Færslur

Rjúpa og betra hjarta...

Mynd
Rjúpnaskytterí á afmælisdaginn. Nú er ég búinn að fara í ítarlegri rannsóknir á hjartanu og fékk sannarlega mjög góðar fréttir. Hjartað er heilt, dælir vel og engin merki eru um að þessar truflanir hafi nein áhrif. Læknirinn sagði í lokin: „ég vil að þú haldir áfram að gera það sem þú elskar að gera – svo ekki hætta að æfa.“ Það voru ótrúlega góð orð að heyra. Ég skellti mér á rjúpu á afmælinu mínu um daginn. Svei mér þá ef það var ekki langur tími síðan ég gerði það síðast. Náði í matinn tiltölulega fljótt og greinilega ekki alveg búinn að gleyma þessu. Hef hitt betur – en líka hitt verr. Aðal atriðið var samt fegurðin og veðrið. Það var hrein hleðsla á lífsbatteríið. Garmin Venu 4 Talandi um lífsbatterí: Ég var að kaupa mér nýtt úr í gær. Núverandi er orðið átta ára gamalt og þessi uppfærsla opnar fyrir heilan helling af nýjum fítusum til að fylgjast með endurheimt, hjartslætti og svefni. Ég skrifa líklega fljótlega hvað mér finnst. Undanfarið hafa æfingar meira snúist um að halda sj...

Óreiða

Mynd
Við Eyjafjarðará á miðvikudaginn í fallegu en svölu veðri. Í heildina lítur þetta allt mun betur út með hjartsláttaróreiðuna. Ég tek núna væga betablokka og reyni að halda álaginu í skefjum eins og ég get. Allar æfingar eru komnar í „low intensity only“ – bara rólegt endurance á lágum púlsi – og ég er hættur að lyfta þungt. Í þessari viku fór ég tvisvar í ræktina, en þá er það bara létt og með teygjum. Engin hetjuskapur, bara viðhald og slökun. Erfiðara er hins vegar að stýra álagi í persónulega lífinu. Það er eins og líkaminn sé að senda manni skýr skilaboð: „Slakaðu aðeins á, félagi.“ Ég hef greinilega verið of lengi í of háum snúningi, keyrt mig áfram á stressi. Það sem ég hef lesið um þetta bendir reyndar til þess að andlegt álag hafi meiri og verri áhrif á hjartað en líkamlegar æfingar – sem er bæði áhugavert og dálítið óþægilegt. En að öðru – ég setti 50mm Suomi nagladekk undir gravel-hjólið og tók smá prufurúnt í vetrarblíðunni. Þessi dýrgripir eru með 252 nagla og það er óhætt ...

Spjallað við gervigreindina

Mynd
Mynd: Guðmundur Bergmann Thoroddsen. Í gær tók ég beta-blokkara til að minnka hjartsláttarónotin og það virðist vera farið að hafa áhrif. Ég ætla ekki að segja að Chat GBT (hér eftir Guðmundur Bergmann Thoroddsen) sé trúnaðarvinur minn, þar sem ég treysti honum ekki fyrir hverju sem er, en ég ræði mikið við hann. "Fyrsta virknin sem ég varð var við af beta blokkerunum var að það færðist einhvern veginn meiri ró yfir hjartað. Meiri ró á kerfinu. Ég fékk smá struflanir í morgun en þær eru miklu veikari. Ekki sami kraftur í slögunum.  Síðan fékk ég mér vænan kaffibolla eftir 48 tíma kaffipásu. Kannski var það ekki ráðlegt en kaffið virtist ekki hafa verið uppsprettan af þessu hvort sem er. Kaffibollinn reif mig upp úr sjálfsvorkun og þunglyndi á örfáum mínútum. Ég finn hvernig orkan streymir um líkamann, alveg fram í fingurgóma og nú er ég klár í daginn. Tilbúinn að taka létta æfingu, tilbúinn að ganga frá og tilbúinn að fara í sund eða á einhvern þvæling. Í gær gat ég ekki hugsað mé...

