Færslur

Jákvæðni....

Það eru erfiðir tímar í vinnunni sem hafa ýtt undir neikvæðni hjá mér. Ég hef reynt að snúa því við og áður en ég fer til vinnu á morgnana dag hvern segi ég við sjálfan mig "í dag ætlar þú að vera jákvæður og smita út frá þér fegurð og gleði". Þetta hefur yfirleitt bráð af mér um leið og ég stíg inn á kaffistofu og þá hefur sótsvört drullan og neikvæðnin farið að leka út úr mér. Í morgun tókst mér reyndar að vera súper hress og jákvæður á fyrsta fundi en svo tók einhver vanlíðan yfir og maður datt í neikvæðnina. En þetta var allavega ágætis byrjun og það þýðir ekkert annað en að reyna meira. Það er Bóndadagur í dag og Harpa ætlar að bjóða mér eitthvað út og koma mér á óvart. Það er gaman að vera bóndi í dag og ég hlakka til. Hlakka til helgarinnar og ætla að aftengja mig vinnunni. Ég er ca. hálfnaður inn í æfingavikuna og líður bara merkilega vel miðað við það. Tvær erfiðar æfingar að baki (mið og fimmtud) og svo skellti ég mér í ræktina í gær eftir æfingu. Eftir það öskraði ...

Vikulok og hollar fitur!

Mynd
Hollar fitur Þá er þessari æfingaviku lokið og ég er býsna grillaður í löppunum. Ég átti mjög góða þröskuldsæfingu (5x6mín) á föstudag en var svo úti að skíta á steady state æfingu í gær. Í dag var 3 tíma endurance og ég tók það með trukki þrátt fyrir að vera orðinn soðinn í fótunum. Ég veit ekki alveg hvað er framundan hjá okkur en við erum búnir að vera að keyra upp æfingaálagið jafnt og þétt síðustu vikurnar. Þessa stundina líður mér eins og mér veitti ekki af einni auðveldri viku en þjálfarinn verður að fá að ráða því. Þyngdin á mér síðan í janúar 2021- ég var 70 slétt í morgun. Eins og ég hef verið að tala um er ég farinn að huga að því hvernig ég nái að létta mig fyrir næsta keppnis-season. Það fyrsta sem ég gerði eftir áramótin var að reyna að sleppa nammi og kökum, en leyfa mér smá um helgar. Það hefur s.s. gengið ágætlega En það er tvennt annað sem ég ætla að gera, nefnilega að herða mig í að fara á hjóli eða labba í vinnuna og reyna að skera aðeins niður fitu og reyna að hafa...

Íþróttadagurinn mikli

Mynd
Feðgar í ræktinni. Það var einn af þessum busy dögum hjá okkur í gær. Ég kom heim úr vinnunni í fyrra fallinu og fór að snúast eitthvað heima áður en ég keyrði Dagbjörtu Lóu í fimleika. Á meðan hún var í fimleikum þá hjólaði ég í 1,5 klst. áður en ég sótti hana aftur. Eftir það ákváð ég að drífa Brynleif með mér í ræktina en hann er búinn að vera hálf verklaus þar sem snjóbrettaæfingar hafa falli niður vegna gróðurhúsaáhrifa. Ég held hann hafi haft gaman að þessu en hann var nú samt hálf áttavilltur greyið og fannst þetta eitthvað erfitt. En þetta var allavega skemmtileg tilraun til að involvera fjölsyldumeðlimi í annasömum lífstíl sem snýst um hreyfingu. Þegar þessu var lokið var kominn tími til að elda. Dagbjört Lóa vildi ommelettu og Brynleifur bjúgu. Allir fengu það sem þeir vildu og málið dautt. Ég var fljótur að sofna í gærkvöldi og er feginn að það er hvíldardagur í dag. Stefni á góðan mat í kvöld og svo popp yfir handboltaleiknum.

