Reynslusaga nikotínista
Hvíldarpúlsinn hjá mér var að nálgast eðlilegar slóðir þegar ég missti mig aðeins í nikotínpúðana aftur. Það er ekki tekið út með sældinni að vera fíkill og eftir 9 mánaða nikotínbindindi þá féll ég á laugardaginn fyrir rúmri viku. Það var búinn að vera erfiður tími hjá mér og eftir nokkrar vikur með tóbakspúkann á annari öxlinni náði ég að sannfæra mig um að það væri í lagi að fá sér litla daufa púða. Það gæti varla valdið hjartsláttaróreiðu? Þetta var forvitnlegt ferli, löngunin smám saman versnaði og versnaði. Ég held í rauninni að ég hafi verið fallinn nokkrum vikum áður en ég lét af því verða að kaupa mér eitthvað. En á föstudagsvköldinu var ég gjörsamlega að drepast en náði að sitja á mér og moka í mig M&M í staðinn. Þá hélt ég að ég væri sloppinn. Svo helltist þetta yfir mig á laugardagskvöldinu og núna náði ég ekki að hemja mig og rauk út í búð og keypti litla dós af tveggja punkta Velo mini. Þrátt fyrir að skammast mín fyrir aumingjaskapinn og finnast ég vera hálfgerður l