Svik við kjósendur

Malarhjólið á meðan það var á Rift dekkjunum.

Ég ætlaði að vera búinn að kaupa mér nýjar dýpri felgur á malarhjólið en tæplega 200 þúsund króna viðgerðarkostnaður á bílnum setti þau plön út um gluggan í bili. Hugmyndin er svo að henda nagladekkjum á gömlu felgurnar svo ég geti róterað á milli þegar vel viðrar. Ég keypti líka bretti sem er auðvelt að setja á og kippa í burtu en það á eftir að bora eitt gat í frambrettið og finna eina skrúfu.

Garmin framljós sem mun nýtast vel til að gera mann sýnilegri í umferðinni.

Annars gengur lífið sinn vanagang og æfingar hafa gengið vel þrátt fyrir að smá hjartsláttaóreiða hafi gert vart við sig. Ég átta mig ekki á hvort þetta tengist álagi (æfingar + vinna) eða öðrum þáttum; t.d. vökvaskorti, saltskorti eða allt of miklu koffíni. Það eina sem ég get gert í bili er að byrja á kaffinu en ég er líka búinn að panta tíma hjá lækni til að vera viss. 

En varðandi æfingarnar þá erum við í bullandi base tímabili þar sem ég er að fá duglegan skammt af threshold, steady state, tempo (pardon my french) og lyftingum. Til að fitta þessu öllu inn í vikuna og passa upp á að ég brenni ekki upp þá töku við auka frídag. Þessi vika lítur t.d. svona út:
  • Mánudagur: Frí
  • Þriðjudagur: Lyftingar (morgun) + 2 klst. threshold (seinnipart)
  • Miðvikudagur: 1,5 klst Tempo
  • Fimmtudagur: Frí
  • Föstudagur: 1,5 klst Endurance
  • Laugardagur: Lyftingar + 1,5 klst Steady State
  • Sunnudagur: 2 klst Endurance
Samtals: 10,5 klst. 

Enn sem komið er þá er þetta vel viðráðanlegt og mér finnst ég vera í fínu formi miðað við árstíma. Ég er 2-3 kg þyngri en í sumar en lappirnar eru seigar og ég finn að úthaldið er gott. Smá svona gravel/diesel fílingur. 

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði