Að langa til að langa

Ég var að hlusta á podcast þar sem viðmælandinn (Arthur Brooks) sagði snilldar setningu. 

Þú byrjar fyrst að róa með straumnum þegar þig fer að langa í það sem þig langar að langa í.

Þeir ræddu þetta s.s. ekkert frekar en þetta kveikti einhver ljós í hausnum á mér og ég fór að velta fyrir mér hvaða merkingu þetta hefur í tengslum við ýmsa hluti. Suma langar til að verða ríkir en öðrum finnst eftirsótt að verða frægir.

Það er líka mjög auðvelt að setja þetta í samhengi við einhver sem langar að vera í góðu formi en endist aldrei til að mæta á æfingar:

Ég æfi → ég kemst í gott form → þá mun mig langa að æfa.

En raunin er að fyrir þá sem stunda hreyfingu er þetta svona:

Ég rækta sjálfsmynd þar sem löngunin er að æfa → æfingar → útlit og form koma (bónus)

Kannski snýst þetta ekki um að fá alltaf það sem okkur langar í, heldur að móta það sem okkur langar að langa í. Að velja ferlið áður en niðurstöðurnar koma, og treysta því að þær verði aukaafurð. Með tímanum hættir þetta að vera barátta og verður stefna. Og þá fer maður loksins að róa með straumnum.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði