Færslur

Koffín

Mynd
Mývatnssveitarrúntur með Hörpu, 2023 eða 2024. Nú er ég kominn í aðra viku í VO2 max blokk, sem er með það markmið að hækka FTP-ið. Allar þol- og þröskuldsæfingar miða meira að því að gera góðann grunn en svo tekur maður svona VO2 max æfingar til að "hækka þakið" og gera mann að öflugri hjólara. Í gær tók ég 6x3 mín æfingu og fletti upp í æfingabókinni að ég hafði tekið sömu æfingu í janúar. Mér til smá vonbrigða þá tók ég hana á mjög svipuðum vöttum. Mér til varnar þá hefur lífið hjá mér verið alveg ótrúlega annasamt og stressið í vinnunni óhóflegt. Það tekur mig ca. 2 mínútur að sofna á kvöldin en svo sef ég ekkert sérstaklega vel. En það er langt í að tímabilið hefjist og ég ætla ekkert að örvænta. En þegar maður er eitthvað að ströggla og finnst að maður ætti að vera að gera betri hluti þá fer maður stundum að spá í hvort maður geti gert einhverjar litlar breytingar til að bæta ástandið. Double espresso- that's my poision! Í þessu sambandi fór ég að spá í mína óhófleg...

Þetta hjól........

Mynd
CUBE Nuroad C:62 EX Ég ætla mér að skrifa almennilegan dóm um þetta hjól þar sem ég fer yfir allan búnaðinn lið fyrir lið og hvernig er að hjóla á því. En áður maður gerir það er nú best að hjóla á því einhver hundruð, eða þúsund kílómetra. Þegar þetta er skrifað er ég búinn að fara 3 túra og ca. 70 kílómetra og hrifningin eykst bara með hverjum kílómeter. Í gær komst ég loksins á möl og það voru sko engin vonbrigði. Þó ég sé ennþá með slöngu í dekkjunum, og þar af leiðandi með hærri loftþrýsting en ef ég væri kominn með slöngulaust, þá var hjólið ótrúlega mjúkt og mér gekk vel að halda uppi hraða. Helstu hápunktar hingað til: Stýrið ótrúlega nett og "droppin" grunn Gott grip á stýringu þægilegt að vera í "droppunum" Ótrúlega mjúkt og lipurt hjól Sram GX Eagle AXS 12 gíra er ótrúlega smooth Hnakkur þægilegur  Hjólið er létt Gott að halda power þó maður sé kominn á möl Skrúfuð taska til að setja aftan við stýrið fyrir allskonar

Rugl

Mynd
Mynd tekin við Hveri 2023 eða 2024. Það er svo mikið bull í vinnunni núna vegna stofnanasameininga að manni verður hálf óglatt af stressi. Það er eiginlega sama hvar borið er niður, það er allt á hliðinni. Og til að flækja þetta enn frekar erum við ekki ennþá komin með skrifstofur þar sem við komumst í prentara og annað slíkt. Ég er mest hissa hvað ég næ þó að sofa vel en síðustu 2 kvöld hef ég slökknað um klukkan níu og verið hálf meðvitundarlaus fram til 7 á morgnana. Ég er að reyna að koma mér í gang eftir Kanarí ferðina og átta mig í rauninni ekki alveg á því hvar ég stend. Í dag er að byrja VO2 max blokk og þá kemur þetta betur í ljós. Ég hef því miður á tilfinningunni að ég sé í verra standi en á sama tíma í fyrra og þar að auki aðeins þyngri. Það er ekki góð blanda. Ég hef ekkert meira komist á gravel hjólið en stefni að því að taka klukkutíma rólegam túr á morgun í hádeginu þar sem það er recovery dagur. Áðan var ég að ganga frá pöntun hjá Tri fyrir tubeless ventlum, sealant og...

New Bike Day - gravelið mætt!

Mynd
Cube Nuroad C:62 EX - 2025. Síðan ég skrifaði síðast hefur í rauninni fjandi margt gerst. Sól á Kanarí, slatta hjól, góður matur og hið ljúfa líf. Síðan tók blákaldur raunveruleikinn við eftir að við lentum og ég skildi Hörpu eftir í Reykjavík endar var hún að fara í aðgerð á öxl. Síðan þá hef ég verið að berjast við a halda heimilinu á floti, aðstoða einhentu konuna (sem lenti upp á spítala eftir að hún kom til Akureyrar), setja saman nýju hjólin sem duttu inn um dyrnar, byggja upp nýja vinnuaðstöðu í stofunni og svo ákvað ég að bæta æfingaaðstöðuna í pyntingarhellinum. Stærri skjár, led-lýsing, Apple tv og hátalari. Betri upplifun við að þjást. Í gær þurfti ég að skjótast á pósthús með einhverja reikninga fyrir vinnuna og ég notaði tækifærið og prufaði nýja hjólið. Mig langar til að setja inn betri myndir af því fljótlega og skrifa um það gott review en þá er sennilega betra að vera búinn að rúlla meira á því.  Það er ennþá mygluvandamál í vinnunni og því nauðsynlegt að vera með ...

