Dagbók
Var í vinnu til kl. 15 og fór þá í ræktina. Svo fór ég í föndurbúð að versla fyrir dóttir mína og svo í Nettó að kaupa í matinn. Gekk aðeins frá heima þangað til að ég sótti stelpurnar í fimleika. Þaðan fórum við til mömmu hennar að sækja eitthvað dót fyrir "Lundó got talent" sem verður á morgun. Svo skutluðum við vinkonu hennar heim og fórum svo heim til okkar. Þá hjólaði ég í einn og hálfan tíma og notaði tímann og var að skipuleggja að strákurinn var að fara að gista í skólanum- ganga frá pizza kaupum og eitthvað. Eftir að ég var búinn að hjóla tók ég hann til og keyrði með dótið í skólann. Eftir það þurfti ég aftur að fara í búð og svo eldaði ég mat á meðan ég tók vinnusímtal. Núna var ég að klára að borða (20:06) og er að horfa á fréttir. Næst er að fara í bað og svo ganga frá og hjálpa stelpunni að klára búning fyrir hæfileikakeppnina. Síðan næ ég kannski aðeins að horfa á eitthvað skemmtilegt.
Ummæli