Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2008

Þjóðlegur matur á austurlenska vísu

Góðan dag. Það er orðið æ sjaldnar sem ég elda nokkurn skapaðan hlut vegna anna. Stekk yfirleitt út og gríp mér eitthvað tilbúið og reyni að koma því við að maka því framan í mig fyrir framan kvöldfréttirnar. Úrval hollrar skyndiátu er af skornum skammti og því verður þetta harla ófjölbreytt til lengdar. Þegar maður er svo líka bundinn af því að reyna að kaupa eitthvað ódýrt þá versnar enn meira í því. Ég borða aðalega af heygarðanum í Hagkaup í hádeginu og ef ég vil gera vel við mig á kvöldinn fæ ég mér stundum Subway, sjaldan þó. Nings, tilraun 3. Keypti mér rétt í gær sem bar framandi nafn..... Lamba eitthvað í svartpiparsósu eitthvað. Settist fyrir framan sjónvarpið og fattaði að ég var að éta kindaslög með ódýru austurlensku bragði, falin djúpt í dökkri sósu með villandi nafni. Það var ekki einn biti í þessum rétt sem var annarsstaðar af skepnunni. Að sjálfsögðu nennti ég ekki að fara og henda þessu í kokkinn og kláraði matinn minn eins og Sigrún Skarpa kenndi manni í barnaskóla. ...

Novus

Eftir jafnteflisleik Liverpool og Chelsea í gærkveldi kom ég á skrifstofuna með svöðusár á sálinni. Ég settist niður og hóf að kveða mikinn rímnnabálk um frænda okkar Jón Árna Riise. Eins og flestir vita skoraði hann annsi hreint maklegt sjálfsmark fyrir mína menn í gær á lokasekúndum ólöglegs leiktíma. Í kvæði mínu hafði ég uppi ljót orð um Riise og norsku þjóðina. Þar brúkaði ég m.a. orð eins og þaralýs, ryðhaus og fjörulallar sem eru ekki sómakærum skólapilti sæmandi. Ég ákvað að gefa þessu eina nótt og nú hefur bráðið aðeins af mér. Þar með sannast hið fornkveðna, "Eigi skaltu rímur kveða undir sorgarskýi ósanngjarnra jafntefla". Annars sá ég að vörubílsstjórar voru að undirbúa mótmæli nú í morgunsárið. Hvernig væri að hinn almenni borgari færi að mótmæla háu eldsneytisverði með því að hefta för vörubifreiða og vörubifreiðastjóra? Jens frænda datt þetta í hug og finnst mér hugmyndin góð. Nú skora ég á einvherja vini mína þarna fyrir sunnan að elta hinn sturlaða Sturlu Jón...

Liverpool 1 - 1 Chelsea

Mynd

Kynlífssvelti

Benedict páfi XVI hefur ákveðið að fara í kynlífsbindindi þrátt fyrir að vera rétt aðeins rífleg áttræður. Ástæðuna segir hann vera þá að hann vonist til að geta bætt nokkrum millimetrum við brjóstmálið og kannski aðeins náð að "buffa" bíceppana í ræktinni. Þannig myndi hann líta betur út þegar verið er að keyra um með hann í fiskabúrinu á hvíta bílnum. "Þegar maður hamast eins og rófulaus hundur á þessum aldri fer að draga af manni. Ég verð að fara að láta ræktina ganga fyrir svo ég líti ekki út eins og einhver djöfullsins girðingastaur þegar ég er að veifa í fólkið. Allir vita að Jesú og Guð útnefndu mig sem aðal manninn og ég er í betra sambandi við þá en allir aðrir. Því finnst mér ég skulda þeim að líta betur út og vera þannig góð kynning fyrir himnaríki" Aðspurður sagðist hann einnig hafa haft samband við Arnar Grant til að fá leiðbeiningar um hvernig bera eigi sig að við að káma á sig sósulit.

Óskarinn

Mynd
Þó ég eigi að teljast upptekinn maður þá hef ég nú samt gefið mér tíma til að horfa á þær myndir sem voru tilnefndar í flokknum besta myndin á óskarsverðlaunahátíðinni. Eins og flestum er kunnugt þá hlaut myndin No country for old men þann titil. Ef maður skoðar svo hvað þessar myndir hafa skorað hjá lesendum imdb.com þá er listinn svona: There will be blood #44 No country for old men #54 In to the wild #125 Juno #174 Atonement #kemst ekki á topp 250 # stendur fyrir sæti á topp 250 af bestu myndum allra tíma. Ef ég ætti að raða þessum lista upp eftir mínu höfði þá væri Juno efst ásamt No country for old men. Get ekki gert upp á milli enda gerólíkar myndir þar á ferð. In to the wild fylgir fast á eftir þessum tveim. Ef það væri ekki fyrir Daniel Day Lewis þá mætti henda There will be blood út af þessum lista mín vegna. Góð mynd en frekar leiðinleg ef þið skiljið hvað ég meina. Ég hef gert 2 tilraunir á Atonment og sofnað í bæði skiptin enda ekki mikið fjör þar á ferð. Ég held ég finni m...