Af

Mynd
Þriggja tíma endurance æfing sem ég tók í gær. Síðasta vika hjá mér var býnsa sver og við höfum verið að auka æfingamagnið jafnt og þétt. Þetta hefur mest verið púra "base" vinna, þ.e. endurance og threshold. Um helgina datt svo inn fyrsta VO2 max æfingin og mér finnst líklegt að fleiri fylgi í kjölfarið. Ef það heppnast ætti það að tosa aftur upp hjá mér FTP-ið. Ég þarf að fara að heyra í Ingvari hvernig hann sér þetta fyrir sér. Síðasta vika 13:32 klst. Hjól 11:25 klst Lyftingar 1:22 klst TSS 592 Km 423 km. Work 6908 KJ Annars hef ég verið að reyna að halda í við mig í mataræðinu og skera niður kolvetnin. Það er vandasamt að gera þetta án þess að þetta farið að hafa áhrif á æfingar. Mér finnst ég búinn að vera hálf druslulegur á köflum. Á laugardaginn átti ég sjúklega erfiða VO2 max æfingu og var með væga strengi þar að auki eftir lyftingar. Ég hélt ég myndi drepast á æfingunni en gaf allt í þetta og var stoltur af mér. Ég bjóst við að skíta á mig á æfingunni daginn eftir s...

Hænuskref

Mynd
Clean eating - Mynd Brittish Heart Foundation Nú árið er liðið í aldanna spik og ég akkúrat 4 kílóum þyngri en ég var 2. janúar 2024. Ég hef rætt áður um það hérna á blogginu að ástæðurnar eru einkum þær að ég er i) hættur að taka nikótínpúða (hægari brennsla og meira át), ii) ég eignaðist bíl og svo iii) hef ég verið að lyfta og bætt á mig einhverju kjöti að ofan. Þetta er ekki allt spik. Þegar maður kemur út úr svona miklu sukki eins og um jólin þá hellist yfirleitt yfir mann löngun til að taka sig á og bæta mataræðið. Hjá mér lýsir þetta sér í því að mér finnst ég þurfi að skola út skít og þrífa mig að innan. Ég skil vel fólk sem tekur föstur og safakúra því andlega hefur það mjög jákvæð áhrif á mann. Það er annað mál hvort það hafi einhver önnur jákvæð langtímaáhrif. En eftir allt jólasukkið skaut þeirri hugmynd upp í kollinn á mér hvort ég ætti að prufa að taka einn mánuð alveg út í örgustu öfgar og taka 100% clean eating. Skrúfa niður kaffi, drekka meira vatn og borða ekki neitt ...

Gleðilegt árið!

Mynd
Úr heitum potti í Stykkishólmi um áramótin. Gleðilegt árið elsku vinir. Nú er maður að lenda eftir hátíðirnar sem voru með betra móti. Barnagleði til að byrja með en svo kósý með Hörpu eftir það. Við fengum lánað hús í Hólminum yfir áramótin og vorum bara að lenda á Eyrinni í gærkvöldi. Hef aldrei áður verið í heitum potti um áramót en mæli með því. Ekkert stress eða brenna upp peningum. Talandi um að lenda.... ég var líka að lenda á nýrri stofnun í morgun. Er formlega orðinn starfsmaður Náttúruverndarstofnunar og veit ekkert hvað ég er að gera í vinnunni en fæ vonandi útborgað samt sem áður.  Í ræktinni í Stykkishólmi Ég hjólaði á mánudaginn (30. des) áður en við lögðum af stað í ferðalagið og svo fórum við í ræktina og í sund í Stykkishólmi á Gamlársdag sem var snilld. Ég er að taka aftur sömu viku og ég var með síðast því ég var að skíta á mig í þröskuldsæfingunum í síðustu viku. Ingvar gaf mér því aftur sömu æfingarnar í þessari viku og ég ætla rétt að vona að ég nái þeim núna....

Vikulok ☑️

Mynd
Síðustu 4 vikur í æfingum. Ég kláraði þessa viku í morgun með 3 klst. endurance æfingu. Vikan gekk í rauninni vel en ég er samt búinn að vera alveg lúinn í fótunum. Veit ekki hvort það sé meira út af lyftingum eða bara vegna þess að við erum að bæta í klukkutímana á hjólinu nokkuð hratt. Nú taka við 2-3 dagar í Mývatnssveit og smá hvíld frá hjólinu. Ég hugsa samt að ég taki með mér hlaupadót til að kíkja út á jóladagsmorgunn. Það er svo miklu betra að éta ef maður hreyfir sig aðeins.