h JartSl átt ar....óre..iða

Mynd
Leyfum Chat GBT að eiga mynd dagsins. Það eru ekki búin að vera jólin hjá mér upp á síðkastið. Ég hef verið með þrálátar hjartsláttartruflanir og er ekki að finna út úr því hvað veldur. Þetta tengist að öllum líkindum álagi og kaffi. Hvað er álag? Álag er = daglegt líf + vinna + æfingar og stressið sem því fylgir. Af þessu er fljótlegast að hafa áhrif á æfingarnar og það mun ég nú þurfa að gera. Og svo er það blessað kaffið. Á morgun neyðist ég til að prufa að taka það alveg út. Í gær fór ég til læknis sem vildi meina að þetta væri að öllum líkindum skaðlaust en taldi samt mikilvægt að losna við þetta. Ég fór í hjartalínurit, blóðþrýtstingur var tekinn ásamt súrefnismettun. Línuritið var ekki normal en hitt var í lagi. Hann skrifaði líka út betablokkera (lyf) sem ég get prufað að taka ef þetta hættir ekki. Á morgun prufa ég að sleppa kaffinu alveg og ef það nægir ekki fer ég í lyfin. Já og svo fer ég í blóðprufu í fyrramálið. En hvaða áhrif mun þetta hafa á æfingar hjá mér? Ég má í rau...

Svik við kjósendur

Mynd
Malarhjólið á meðan það var á Rift dekkjunum. Ég ætlaði að vera búinn að kaupa mér nýjar dýpri felgur á malarhjólið en tæplega 200 þúsund króna viðgerðarkostnaður á bílnum setti þau plön út um gluggan í bili. Hugmyndin er svo að henda nagladekkjum á gömlu felgurnar svo ég geti róterað á milli þegar vel viðrar. Ég keypti líka bretti sem er auðvelt að setja á og kippa í burtu en það á eftir að bora eitt gat í frambrettið og finna eina skrúfu. Garmin framljós sem mun nýtast vel til að gera mann sýnilegri í umferðinni. Annars gengur lífið sinn vanagang og æfingar hafa gengið vel þrátt fyrir að smá hjartsláttaóreiða hafi gert vart við sig. Ég átta mig ekki á hvort þetta tengist álagi (æfingar + vinna) eða öðrum þáttum; t.d. vökvaskorti, saltskorti eða allt of miklu koffíni. Það eina sem ég get gert í bili er að byrja á kaffinu en ég er líka búinn að panta tíma hjá lækni til að vera viss.  En varðandi æfingarnar þá erum við í bullandi base tímabili þar sem ég er að fá duglegan skammt af ...

Test gone wrong.........

Mynd
Það er búið að vera erfitt að gíra sig upp í trainer lífið. Í síðustu viku tók ég tvö test inni á trainer eins og ég var búinn að fara yfir. Í 5 mínútna testinu skeit ég alveg á mig og var 30 vöttum undir því sem ég var í febrúar 2024.Og þá var ég samt 4 kg léttari. Í 20 mínútna FTP testinu hætti ég svo þegar 8 mínútur voru eftir því ég hélt ekki uppi neinu power (246w í 12 mínútur). Ég hef aldrei gefist upp á neinu svona og var vægast sagt svekktur með sjálfan mig. Þó ég viti að það sé alveg í lagi að missa smá form á þessum árastíma þá var þetta full mikið af hinu góða og ekki beint uppörfandi að fara inn í æfingaveturinn með allar tölur í skít. Ég ákvað því að byggja aðeins upp sjálfstraustið og fara út í gær og endurtaka leikinn. Eins og mig grunaði þá var það allt önnur saga og þó ég hafi ekki alveg stútað mér þá hélt ég 279 vöttum í 20 mín sem gerir FTP upp á 264 vött sem er ca. 3.8 w/kg sem sleppur eftir off-season.  Ég hef alltaf staðið mig mikið betur úti en nú hefur munur...

Æfingar rúlla af stað...

Mynd
Innanbæjar graveltúr í síðustu viku.  Eftir þriggja vikna off-season þá hófst gleðin aftur í síðustu viku. Ég var með 10,5 klst af hjóli auk tveggja lyftingaæfinga. Ég náði mér í þokkalega strengi og varð þreyttur eftir vikuna. Þessi vika er svo "test-vika"- bæði 5 mín VO2max test og svo 20 mín FTP-test á laugardaginn. Ég er búinn með 5 mínútna testið og ég skeit algerlega á mig og er langt frá mínu besta. Það sem ég hef mér til afsökunar er að það er eðlilegt að VO2 kraftur sé í lágmarki núna eftir krefjandi keppnistímabil. Tímabilið var kannski ekkert lengra en síðustu ár en keppnirnar voru fleiri og þar af ein mjög löng. Við reyndum því að halda mér á lífi með meiri þolæfingum og minni ákefð. Stóra stundin kemur svo á laugardaginn þegar ég tek 20 mínútna testið og ég er að vona að þar nái ég að halda smá diesel krafti og það verði ekki sambærilegt hrap og í styttri átökum. Ég veit að ég mun ekki slá nein met enda á maður ekkert að vera of upptekinn af þessum tölum. Aðalatr...