Test gone wrong.........

Það er búið að vera erfitt að gíra sig upp í trainer lífið.

Í síðustu viku tók ég tvö test inni á trainer eins og ég var búinn að fara yfir. Í 5 mínútna testinu skeit ég alveg á mig og var 30 vöttum undir því sem ég var í febrúar 2024.Og þá var ég samt 4 kg léttari. Í 20 mínútna FTP testinu hætti ég svo þegar 8 mínútur voru eftir því ég hélt ekki uppi neinu power (246w í 12 mínútur). Ég hef aldrei gefist upp á neinu svona og var vægast sagt svekktur með sjálfan mig.

Þó ég viti að það sé alveg í lagi að missa smá form á þessum árastíma þá var þetta full mikið af hinu góða og ekki beint uppörfandi að fara inn í æfingaveturinn með allar tölur í skít. Ég ákvað því að byggja aðeins upp sjálfstraustið og fara út í gær og endurtaka leikinn. Eins og mig grunaði þá var það allt önnur saga og þó ég hafi ekki alveg stútað mér þá hélt ég 279 vöttum í 20 mín sem gerir FTP upp á 264 vött sem er ca. 3.8 w/kg sem sleppur eftir off-season. 

Ég hef alltaf staðið mig mikið betur úti en nú hefur munurinn aukist mjög og ég sit uppi með spurninguna "af hverju". Byrjum á því að fara yfir 5 mikilvæg atriði sem talin er geti útskýrt að einhverju leiti afhverju erfiðara er að halda krafti inni á trainer:
  1. Kæling og loftræsting: Úti hefur maður stöðugt loftflæði sem kælir líkamann. Inni getur hitinn safnast upp, sérstaklega ef viftan er ekki nóg. Ofhitnun veldur hærri hjartslætti, hraðari þreytu og minna „power output“.
  2. Hreyfing hjólsins (stability vs. motion): Úti hreyfist hjólið náttúrulega undir manni og maður notar fleiri vöðvahópa (kjarnavöðva, mjaðmir, jafnvægi). Á trainer er hjólið fast, sem breytir lífeðlisfræðinni og gerir það erfiðara að framleiða sama kraft.
  3. Andlegt álag og hvatning: Úti fær maður sjónræna örvun, landslag, hraðaskyn og mögulega samkeppni við aðra. Á trainer vantar þetta og margir upplifa minna „drive“ til að ýta sér í hámarksafköst.
  4. Mælitæki og tækni: Aflmælir getur sýnt aðeins mismunandi tölur eftir því hvort hann er í pedölum, sveif eða trainer. Þó vel kalibrað, getur mælirinn sýnt frá 2–5% mismun, stundum meira.
  5. Hjólaergónómía og hreyfimynstur: Úti breytir maður oft taktinum – stýrir, stendur upp, tekur beygjur, breytir gripi osfv.. Á trainer er áreitið alltaf eins, sem gerir að verkum að þreyta byggist öðruvísi upp og finnst oft erfiðari við sama watt.
Af þessum hlutum er það oftasta fyrsta atriðið sem skiptir mestu máli og ég er að spá í að bæta við aukaviftu og hafa hita- og rakamæli hjá mér. Annað sem væri mjög gott að gera væri að fá sér hitamæli sem mælir líkamskjarnhita- ég bara tími því alls ekki.

Annað sem ég var að velta fyrir mér er hvort trainer-inn væri farinn að slitna og gefa sig eitthvað þannig að hann sýndi of lítið (það má alltaf vona). Í kvöld henti ég batterí í Garmin vattapedalann sem er á hjólinu inni og gerði stutta tilraun með að hjóla á Zwift og mæla vöttin á sama tíma á Garmin. Fyrstu vísbendingar eru þær að það sé ekki svo mikill munur á þessum mælum og ég verð því að finna einhverja aðra skýringu.

Á morgun á ég þröskuldsæfingu sem er 3x8mín og ég ætla að samkeyra Garmin við Zwiftið og hlaða svo skránum inn á DCR Analyzer til að sjá muninn í lengri tíma á meiri ákefð.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði