Færslur

Sýnir færslur frá nóvember, 2008

Hvað í andskotanum á þetta að þýða????

Ég er orðlaus, Bjarni

Boy George

Mynd
Fyrir einum tveimur dögum var frétt á mbl.is þess efnis að Boy George hafi lamið einhvern norksan vesaling sem hann hafði verið að pervertast eitthvað með. Mér finnst ekkert óeðlilegt að pervertast með Boy George en eftirfarandi setning vakti athygli mína: „Það tók mig drjúga stund að opna dyrnar. Boy George tók á móti mér, vopnaður keðju og hann lét högginn dynja á mér,“ sagði Carlsen sem tókst að komast undan og út á götu á nærbuxunum einum klæða. Þetta hljómar eins og einhver allra súrasti draumur sem maður hefur heyrt um og ég meina..... maður lætur ekki Boy George lemja sig í spað. Þetta er nú eitthvað það norskasta óhapp sem ég hef heyrt um lengi. Svo vekur hann heimsathygli með því að kæra atburðinn og kallar skömm yfir þjóð sína. Kveðja, Bjarni

Fleiri hugmyndir af jólagjöfum....

Mynd
Í síðasta pósti vék ég að því hvernig hægt væri að nýta eigin afurðir til að lýsa upp jólin. Einnig væri hægt að gefa þetta sem jólagjöf. Svona, beint frá Bónda fílingur að fá kerti sem búið er til úr spiki nákomins ættingja. Nú ætla ég að banna fólki að kaupa eitthvað erlent drasl í jólagjöf og kaupa þess í stað íslenska hönnun. Rakst á heimasíðu hjá einhverjum hönnuði sem heitir Stefán Pétur og þar er allt fullt af flottum jólagjöfum. Má þar nefna potta/hitaplatta úr silíconi sem er lagað eins og Ísland (sjá mynd). Einnig er þar að finna skemmtilega hannað skurðarbretti til að hengja á vegg og aðrar fagrar gjafir sem enginn verður svikinn af. Það má víst búast við fleiri góðum gjöfum fyrir jólin og það er alveg ótrúlegt að maður hafi ekki rekist á þetta allt saman fyrr. Áhugasamir geta svo skoðað alla dýrðina á heimasíðu Stefáns. Linkurinn er hér hægramegin á síðunni. Kveðja, Bjarni

Að lýsa upp jólin með eigin orku.

Ég er kominn með viðskiptahugmynd fyrir fegrunarstofur. Maður fer í fitusog og fær svo heim með sér jólakerti unnið úr lýsinu sem var sogið úr manni. Þannig getur maður á sjálfbærari hátt lýst upp þessa hátíð græðgis og peninga. Gleðileg jól, Bjarni

Afmælishelgi

Mynd
Jæja börnin góð. Þá er maður búinn að eiga enn eitt afmælið og það var alveg dásamlegt alveg hreint sko. Fékk Þolla og Stebba í heimsókn og að sjálfsögðu eyddum við smá tíma í óreiðu mývetnskrar náttúru við veiðar á hænsnfuglum. Þeir féllu nokkrir og við félagar sjáum fram á hátíðleg jól með rjúpnalykt og öllu tilheyrandi. Vorum bara nokkuð heppnir með veður og samlokur með hnausþykkum sperlasneiðum, mikið smjör, kókómjólk og blóðugir puttar færðu okkur nær upprunanum. Að sitja svitablautur og hríðskjálfandi á hjarnskafli, horfa yfir konungsríki sitt og snæða feitmeti með sálugar rjúpur í vesti sínu er toppurinn á tilverunni. Einnig eyddum við góðum tíma á bakvið eldavélina og matreiddum gæsir og lambaket af mikilli snilld. Namm! Síðan átti þetta bara eftir að batna en ég held því fyrir sjálfan mig. Hafið það sem allra best lömbin mín, Bjarni Ps. Nýjar myndir í albúmm búmm.....

Blessuð heilsan

Fann skemmtilega lesningu um líkamsrækt og einhverjar hugleiðingar um hvað beri að éta ef maður vill ná árangri. Þetta er skrifað af Dr. Paul Rogers sem er sérfræðingur á þessu sviði. Þar sem ég veit að allir sem kíkja hingað inn eru helsjúkir líkamsræktamógúlar, þá ákvað ég að þýða nokkra góða punkta: Mikið er til af misvísandi upplýsingum um rétta næringu fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Það er engin tilgangur í að vera diplómatískur: mikið af því sem þú lest inn á ýmsum líkamsræktarsíðum, um lyftingar, hversu mikið prótein þú átt að éta, hvaða fæðubótarefni þú átt að taka og hvernig þú átt að éta og afhverju, er bara tóm þvæla. Næringarfræði fyrir lyftingar og vaxtarækt eru bara vísindi, eins og allt annað tengt líkamsrækt. Þetta er bara líffræði, lífefnafræði og lífeðlisfræði sem hefur ákveðnar reglur og undirstöður sem eru byggðar á vísandalegum rökum. Það er áhyggjuefni að það að selja fæðubótarefni, sem flest virka ekki neitt, hefur orðið að svo stórum atvinnuvegi að það er nánas...

Brjóstsviði og kæfa

Ég hef hingað til verið blessunarlega laus við að fá brjóstsviða. Svona allavega þegar ég sleppi því að drekka áfengi í morgunmat. Núna hinsvegar, frá því kl. ca. 15:34 í dag, hef ég verið að fá þessi fjandans einkenni. Það eina sem mér hefur dottið í hug að gera við þessu helvíti er að drekka meira kaffi. Það gengur samt hægt og ef þið eigið einhver húsráð uppí rassgatinu þá megið þið láta mig vita. Annars er allt frábært að frétta. Fór í rjúpur um helgina og var sjúklega snjall og flottur. Skaut fullt af rjúpu og át brauð með heimagerðri kæfu og Helluvaðsbræður gáfu mér kalt kindakjöt þegar við komum í bílinn. Guð blessi piltana á Helluvaði og allt þeirra dásamlega kindakjöt. Kveðja, Bjarni

Góðar fréttir

Mynd
Bíddu missti ég af einhverju? Ég hélt að Gvendur Jaki væri dauður en nú hefur annað komið í ljós. Fann þessa mynd við frétt inn á www.mbl.is . Af myndinni að dæma finnst mér líklegast að hann sé að gera verðkönnun. Ég held að eina grænmetið sem hann éti sé íslenskt neftóbak. Gaman að sjá Jakann aftur, ég var búinn að sakna hans.