Æfingar rúlla af stað...

Innanbæjar graveltúr í síðustu viku. 

Eftir þriggja vikna off-season þá hófst gleðin aftur í síðustu viku. Ég var með 10,5 klst af hjóli auk tveggja lyftingaæfinga. Ég náði mér í þokkalega strengi og varð þreyttur eftir vikuna. Þessi vika er svo "test-vika"- bæði 5 mín VO2max test og svo 20 mín FTP-test á laugardaginn.

Ég er búinn með 5 mínútna testið og ég skeit algerlega á mig og er langt frá mínu besta. Það sem ég hef mér til afsökunar er að það er eðlilegt að VO2 kraftur sé í lágmarki núna eftir krefjandi keppnistímabil. Tímabilið var kannski ekkert lengra en síðustu ár en keppnirnar voru fleiri og þar af ein mjög löng. Við reyndum því að halda mér á lífi með meiri þolæfingum og minni ákefð.

Stóra stundin kemur svo á laugardaginn þegar ég tek 20 mínútna testið og ég er að vona að þar nái ég að halda smá diesel krafti og það verði ekki sambærilegt hrap og í styttri átökum. Ég veit að ég mun ekki slá nein met enda á maður ekkert að vera of upptekinn af þessum tölum. Aðalatriðið er að fá sem bestar tölur til að stilla af prógrammið svo maður brenni ekki upp.

Annars hafa verið blendnar tilfinningar að setjast aftur inn á trainer. Ég verð að viðurkenna að ég er ekkert allt of gíraður í þetta en það vonandi kemur. En maður mun örugglega reyna að vera úti eins mikið og hægt er og það er alger guðsgjöf að vera kominn með gravel hjól- það er svo miklu skemmtilegra en að vera bara bundinn við malbikið.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði