Uppsveifla
| Vel útfærð 7x6min þröskuldsæfing frá því í dag. |
Eftir hálfgert hrun á taugakerfinu með hjartsláttaóreiðu og öðrum fylgikvillum, virðist horfa til betri vegar. Eins og ég hef komið inn á þá fylgdi þessu hálfgert hrun á hjólinu og ég skilaði sennilega bara 75% af því sem ég á að geta.
Ég ræddi þetta við Ingvar fyrir nokkru og við ákváðum að skrúfa FTP-ið mitt niður tímabundið og sjá hvort ég kæmi mér ekki í gang. Nú er þetta farið að skila góðum árangri og ég eflist með hverri æfingunni.
Eitt af því sem ég hef líka verið að gera er að reyna að ná meiri gæðum úr settunum, þ.e. halda jöfnu álagi og snúningi (cadence). Ég byrja rólega og vinn mig svo upp í rólegheitum. Þetta hefur svínvirkað og ég er að ná að enda síðasta settið mjög sterkur.
Annað sem ég hef verið að gera og það er að minnka þunga lyftingar fyrir fæturnar. Ég er að komast að því að þegar ég er í þröskulds og "steady state" æfingum þá eru þungar lyftingar bara of mikið fyrir mig. Ég reyni samt að komast í ræktina tvisvar í viku og fókusera meira á líkamsþyngdaræfingar og teygjur fyrir fætur. Þetta virðist hafa verið að skila sér.
Ummæli