Færslur

Að langa til að langa

Mynd
Ég var að hlusta á podcast þar sem viðmælandinn (Arthur Brooks) sagði snilldar setningu.  Þú byrjar fyrst að róa með straumnum þegar þig fer að langa í það sem þig langar að langa í. Þeir ræddu þetta s.s. ekkert frekar en þetta kveikti einhver ljós í hausnum á mér og ég fór að velta fyrir mér hvaða merkingu þetta hefur í tengslum við ýmsa hluti. Suma langar til að verða ríkir en öðrum finnst eftirsótt að verða frægir. Það er líka mjög auðvelt að setja þetta í samhengi við einhver sem langar að vera í góðu formi en endist aldrei til að mæta á æfingar: Ég æfi → ég kemst í gott form → þá mun mig langa að æfa. En raunin er að fyrir þá sem stunda hreyfingu er þetta svona: Ég rækta sjálfsmynd þar sem löngunin er að æfa → æfingar → útlit og form koma (bónus) Kannski snýst þetta ekki um að fá alltaf það sem okkur langar í, heldur að móta það sem okkur langar að langa í. Að velja ferlið áður en niðurstöðurnar koma, og treysta því að þær verði aukaafurð. Með tímanum hættir þetta að vera bará...

Uppsveifla

Mynd
Vel útfærð 7x6min þröskuldsæfing frá því í dag. Eftir hálfgert hrun á taugakerfinu með hjartsláttaóreiðu og öðrum fylgikvillum, virðist horfa til betri vegar. Eins og ég hef komið inn á þá fylgdi þessu hálfgert hrun á hjólinu og ég skilaði sennilega bara 75% af því sem ég á að geta. Ég ræddi þetta við Ingvar fyrir nokkru og við ákváðum að skrúfa FTP-ið mitt niður tímabundið og sjá hvort ég kæmi mér ekki í gang. Nú er þetta farið að skila góðum árangri og ég eflist með hverri æfingunni. Eitt af því sem ég hef líka verið að gera er að reyna að ná meiri gæðum úr settunum, þ.e. halda jöfnu álagi og snúningi (cadence). Ég byrja rólega og vinn mig svo upp í rólegheitum. Þetta hefur svínvirkað og ég er að ná að enda síðasta settið mjög sterkur.  Annað sem ég hef verið að gera og það er að minnka þunga lyftingar fyrir fæturnar. Ég er að komast að því að þegar ég er í þröskulds og "steady state" æfingum þá eru þungar lyftingar bara of mikið fyrir mig. Ég reyni samt að komast í ræktina...

Stress

Mynd
Við tökum ekki endalaust við. Ég hef verið að átta mig á því að líkaminn hefur sín mörk. Þegar álag safnast upp, jafnvel hægt og rólega, þá kemur punktur þar sem fer að flæða yfir. Fyrir mig hefur þetta verið áminning um að hægja á mér, forgangsraða og sleppa kröfunni um að allt sé fullkomið. Ég er að læra að minna getur líka verið nóg. Yfir jólin reyni ég því að halda hlutunum einföldum og eyða orkunni þar sem hún skiptir mestu máli.

Dagbók

Var í vinnu til kl. 15 og fór þá í ræktina. Svo fór ég í föndurbúð að versla fyrir dóttir mína og svo í Nettó að kaupa í matinn. Gekk aðeins frá heima þangað til að ég sótti stelpurnar í fimleika. Þaðan fórum við til mömmu hennar að sækja eitthvað dót fyrir "Lundó got talent" sem verður á morgun. Svo skutluðum við vinkonu hennar heim og fórum svo heim til okkar. Þá hjólaði ég í einn og hálfan tíma og notaði tímann og var að skipuleggja að strákurinn var að fara að gista í skólanum- ganga frá pizza kaupum og eitthvað. Eftir að ég var búinn að hjóla tók ég hann til og keyrði með dótið í skólann. Eftir það þurfti ég aftur að fara í búð og svo eldaði ég mat á meðan ég tók vinnusímtal. Núna var ég að klára að borða (20:06) og er að horfa á fréttir. Næst er að fara í bað og svo ganga frá og hjálpa stelpunni að klára búning fyrir hæfileikakeppnina. Síðan næ ég kannski aðeins að horfa á eitthvað skemmtilegt.

