Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2025

Ormurinn 16.08.2025 - Samantekt

Mynd
Beygt við Fljótsdalsbrúna. Mynd: Gunnar Gunnarsson Maður er búinn að keppa svo mikið að maður þarf að fara að ráða blaðamann til að semja alla þessa pistla. En nú er komið að næstsíðasta mótinu í ár, Orminum (taka V). Eins og margoft hefur komið fram þá er þetta mót alltaf uppáhaldsmótið mitt af fjölmörgum ástæðum. Má þar helst nefna brautina sem er ótrúlega skemmtileg, félaggskapinn og fólkið, umgjörðina og skipulagið þar sem allt er upp á tíu. En fyrir þá sem þekkja ekki brautina þá er hér eldri pistill. Það var skollin  á einmuna blíða strax klukkan 08:00 um morguninn. Mynd: Ágúst Bragi Daðason Veður og klæðnaður Í þetta skipti fær veðurstofan 10 í einkunn fyrir bestu spá í heimi sem stóðst 100%. Spáin gerði ráð fyrir allt að +27°C en veðurguðirnir gerðu gott betur og splæstu í +29.9°C á Egilsstaðaflugvelli þegar best lét. Hitastigið á hjólatölvunni sýndi 28°C þegar við komum í mark. Þetta var geggjað!! Ég var í síðerma keppnistreyju (gleymdi stutterma) og stuttum buxum. Fann e...

Grefillinn 9.ágúst 2024 - Recap

Mynd
Þessi mynd eftir Arnold Björnsson finnst mér lýsa Greflinum svo ótrúlega vel. Á myndinni eru Addi Gústafs og Gummi Sveins. Jæja þá er önnur gravel keppni ársins (og lífsins) búin og ég ætla bara að leyfa mér að vera ánægður með hana. Ánægjan snýr að mestu leiti að því hvað þetta var gaman, hvað veðrið var gott og hvað það var fallegt. Er það ekki það sem þetta snýst allt um?  Þegar ég fór af stað í að græja mig fyrir gravel þá var ég með rómantískar hugmyndir um hvernig þetta "ætti" að vera en upplifði lítið sem ekkert af því í Riftinu. Ég var búinn að sjá fyrir mér að diesel-ast áfram eftir fallegum malarvegum sem liðast um sveitir landsins í góðum félagsskap. Vera með beljur á beit og bændur að klóra sér í pungnum á hliðarlínunni. Riftið var meira að hossast grenjandi um apalhraun og velta fyrir sér að gleypa rafhlöðuna úr afturskiptinum svo maður hefði afsökun fyrir að fá far til byggða. Ekki misskilja mig, ég er ekki búinn að gefa Riftið upp á bátinn, það er bara annar le...

Grefill ✅ - pistill á leiðinni ☀️

Mynd
Ég nennti ekki að þrífa hjólið þegar ég kom heim í gærkvöldi og það svaf skítugt í stofunni. Þá er Grefillinn búinn og það er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög ólík upplifun miðað við Riftið. Svart og hvítt. Ég fór auðvitað styttra núna og það munar mikið um það en svo var bara svo miklu skemmtilegra að vera á braut þar sem maður hélt meiri hraða. Þetta var eins og ég hafði ímyndað mér malarhjólreiðar. Í stuttu máli; frábær braut, geggjað veður, frábær félagskapur, skemmtilegir vegir og óhemju fallegt umhverfi. En ég mun skrifa pistil um þetta fljótlega. Daginn í dag hef ég nýtt eins og ég hef getað í endurheimt. Ég hjólaði1,5 klst en svo hef ég að mestu haft það náðugt, gengið frá þvotti, lagað smá til og legið í bælinu þess á milli. Og svo er það mikilvægasta: að éta og éta. Líkaminn minn öskrar á orku og næringu eftir svona erfiðar keppnir og þá er ekkert annað en að hlusta. Ég er því búinn að troða vel í mig í dag og það að langmesu leiti hollt.  Ég reyni að henda inn pis...

Hjólabras

Mynd
Conti Terra Trail 45mm komin undir. Ég er að fara suður að athuga hvort Ingvar geti fittað mig betur á gravel hjólið og svo keppa í 100 km í Greflinum á laugardaginn. Ég þurfti því að taka hjólið aðeins í gegn og ákvað að skipta um dekk í leiðinni. Ég hef verið ánægður með Schwalbe G-One Pro r (50 mm) sem ég keypti sérstaklega fyrir Riftið en mér hefur samt fundist þau vera svolítið hæg og þung, sérstaklega upp brekkur og á sléttari vegum. En þau skína á grófum köflum og veita öryggi í tæknilegum köflum þegar maður fer niður í móti. Ég hafði því grun um að ég sennilega yrði ég betur settur á 45 mm Conti dekkjunum sem komu undir hjólinu, bæði í Greflinum og Súlum. Ég ætlaði nú ekki að nenna að fara í þetta en Ingvar mælti með að ég myndi skipta og ég ákvað að treysta honum. Klukkan 10 í morgun byrjað ég svo að brasa í hjólinu og það má segja að endingu hafi allur dagurinn farið í hjólastúss. Þrífa hjólið og felgurnar, taka keðjuna af og þrífa hana og svo að lokum heitvaxa. Rífa svo Schw...