La Post 137

Jæja börnin góð, héðan að norðan er svosem allt þokkalegt að frétta. Þetta gengur allt sinn vana gang og maður bara reynir að sitja yfir pappírum og meika það. Þarf nú reyndar að bregða mér þarna suður yfir heiða fljótlega til að mæla hitaeiningar í fiskaskít og fiskafóðri. Þetta hljómar kannski eins og hver önnur steypa en er nú samt alveg satt. Svo er víst vorið að koma á þriðjudaginn en ekkert útlit fyrir að maður komist út í góða veðrið á næstunni. Maður verður bara svalur á skrifstofunni í staðinn. Í morgun breytti ég út af minni venjulegu morgunrútinu. Á þessum aldri á maður ekkert að vera að prófa einhverjar nýjungar, sértaklega ekki nývaknaður. Ég braut 2 diska, sullaði mjólk á gólfið og spæleggi á stofugólfið. Ég ætla að fara í gömlu rútínuna í fyrramálið. Jæja hafið það gott, Bjarni

Kosningar

Mynd
Eins og dyggir lesendur mínir hafa einhverjir tekið eftir þá tók ég upp þá nýlundu að færa inn á síðuna skoðunarkönnun. Þetta er álíka nýtt fyrir mér og Bingó fyrir Bárðdæling en afskaplega sniðugt og mun ég í framtíðinni nota þetta jafnvel sem kosnigartæki. Þannig gæti ég látið lesendur taka þátt í bindandi kosningu um hvort ég eigi að ganga með bleika skyggnishúfu eða jafnvel hvort ég eigi að ganga í Femínistafélag Svarfaðadals. Gríðarleg þátttaka var í fyrstu könnun og voru 4 sem greiddu atkvæði. Ekki þurfti ég samt að beita tölfræðikunnáttu minni við úrvinnslu gagna. Útfrá þessari könnun er hægt að draga þá ályktun að lesendur mínir séu almennt Evrópusinnaðir einstaklingar sem er í nöp við mig. Kem með aðra könnun fljótlega, Bjarni

Frétt vikunnar

Mynd
Frétt vikunnar er tvímælalaust fréttin af stráknum sem var dæmdur í nálgunarbann við önd nágránna sinna eftir að hafa skotið á hana með loftbyssu. Þetta gerðist að sjálfsögðu í Bandaríkjunum. Nálgunarbönnum er ekki beitt nægilega mikið á Íslandi, sértaklega ekki fyrir refi...... já eða önnur dýr.

Kaffi kaff kaf ka k.......

Mynd
Ég var að glugga í rannsókn sem ég fann varðandi blóðflæði og koffín. Þetta byrjaði reyndar sem leit að grein um blóðfaktora í þorski en svo fór ég eitthvað út af sporinu og fann þessa grein. Rakst reyndar líka á grein þar sem verið var að prófa samspil kókaíns og koffíns á hunda sem hljómaði áhugavert. Einhvern veginn hljómar það nú samt ekki eins og öruggt vinnuumhverfi fyrir vísindamenn. En jæja ég hef verið að velta fyrir mér hvort eða hvernig kaffidrykkja hefur áhrif á mann, sérstaklega varðandi íþróttir. Hér kemur smá úrdráttur frá Dr.Kaufmann og félögum sem frömdu rannsóknina: (Magn koffíns fyrir hvern einstakling sem tók þátt í þessu rugli var samsvarandi 2 kaffibollum). Caffeine Limits Blood Flow To Heart Muscle During Exercise Blóðflæði eykst yfirleitt við æfingar og niðurstöðurnar benda til þess að koffín minnki getu líkamanns til "pumpa"/skila blóði til hjartavöðvans eftir þörfum. Dr. Kaufmann segir að koffín kunni að blokka ákveðna viðtaka á æðaveggjunum sem geti...

1. apríl

Ég hef það líka svona ljómandi gott í dag. Búinn að skila ritgerðinni minni og líklega kominn með hrikalega góða vinnu sem ég byrja í strax í næstu viku. Þegar ég kíkti í heimabankann í morgunn sá ég líka að allir mínusar höfðu breyst í +. Svo er ég líka orðinn góður í golfi. Besti dagur í heimi....