Færslur

Kaffiþamb, sveitin og kitlhósti

Mynd
Brynleifur átti afmæli á föstudaginn síðasta. Hann er einfaldlega lang bestur. Helgin var alveg þokkaleg hjá okkur og aðdragandinn ekki síðri. BRB freestyle átti afmæli á föstudaginn og við tókum daginn snemma. USA pönnukökur með miklu sírópi og svo reif hann upp pakka. Um kvöldið pöntuðum við svo pizzur og kíktum heim til Guðrúnar. Ég gaf honum forláta veiðihjól í afmælisgjöf, Þórður gaf honum veiðistöng og svo fékk hann slatta af money. Nún er ég kominn upp í Mývatnssveit og reyni að hafa vakandi auga yfir búskapnum á meðan mamma og Egill eru á Tenerife. Þessi vika var reyndar algert skipulagsslys og ég þarf bæði að fara á Egilsstaði og til Reykjavíkur og vera með fundi. Það verður því mikið stress en vonandi sleppur þetta allt og vonandi verður veðrið til friðs. Ég tók hjólið og trainerinn með í sveitina og held því áfram að bæta kílómetrum í safnið. Ég hjólaði áðan í klukkutíma og tók líka 30 mínútna rútínu af líkamsþyngaræfingum (framst., afturst, hnébeygjur, upphífingar, armbeygj

Spjall við þjálfarann

Mynd
Malbik endar! Í gær áttum við Ingvar fund þar sem við gerðum upp tímabilið (geri pistil um það seinna) og ræddum um það næsta. Fyrir fundinn var ég ákveðinn að í að agitera fyrir því að hjóla bara án plans og lyfta fram í febrúar, taka svo intensíft plan í 3- 4 mánuði undir hans stjórn og leika mér svo bara næsta sumar.  Eftir fundinn er hinsvegar planið að ég byrja að æfa hjá honum aftur í desember og verð hjá honum næsta sumar líka. Við ræddum um næstu markmið og áskoranir og hvernig við gætum sett upp öflugt plan með lyftingunum. Einnig hvernig ég gæti sameinað planið með því að vera að hjóla með öðru fólki og hafa gaman. Núna er ég orðinn þræl spenntur að byrja aftur á plani því það er ekki skemmtilegt til lengdar að hjóla inni bara til að hjóla. Mér finnst alltaf sjúklega gaman að sjá nýja æfingaviku í calendar og fæ kikk þegar æfingarnar litast grænar..... check!!! Helstu breytingarnar fyrir næsta sumar eru þessi tvö stóru gravel mót hérna innanlands (The Rift og Grefillinn) en s

Pólitík og húðflúr

Mynd
Ég sá mjög flott húðflúr aftan á framhandlegg um daginn en fann það aldrei aftur. Rakst svo á þetta fyrir tilviljun og held að þetta sé svipað. Vista þetta niður og reyni kannski að einfalda og breyta aðeins. Lítið um blogg upp á síðkastið og hef verið með hausinn í öðru. Langar stundum að öskra inni á FB en nenni ekki taka umræðuna. En hér get ég komið með statement og þarf ekki að svara fyrir það og lenda í rifrildi. Stærstu atriðin sem á að reyna að láta okkur trúa fyrir næstu kostningar eru: Við verðum að virkja okkur út úr loftslagsvandanum. Útlendingar eru varasamir, taka störfin okkar og ástunda glæpi. Þetta er hvoru tveggja algert kjaftæði og vonandi mun fólk ekki hlusta á þetta.

BOOM!!!

Mynd
Ég skal ekki birta fleiri myndir af þessu hjóli á næstunni! Ég lét verða af því að panta mér malarmörð í dag og ég gæti ekki verið spenntari. Ég er búinn að borga inn á hann en það er ekki komið í ljós hvenær hann kemur. Ég náði ágætis díl við Tri og hlakka til að halda áfram að versla við þá. Valur vinur minn og Robbi sem vinna þar eru toppmenn og ég nýt kannski aðeins góðs af því að þekkja þá. En vörurnar sem þeir bjóða upp á (t.d. Castelli hjólaföt) og þjónustan er super og ekki ástæðulaust að þeir eru stórir á markaðnum. Annars er lítið að frétta af mér. Ákvað að taka frí í vinnunni á morgun og við Harpa ætlum að skutlast til Reykjavíkur og taka eina nótt á hóteli. Það verður ljúft. Æfingar ganga vel í ræktinni en ég er hálf druslulegur á hjólinu og eitthvað þreyttur. Það er s.s. í lagi svona í off season. Ég náði reyndar 30 km túr rúmlega úti í gær og tók þokkalega vel á því. Meira næst

Lítið að frétta...

Mynd
Cube Nuroad C:62 EX Það er lítið af mér að frétta annað en að ég er búinn að vera með hausinn fullan af malarhjólapælingum. Það kom upp úr dúrnum að þau sem voru að selja notaða malarhjólið settu það aðeins í biðstöðu þar sem þau voru ekki viss um að þau fengju nýtt hjól fyrr en í maí. Eftir það fór ég aðeins að skoða markaðinn [ný hjól] en fann ekki neitt alveg nógu spennandi. Það var helst að Canyon hafi verið eitthvað sem ég var tilbúinn að skoða.  En til að koma hlutunum á hreyfingu þá henti ég tilboði í þetta 2025 Cube hjá Tri og er að reyna að fá sæmilegan díl á því. Kannski verður svarið bara þvert nei og þá er það bara komið á hreint. Maður allavega fær ekki góða díla nema að maður gangi á eftir því. Æfingar í síðustu viku gengu fínt. Ég æfði í rúmlega 10 klst. og þar af voru 3 klst lyftingar. Á hjólinu tók ég eina interval æfingu og Ingvar skammaði mig og minnti mig á að ég væri í "off season" og ætti ekki að vera að taka svona erfiðar æfingar.  Þessi vika í æfingum

Gravel pælingar 🤷‍♂️

Mynd
Úr Greflinum, ég hef aldrei keppt á gravel. Photo credit Grefillinn Einhverntíman sagðist ég aldrei ætla að keppa í malarkeppni (gravel) en að sjálfsögðu er ég við það að éta það ofan í mig hrátt og ósoðið. Og ástæðurnar?  Þessar örfáu götuhjólakeppnir sem maður hefur úr að velja á hverju ári eru bara ekki alveg að fullnægja keppnisþörfinni. Með því að bæta malarhjóli í safnið næ ég allavega 2 mótum í viðbót.  Fjörið er á mölinni. Á þessi mót mæta miklu fleiri og það er mikið hæp í kringum þetta. Hversu lengi það endist veit maður ekki en það um að gera að vera með á meðan þetta er vinsælt. Gott og létt malarhjól hentar mér vel í og úr vinnu og ég get tekið æfingar á því úti og haft það á nöglum. Markmið næsta sumars á mölinni:  Grefillinn 200 km The Rift 200 km Akureyri - Mývatn via Fnjóskadalur, Bárðadalur og Suðurárbotnar (skemmtieferð) Hjólapælingar Cube Nuroad C:62 SL árgerð 2022 Ég er með 2 hjól í sigtinu akkúrat núna og það fyrra er lítið notað Cube Nuroad 2022 árg. Hjólið er me

Svíþjóð, bátar, ofát- og offita 🇸🇪

Mynd
Í sænskum skerjagarði. Þorvaldur er víst í skjóli af Dóra. Nú er árlegri veiðiferð Skotveiðifélags sperðlanna lokið og það er óhætt að segja að hún hafi heppnast fullkomlega. Reyndar handlékum við engin skotvopn að þessu sinni en renndum fyrir aborra og geddum í staðinn. Veðrið lék við okkur allan tímann og maturinn var eins og venjulega algerlega sturlaður. Elgsteikur, entrecote, léttreykt lamb og fullkomin pylsumáltíð þar sem við snæddum úti á eyju eftir sundsprett. Nú er ég kominn heim í saltfiskinn og ákvað að henda einhverju nettu á blað til að koma hreyfingu á bloggið. Fyrsta mál á dagskrá eftir þetta allt saman er að ræða aðeins æfingar og annað því tengdu. Ég byrjaði að lyfta tveimur vikum áður en ég fór út og það er ótrúlegt hvað maður er fljótur að sjá mun á sér. Ég er eitthvað aðeins að massast (og fitna pínu) og kvöldið þegar ég kom heim úr ferðinni þá var ég kominn upp í 72 kg!!! Sumarið 2022 fór ég niður í 60 kg- þá viðbeinsbrotinn og í smá vöðvarýrnun. Þegar ég er að kep