Grefill ✅ - pistill á leiðinni ☀️
![]() |
| Ég nennti ekki að þrífa hjólið þegar ég kom heim í gærkvöldi og það svaf skítugt í stofunni. |
Þá er Grefillinn búinn og það er óhætt að segja að þetta hafi verið mjög ólík upplifun miðað við Riftið. Svart og hvítt. Ég fór auðvitað styttra núna og það munar mikið um það en svo var bara svo miklu skemmtilegra að vera á braut þar sem maður hélt meiri hraða. Þetta var eins og ég hafði ímyndað mér malarhjólreiðar. Í stuttu máli; frábær braut, geggjað veður, frábær félagskapur, skemmtilegir vegir og óhemju fallegt umhverfi. En ég mun skrifa pistil um þetta fljótlega.
Daginn í dag hef ég nýtt eins og ég hef getað í endurheimt. Ég hjólaði1,5 klst en svo hef ég að mestu haft það náðugt, gengið frá þvotti, lagað smá til og legið í bælinu þess á milli. Og svo er það mikilvægasta: að éta og éta. Líkaminn minn öskrar á orku og næringu eftir svona erfiðar keppnir og þá er ekkert annað en að hlusta. Ég er því búinn að troða vel í mig í dag og það að langmesu leiti hollt.
Daginn í dag hef ég nýtt eins og ég hef getað í endurheimt. Ég hjólaði1,5 klst en svo hef ég að mestu haft það náðugt, gengið frá þvotti, lagað smá til og legið í bælinu þess á milli. Og svo er það mikilvægasta: að éta og éta. Líkaminn minn öskrar á orku og næringu eftir svona erfiðar keppnir og þá er ekkert annað en að hlusta. Ég er því búinn að troða vel í mig í dag og það að langmesu leiti hollt.
Ég reyni að henda inn pistli um Grefilinn fljótlega og vona að það komi einhverjar myndir á netið. Ég nefnilega tók enga

Ummæli