Bjarni ekki á móti sól

Mynd
Á Tenerife fyrir 2 árum. Jæja þá er komið að því! Við Harpa höldum suður yfir heiðar fyrir hádegi á morgun og svo út til Kanarí í bítíð á þriðjudag. Ef við lendum ekki í skakkaföllum náum við smá hring þegar við komum og svo er bara fjör alla vikuna. Harpa verður náttúrulega fimmtug föstudaginn 7. mars þannig að við munum gera óvenjulega vel við okkur.  Þó ég hlakki mikið til og viti að þetta verði geggjað þá hefði aðdragandinn af ferðinni mátt vera betri. Harpa er að drepast í annari öxlinni og á leið í aðgerð um leið og við komum til baka. Við vonum að það aftri henni ekki frá því að hjóla en það er ekki gaman að sofa alltaf illa og ganga á verkjatöflum. Ég sjálfur lenti í holu með æfingarnar (væntanlega væg ofþjálfun) og hef alveg mátt muna fífil minn fegri. Ofan á það hafa svo bæst einhver útbrot, kvef og ómöguleiki. En þetta er vonandi eitthvað sem lagast fljótt í betra loftslagi. Klukkustundir í mismunandi æfingabilum (zones). Á grafinu hérna fyrir ofan má sjá hvernig við bæt...

Allt eða ekkert....

Mynd
Það er eitthvað klárt fyrir Kanarí. Stundum þegar ég hef lent í vinnukrísum hef ég misst alla einbeitingu og farið að horfa í kringum mig. Farið að skoða nám, hugsa um að stofna fyrirækti eða bara skoða atvinnuauglýsingar. Mér finnst eins og ég verði að umbylta öllu í einu vettvangi, flýja og hefja nýtt. En ég er orðinn gamall í hettunni og veit að alla skúri styttir upp um síðir.  En það þýðir ekki að maður geti ekki bætt við sig þekkingu og skoðað nýja hluti án þess að segja upp vinnunni og snúa öllu á hvolf. Þessi allt eða ekkert hugsun hefur aftrað mér frá því að læra eitthvað nýtt eða bæta við mig þekkingu í minni skrefum.  Ég hef lengi verið að spá í hvort í að þjálfa fólk og held að ég hafi ýmisslegt fram að færa í þeim efnum. Ég hef hinsvegar verið með einhverja minnimáttarkennd og fundist að ég þurfi að læra eitthvað fyrst. Og svo náttúrulega að fylla upp í skarðið sem Siggi "Bike fit" skildi eftir sig, en á Íslandi er held ég enginn starfandi sérfræðingur í að mæla ...

Skussi

Orðinn skussi að skrifa hérna inn. Dettur helst í hug að setja hér inn nótu sem ég sendi þjálfaranum mínum inn á Training Peaks. Það segir svolítið mikið um hvar ég stend núna: Bara smá aukapælingar með formið á mér- sem er ekki á þeim stað sem ég hefði reiknað með á þessum tímapunkti. Í því sambandi var ég að skoða 3 klst. (3x18mín) TH æfingu frá apríl í fyrra þar sem ég var að skila 3,9 w/kg að meðaltali í settunum. Miðað við þyngd þá ætti ég að halda 267 vöttum núna í 3x18 mín en það er fjarlægur draumur. Ég átta mig á að það er bara febrúar og ég ætla ekki að panikka. Það eru samt smá pælingar sem ég velti fyrir mér. Áhrif lyftinga: ég er ennþá að taka þungar lappaæfingar. Gæti þetta verið að spila inn í? Tók ég mér aldrei nóg frí eftir season-ið? Byggðum við upp of fljótt án þess að taka frí? Hef ég tekið of lítið af rólegri z2 æfingum? Ég ætla fljótlega að skrúfa niður lyftingarnar en halda áfram að teygja, taka upphífingar, maga og armbeygjur. Ég hlakka til að sjá hvort það geri...