Jákvæðni....
Það eru erfiðir tímar í vinnunni sem hafa ýtt undir neikvæðni hjá mér. Ég hef reynt að snúa því við og áður en ég fer til vinnu á morgnana dag hvern segi ég við sjálfan mig "í dag ætlar þú að vera jákvæður og smita út frá þér fegurð og gleði". Þetta hefur yfirleitt bráð af mér um leið og ég stíg inn á kaffistofu og þá hefur sótsvört drullan og neikvæðnin farið að leka út úr mér. Í morgun tókst mér reyndar að vera súper hress og jákvæður á fyrsta fundi en svo tók einhver vanlíðan yfir og maður datt í neikvæðnina. En þetta var allavega ágætis byrjun og það þýðir ekkert annað en að reyna meira. Það er Bóndadagur í dag og Harpa ætlar að bjóða mér eitthvað út og koma mér á óvart. Það er gaman að vera bóndi í dag og ég hlakka til. Hlakka til helgarinnar og ætla að aftengja mig vinnunni. Ég er ca. hálfnaður inn í æfingavikuna og líður bara merkilega vel miðað við það. Tvær erfiðar æfingar að baki (mið og fimmtud) og svo skellti ég mér í ræktina í gær eftir æfingu. Eftir það öskraði ...