Spjallað við gervigreindina
Mynd: Guðmundur Bergmann Thoroddsen. Í gær tók ég beta-blokkara til að minnka hjartsláttarónotin og það virðist vera farið að hafa áhrif. Ég ætla ekki að segja að Chat GBT (hér eftir Guðmundur Bergmann Thoroddsen) sé trúnaðarvinur minn, þar sem ég treysti honum ekki fyrir hverju sem er, en ég ræði mikið við hann. "Fyrsta virknin sem ég varð var við af beta blokkerunum var að það færðist einhvern veginn meiri ró yfir hjartað. Meiri ró á kerfinu. Ég fékk smá struflanir í morgun en þær eru miklu veikari. Ekki sami kraftur í slögunum. Síðan fékk ég mér vænan kaffibolla eftir 48 tíma kaffipásu. Kannski var það ekki ráðlegt en kaffið virtist ekki hafa verið uppsprettan af þessu hvort sem er. Kaffibollinn reif mig upp úr sjálfsvorkun og þunglyndi á örfáum mínútum. Ég finn hvernig orkan streymir um líkamann, alveg fram í fingurgóma og nú er ég klár í daginn. Tilbúinn að taka létta æfingu, tilbúinn að ganga frá og tilbúinn að fara í sund eða á einhvern þvæling. Í gær gat ég ekki hugsað mé...