Þjóðlegur matur á austurlenska vísu
Góðan dag. Það er orðið æ sjaldnar sem ég elda nokkurn skapaðan hlut vegna anna. Stekk yfirleitt út og gríp mér eitthvað tilbúið og reyni að koma því við að maka því framan í mig fyrir framan kvöldfréttirnar. Úrval hollrar skyndiátu er af skornum skammti og því verður þetta harla ófjölbreytt til lengdar. Þegar maður er svo líka bundinn af því að reyna að kaupa eitthvað ódýrt þá versnar enn meira í því. Ég borða aðalega af heygarðanum í Hagkaup í hádeginu og ef ég vil gera vel við mig á kvöldinn fæ ég mér stundum Subway, sjaldan þó. Nings, tilraun 3. Keypti mér rétt í gær sem bar framandi nafn..... Lamba eitthvað í svartpiparsósu eitthvað. Settist fyrir framan sjónvarpið og fattaði að ég var að éta kindaslög með ódýru austurlensku bragði, falin djúpt í dökkri sósu með villandi nafni. Það var ekki einn biti í þessum rétt sem var annarsstaðar af skepnunni. Að sjálfsögðu nennti ég ekki að fara og henda þessu í kokkinn og kláraði matinn minn eins og Sigrún Skarpa kenndi manni í barnaskóla. ...