Af mislukkuðum tilraunum malbiksrotta til að lifa af í náttúrunni



Nú er Alban mættur í Íslandshrepp og því hef ég, í samneyti við Þórð, verið að reyna að hafa ofanaf fyrir honum síðustu tvo daga. Þar sem maðurinn er klárlega bilaður þarf yfirleitt að hafa eitthvað furðulegt fyrir stafni. Í fyrradag ákváðum við að fara með hann að Grettislaug við Reyki í Skagafirði. Stefnan var að slá upp tjaldi við laugina, éta grillmeti og kveikja elda. Einhverjir höfðu nú komið að máli við okkur varðandi þessa ferð og ýmist lýst mikilli áðdáun á karlmennsku okkar eða sagt okkur brjálaða. Móðir mín, sem reyndi að koma í veg fyrir þetta ferðalag sat við viðtækið og var viðbúin að hringja í allar björgunarsveitir norðan Borganes. Við létum allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta, enda þrautþjálfaðir útivistamenn sem getum lifað á náttúrinn svo mánuðum skiptir ef við höfum allt til alls.

Eitthvað fór nú samt hetjuskapurinn minnkandi þegar víkingarnir stigu út úr bílnum á áfangastað. Ónota vindstrengir gengu niður fjöllin og feyktu restinni af karlmennsku okkar á haf út. Eftir að hafa setið inni í bíl í drykklanga stund og rætt um hetjudáðir Grettis Ásmundarsonar þá ákváðum við nú að hafa okkur samt ofan í helvítis laugina, sem var jú hvort sem er bara 1 meter frá bílnum. Böðunin tókst ágætlega en eftir klukkutíma marineringu var okkur orðið hálf kalt. Hetjusagan endaði svo í sófa fyrir framan sjónvarpið á Akureyri. Þvílíkar hetjur.

Kveðja, Bjarni Ásmundarson og Glámur Schultz

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Bikarmót #1 - 2023 - Recap

Negri í Þistilfirði