Koffín

Mývatnssveitarrúntur með Hörpu, 2023 eða 2024. Nú er ég kominn í aðra viku í VO2 max blokk, sem er með það markmið að hækka FTP-ið. Allar þol- og þröskuldsæfingar miða meira að því að gera góðann grunn en svo tekur maður svona VO2 max æfingar til að "hækka þakið" og gera mann að öflugri hjólara. Í gær tók ég 6x3 mín æfingu og fletti upp í æfingabókinni að ég hafði tekið sömu æfingu í janúar. Mér til smá vonbrigða þá tók ég hana á mjög svipuðum vöttum. Mér til varnar þá hefur lífið hjá mér verið alveg ótrúlega annasamt og stressið í vinnunni óhóflegt. Það tekur mig ca. 2 mínútur að sofna á kvöldin en svo sef ég ekkert sérstaklega vel. En það er langt í að tímabilið hefjist og ég ætla ekkert að örvænta. En þegar maður er eitthvað að ströggla og finnst að maður ætti að vera að gera betri hluti þá fer maður stundum að spá í hvort maður geti gert einhverjar litlar breytingar til að bæta ástandið. Double espresso- that's my poision! Í þessu sambandi fór ég að spá í mína óhófleg...