Ormurinn 16.08.2025 - Samantekt
Beygt við Fljótsdalsbrúna. Mynd: Gunnar Gunnarsson Maður er búinn að keppa svo mikið að maður þarf að fara að ráða blaðamann til að semja alla þessa pistla. En nú er komið að næstsíðasta mótinu í ár, Orminum (taka V). Eins og margoft hefur komið fram þá er þetta mót alltaf uppáhaldsmótið mitt af fjölmörgum ástæðum. Má þar helst nefna brautina sem er ótrúlega skemmtileg, félaggskapinn og fólkið, umgjörðina og skipulagið þar sem allt er upp á tíu. En fyrir þá sem þekkja ekki brautina þá er hér eldri pistill. Það var skollin á einmuna blíða strax klukkan 08:00 um morguninn. Mynd: Ágúst Bragi Daðason Veður og klæðnaður Í þetta skipti fær veðurstofan 10 í einkunn fyrir bestu spá í heimi sem stóðst 100%. Spáin gerði ráð fyrir allt að +27°C en veðurguðirnir gerðu gott betur og splæstu í +29.9°C á Egilsstaðaflugvelli þegar best lét. Hitastigið á hjólatölvunni sýndi 28°C þegar við komum í mark. Þetta var geggjað!! Ég var í síðerma keppnistreyju (gleymdi stutterma) og stuttum buxum. Fann e...