Færslur

Sýnir færslur frá janúar, 2008

Að gera grín af þroskaheftum

Það hefur ekki þótt til eftirbreytni að henda gaman af þroskaheftu fólki. Það finnst hinsvegar engum athugavert að heilu fjölskyldurnar sitji og hlægi sig máttlausar yfir forvalinu í American Idol. Sérstakt.....

Af tómstundaiðjum mínum

Skotveiðar hafa ávallt skipað stóran sess í lífi mínu. Fyrst með miklum áhuga sem kviknaði við að skoða byssurnar hans pabba og síðan með ástundun frá 14 ára aldri. Egill fór að leyfa mér að prufa eitt og eitt skot en fljótlega fékk ég senda gömlu pumpuna hans pabba. Frjálsræði mitt við veiðarnar fór smám saman að aukast og fljótlega var ég farinn að vakna fyrir allar aldir og kíkja út í ætið sem ég hafði sett út fyrir hrafna og máva upp á gamla hænukofann eða í fjöruna við Hólana. Ég skil ekki í dag hvernig móðir mín umbar að hafa mig hlaupandi út um allar jarðir skjótandi út í loftið, jafnvel heima við bæjardyr. Ég er afskaplega þakklátur fyrir það í dag. Sérstaklega man ég eftir einu atviki sem gerðist þegar ég var 15 eða 16 ára. Ég var staddur inni við og man svo sem ekkert hvað ég var að gera. Sjálfsagt hef ég verið að hjálpa til í eldhúsinu eða ryksuga. Tveir hrafnar fóru þá að garga fyrir utan bæ og ég hljóp að sjálfsögðu eins og fætur toguðu niður í gamla fjós, greip gömlu Winc...

Póstur 108

Það er nú meira hvað maður er eitthvað andlaus og hefur fátt til að kvarta yfir þessa dagana. Mínir fjölmörgu lesendur mega því búast við því að uppfærslum fækki eitthvað á næstunni hér á Skrifpúltinu. Ég var jafnvel að hugsa um að segja af mér hérna og loka þessu bara en er farið að finnast of vænt um þessa dagbók mína til lóga henni. Helgin var afskaplega róleg hjá manni og maður lá bara í laupnum og lét sér leiðast. Maður er bíllaus ennþá og því fer maður ekki spönn frá rassi og nennir varla að versla í matinn. Vantar t.d undanrennu en er að hugsa um að bíða með það fram að mánaðarmótum. Maður gengur til vinnu á morgnana og svo heim aftur seinni partinn. Þar hef ég dundað mér við að horfa á skandinavískar sakamálamyndir, skoða textavarpið og lesa golfblöð. Það er kannski ágætt því maður eyðir þá meiri tíma hér á Borgum við skriftir í staðinn.

Til hamingju Dóri og Sigrún

Jæja þá er Dóri búinn að eiga barn og ég er viss um að Sigrún hjálpaði honum eitthvað við það og ber að þakka henni fyrir það. Föður heilsast víst vel og var hann lukkulegur þegar ég átti við hann símafund í gær. Afkvæmið er stúlka og því eru vonir mínar um að barnið eigi eftir að verða skírt í höfuð mér að minnka. Annars hljómar t.d Anna Bjarni Halldórsdóttir ekkert svo illa. Annars hef ég verið að koma mér fyrir í nýrri kytru ofarlega í Þórunnarstrætinu. Holan er á besta stað í bænum og stutt í alla helstu þjónustu s.s sundlaug, búð og menntaskólavist. Fór í gær og keypti stórbrotið rúm (mamma borgaði reyndar) og nú fyrst er komin góð ástæða til að fá skammdegisþunglyndi. Held ég gæti legið í þessu rúmi dögum saman og sofið. Þegar maður flytur inn á nýjan stað kemur natturlega ýmislegt í ljós sem vantar. Ég ætla ekki að telja það upp hér en ef þið vitið um ókeypis eða ódýra frystikistu megið þið láta mig vita.

Mættur á Eyrina

Góðan daginn. Nú er ég mættur á Akureyrina og það er jú bara nokkuð notaleg tilfinning. Tekið var á móti mér með viðhöfn af Gunnari og frú, á borð bornir heitir réttir og uppábúið gæðarúm í gestasvítu þeirra hjúa. Í dag hef ég svo verið í skólanum, rætt við fólk og farið að skipuleggja framhaldið. Síðan fékk ég að kíkja á nýju skrifstofuna þar sem við mastersnemar erum og það er ekkert slor. Ég er á 7 hæð á Borgum með útsýni yfir Eyjafjörðinn. Vaðlaheiðin teygir sig tignarleg til norðurs, gulli slegin bleikum bjarma vetrarsólar, Kaldbakur rís úr sæ og drottnar yfir þessum fallega firði rúmlega 1100 metrar á hæð. Bærinn hvílir svo friðsæll sem sofandi hundur við fætur mér. Skrifborðið mitt er á stærð við fótboltavöll, skúffur og hillur á báðar hendur og stólinn minn er þægilegri en stólpípa á sunnudegi. 6 metra á vinstri hönd er svo kaffivél sem malar baunirnar sjálf með þægilegu mali. Hvað í andskotanum ætti ég að biðja um meira. Guð blessi þennan bæ, guð blessi þennan skóla og megi dr...

104

Jæja þá er maður að koma heim. Búinn að fara með bílinn til Danmerkur, búinn að pakka, búinn að öllu nema að vera stressaður. Veit ekki hvort það er ellin en ég er alltaf orðinn eitthvað tens fyrir svona ferðalög. Kíki 31 sinni hvort ég sé með vegabréf og 15 sinnum hvort ég sé með síma, 17 sinnum tékka ég á veskinu og nokkrum sinnum hvort ég sé ekki örugglega í buxum. Samt gleymi ég alltaf einhverju. Ég held ég lendi um klukkan tvö á morgun á Keflavík og fæ svo far með Jens í bæinn. Gisti hjá Dóra næstu nótt og held svo norður í sólina á þriðjudag ef ekkert af þessum samgöngutækjum sem ég nota klikka. Mikið held ég að allir verði nú voðalega glaðir að sjá mig, ég væri það allavega ef ég hefði ekki séð mig svona lengi. Hafið það gott þar til þið hittið mig, Bjarni