Fann skemmtilega lesningu um líkamsrækt og einhverjar hugleiðingar um hvað beri að éta ef maður vill ná árangri. Þetta er skrifað af Dr. Paul Rogers sem er sérfræðingur á þessu sviði. Þar sem ég veit að allir sem kíkja hingað inn eru helsjúkir líkamsræktamógúlar, þá ákvað ég að þýða nokkra góða punkta: Mikið er til af misvísandi upplýsingum um rétta næringu fyrir þá sem stunda líkamsrækt. Það er engin tilgangur í að vera diplómatískur: mikið af því sem þú lest inn á ýmsum líkamsræktarsíðum, um lyftingar, hversu mikið prótein þú átt að éta, hvaða fæðubótarefni þú átt að taka og hvernig þú átt að éta og afhverju, er bara tóm þvæla. Næringarfræði fyrir lyftingar og vaxtarækt eru bara vísindi, eins og allt annað tengt líkamsrækt. Þetta er bara líffræði, lífefnafræði og lífeðlisfræði sem hefur ákveðnar reglur og undirstöður sem eru byggðar á vísandalegum rökum. Það er áhyggjuefni að það að selja fæðubótarefni, sem flest virka ekki neitt, hefur orðið að svo stórum atvinnuvegi að það er nánas...