Rjúpa og betra hjarta...

Mynd
Rjúpnaskytterí á afmælisdaginn. Nú er ég búinn að fara í ítarlegri rannsóknir á hjartanu og fékk sannarlega mjög góðar fréttir. Hjartað er heilt, dælir vel og engin merki eru um að þessar truflanir hafi nein áhrif. Læknirinn sagði í lokin: „ég vil að þú haldir áfram að gera það sem þú elskar að gera – svo ekki hætta að æfa.“ Það voru ótrúlega góð orð að heyra. Ég skellti mér á rjúpu á afmælinu mínu um daginn. Svei mér þá ef það var ekki langur tími síðan ég gerði það síðast. Náði í matinn tiltölulega fljótt og greinilega ekki alveg búinn að gleyma þessu. Hef hitt betur – en líka hitt verr. Aðal atriðið var samt fegurðin og veðrið. Það var hrein hleðsla á lífsbatteríið. Garmin Venu 4 Talandi um lífsbatterí: Ég var að kaupa mér nýtt úr í gær. Núverandi er orðið átta ára gamalt og þessi uppfærsla opnar fyrir heilan helling af nýjum fítusum til að fylgjast með endurheimt, hjartslætti og svefni. Ég skrifa líklega fljótlega hvað mér finnst. Undanfarið hafa æfingar meira snúist um að halda sj...

Óreiða

Mynd
Við Eyjafjarðará á miðvikudaginn í fallegu en svölu veðri. Í heildina lítur þetta allt mun betur út með hjartsláttaróreiðuna. Ég tek núna væga betablokka og reyni að halda álaginu í skefjum eins og ég get. Allar æfingar eru komnar í „low intensity only“ – bara rólegt endurance á lágum púlsi – og ég er hættur að lyfta þungt. Í þessari viku fór ég tvisvar í ræktina, en þá er það bara létt og með teygjum. Engin hetjuskapur, bara viðhald og slökun. Erfiðara er hins vegar að stýra álagi í persónulega lífinu. Það er eins og líkaminn sé að senda manni skýr skilaboð: „Slakaðu aðeins á, félagi.“ Ég hef greinilega verið of lengi í of háum snúningi, keyrt mig áfram á stressi. Það sem ég hef lesið um þetta bendir reyndar til þess að andlegt álag hafi meiri og verri áhrif á hjartað en líkamlegar æfingar – sem er bæði áhugavert og dálítið óþægilegt. En að öðru – ég setti 50mm Suomi nagladekk undir gravel-hjólið og tók smá prufurúnt í vetrarblíðunni. Þessi dýrgripir eru með 252 nagla og það er óhætt ...

Spjallað við gervigreindina

Mynd
Mynd: Guðmundur Bergmann Thoroddsen. Í gær tók ég beta-blokkara til að minnka hjartsláttarónotin og það virðist vera farið að hafa áhrif. Ég ætla ekki að segja að Chat GBT (hér eftir Guðmundur Bergmann Thoroddsen) sé trúnaðarvinur minn, þar sem ég treysti honum ekki fyrir hverju sem er, en ég ræði mikið við hann. "Fyrsta virknin sem ég varð var við af beta blokkerunum var að það færðist einhvern veginn meiri ró yfir hjartað. Meiri ró á kerfinu. Ég fékk smá struflanir í morgun en þær eru miklu veikari. Ekki sami kraftur í slögunum.  Síðan fékk ég mér vænan kaffibolla eftir 48 tíma kaffipásu. Kannski var það ekki ráðlegt en kaffið virtist ekki hafa verið uppsprettan af þessu hvort sem er. Kaffibollinn reif mig upp úr sjálfsvorkun og þunglyndi á örfáum mínútum. Ég finn hvernig orkan streymir um líkamann, alveg fram í fingurgóma og nú er ég klár í daginn. Tilbúinn að taka létta æfingu, tilbúinn að ganga frá og tilbúinn að fara í sund eða á einhvern þvæling. Í gær gat ég ekki hugsað mé...