h JartSl átt ar....óre..iða

Leyfum Chat GBT að eiga mynd dagsins.

Það eru ekki búin að vera jólin hjá mér upp á síðkastið. Ég hef verið með þrálátar hjartsláttartruflanir og er ekki að finna út úr því hvað veldur. Þetta tengist að öllum líkindum álagi og kaffi. Hvað er álag? Álag er = daglegt líf + vinna + æfingar og stressið sem því fylgir. Af þessu er fljótlegast að hafa áhrif á æfingarnar og það mun ég nú þurfa að gera. Og svo er það blessað kaffið. Á morgun neyðist ég til að prufa að taka það alveg út.

Í gær fór ég til læknis sem vildi meina að þetta væri að öllum líkindum skaðlaust en taldi samt mikilvægt að losna við þetta. Ég fór í hjartalínurit, blóðþrýtstingur var tekinn ásamt súrefnismettun. Línuritið var ekki normal en hitt var í lagi. Hann skrifaði líka út betablokkera (lyf) sem ég get prufað að taka ef þetta hættir ekki. Á morgun prufa ég að sleppa kaffinu alveg og ef það nægir ekki fer ég í lyfin. Já og svo fer ég í blóðprufu í fyrramálið.

En hvaða áhrif mun þetta hafa á æfingar hjá mér? Ég má í rauninni hjóla 1-2 klst æfingar á Z1 og Z2. Z1 er náttúrulega bara hálfgert lull (oft nefnt recovery) en maður þarf aðeins að hafa fyrir Z2 og þar er púlsinn minn á bilinu 115 - 130. Sennilega er ráðlegt að ég haldi mig í lægri kanntinum til að byrja með. Og svo má ég ekki stunda þungar lyftingar og það er náttúrulega alger bömmer. Ég verð að láta mér nægja að teygja. Vonandi verða 3 vikur af þessu nóg til þess að ég geti farið að skrúfa upp álagið aftur og farið að æfa eins og maður.

Að lokum vil ég segja að þjónustan sem ég fékk á Heilsugæslunni var alveg til fyrimyndar og bæði læknir og hjúkrunarkona stóðu sig frábærlega, voru mjög nákvæm, vandvirk og hlýleg. Og ég þurfti bara að borga 500 kr. Kerfið er ekki alveg ónýtt.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði