þætti rökréttara að kalla þett...

Jólin jólin jólin jólin ..... allstaðar

Nú er Alban floginn á (fá)vit Effelturnsins og maður sér hann líklega ekki fyrr en næsta sumar. Við náðum að eyða þó nokkrum tíma í að vera kalt saman (og þá meina ég virkilega kalt), anda að okkur steinolíugufum, éta góðan mat og baða okkur í drullupollum. Ferðin virðist hafa verið vel heppnuð hjá honum, því þegar ég var að kveðja hann, sagðist hann hafa það fínt utan við að vera alveg gjörsamlega að drepast. Ástæðan: reykeytrun, ofkæling, timburmenn, svefnleysi, ofnotkun tóbaks og svo ofát og næringarskortur á víxl. Þetta er góð uppskrift af vanlíðan. Il était agréable d'être froid avec toi Il était magnifique de manger votre paté Il était majestueux d'inhaler de l'essence avec toi Ayez Joyeux Noël mon petit poulet Salutation du maître pêche et la taupe mega Annars er svo sem ekkert títt. Síðasti spretturinn í jólagjafabulli í kvöld, vinna á morgun og svo kemur Guðrún til mín. Ætli maður bruni svo ekki í sveitina fögru að morgni aðfangadags og sjúgi í sig blessaða jólagle...

Af mislukkuðum tilraunum malbiksrotta til að lifa af í náttúrunni

Mynd
Nú er Alban mættur í Íslandshrepp og því hef ég, í samneyti við Þórð, verið að reyna að hafa ofanaf fyrir honum síðustu tvo daga. Þar sem maðurinn er klárlega bilaður þarf yfirleitt að hafa eitthvað furðulegt fyrir stafni. Í fyrradag ákváðum við að fara með hann að Grettislaug við Reyki í Skagafirði. Stefnan var að slá upp tjaldi við laugina, éta grillmeti og kveikja elda. Einhverjir höfðu nú komið að máli við okkur varðandi þessa ferð og ýmist lýst mikilli áðdáun á karlmennsku okkar eða sagt okkur brjálaða. Móðir mín, sem reyndi að koma í veg fyrir þetta ferðalag sat við viðtækið og var viðbúin að hringja í allar björgunarsveitir norðan Borganes. Við létum allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta, enda þrautþjálfaðir útivistamenn sem getum lifað á náttúrinn svo mánuðum skiptir ef við höfum allt til alls. Eitthvað fór nú samt hetjuskapurinn minnkandi þegar víkingarnir stigu út úr bílnum á áfangastað. Ónota vindstrengir gengu niður fjöllin og feyktu restinni af karlmennsku okkar á haf út....

Sóði - Dælustöð!

Mynd
Vegna umræðu um kísilþörunga í síðasta pósti þá datt mér í hug að helga þennan póst Helgavogi, dælustöð kísildrullu og samanstað furðufugla. Ég bjó til nýtt albúm og ég tek það skýrt fram að engin hefur gaman af þessum myndum nema gamlir dælingahundar. Ég biðst líka afsökunar á því að hafa ekki haft tíma til að laga þær í photoshop áður en ég sletti þeim inn. Sumar eru leiðinlega dökkar og aðrar þyldu vel að vera gerðar svarthvítar. Tek mig til við tækifæri og geri listræna útgáfu af þessum myndum. Myndirnar tók ég þegar ég mætti vel við skál í vinnuna á frívakt og tók þátt í daglegum hörmungum. Ég fór að velta fyrir mér einhverjum skondnum sögum úr voginum til að láta fljóta með svo myndirnar renni ljúfar niður. Það þyrfti eiginlega að fara að hafa ársátíð uppgjafa dælingardverga og skrásetja helstu bransasögurnar. Gefa svo út bók fyrir næstu jól. Mér dettur t.d í hug þegar ég kom þarna eitt kvöldið (einhverra hluta vegna vel við skál) og ætlaði að fá kaffi hjá Jóa Pétri. Hann var þá ...

Bestu smásjármyndir 2008

Mynd
Ég ætla að leyfa mér að vera vísindalegur í dag. Búið er að velja bestu smásjármyndir fyrir síðasta ár. Er hægt að nördast meira? Ég rakst á þessar myndir og á top 10 var að finna tvö fyrirbæri sem tengjast mér sterkum böndum. Á efri myndinni má sjá Trichodina sníkjudýr sem algengt er í fiskeldi og reyndar ferskvatni um allan heim. Takið eftir einstaklega fallegri og symetískri kísilstoðgrindinni. Alveg brilliant sníkjudýr sem veldur helvítis ónotum og veseni..... Hin myndin er af kísilþörungi sem búið er að varpa á bláu ljósi (black light). Mikið er ég þakklátur fyrir að hafa fengið að dæla þessum agnarsmáu gimsteinum drottins á land í Helgavoginum. Amen, Bjarni

Póstur tvöhundruðogeitthvað

Jæja þá er maður kominn til Akureyrar eftir dásamlega dvöl á Hólum og brauðstritið heldur áfram. Veit ekki afhverju í fjandanum ég er að skrifa eitthvað núna því ég hef nákvæmlega ekkert að segja. Hér gengur hver eyminginn um annan þverann og þau fáu skipti sem maður hittir utanbæjarfólk má maður ekki vera að því að tala við það. Illa verkaðar gangstéttir og hált, enda hefur Akureyringum hingað til þótt mýkra að sitja við rekkjur með hendur í skauti. Annars var ég að hugsa um það þegar ég vaknaði í morgun að maður hefur aldrei prófað að reka myndspóluleigu með sælgætisbar. Þetta hljómar sem spennandi verkefni og ekki ólíklegt að ég skipti um starfsvettfang fljólega. Ég gæti opnað við hliðina á versluninni sem Ragnar ætlar opna í tilefni kreppunnar og á að bera nafnið "Kaðla og kindabyssuverslun Ragnars". Ef ekkert verður af þessu hef ég líka velt fyrir mér að opna verslun með kafíar og kampavínsglösum niður í göngugötu. Gott plan. Man þegar ég fattaði að það væri komin kreppa...

101 Hólar

Mynd
Jæja þá er maður kominn heim í Hóla enn eina ferðina. Verð að vinna hér þessa vikuna, skrifa einhverja pappíra og ræða með spekingssvip við mína gömlu mentora um landsins ógagn og ónayðsynjar. Ég held að það hafi verið alveg herfileg mistök hjá Matís að senda mig hingað. Ég hef það svo gott hérna að það er harla ólíktlegt að ég eigi einu sinni eftir að nenna að fara til Akureyrar að tæma íbúðina mína. Reyni bara að finna mér eitthvað húsnæði hérna og kaupi mér svo eitthvað í Skaffó, enda verðlagið alveg brilljant og þar fæst allt sem hugurinn girnist. Kirkjuklukkurnar hringja hér hvern dag inn, börnin ganga syngjandi til skóla og biskups skepnan kyssir á manni tærnar þegar maður mætir til vinnu og blessar mann. Gamla skólahúsið, þar sem ég sit við skriftir er líka fullt af góðlegum júffertum sem framreiða kaffi og bakkelsi með bravör. Af þeim stafar hlýja, væntumþykja og fáviska hinnar dæmigerðu þéttvöxnu og fáfróðu íslensku kvenkindar. Svo er það blessaður kokkurinn sem er kapítuli út...