Hjólabras
| Conti Terra Trail 45mm komin undir. |
Ég er að fara suður að athuga hvort Ingvar geti fittað mig betur á gravel hjólið og svo keppa í 100 km í Greflinum á laugardaginn. Ég þurfti því að taka hjólið aðeins í gegn og ákvað að skipta um dekk í leiðinni.
Ég hef verið ánægður með Schwalbe G-One Pro r (50 mm) sem ég keypti sérstaklega fyrir Riftið en mér hefur samt fundist þau vera svolítið hæg og þung, sérstaklega upp brekkur og á sléttari vegum. En þau skína á grófum köflum og veita öryggi í tæknilegum köflum þegar maður fer niður í móti.
Ég hafði því grun um að ég sennilega yrði ég betur settur á 45 mm Conti dekkjunum sem komu undir hjólinu, bæði í Greflinum og Súlum. Ég ætlaði nú ekki að nenna að fara í þetta en Ingvar mælti með að ég myndi skipta og ég ákvað að treysta honum.
Klukkan 10 í morgun byrjað ég svo að brasa í hjólinu og það má segja að endingu hafi allur dagurinn farið í hjólastúss. Þrífa hjólið og felgurnar, taka keðjuna af og þrífa hana og svo að lokum heitvaxa. Rífa svo Schwalbe dekkin af felgunum, þrífa úr þeim dekkjadrulluna (sealant) og að lokum koma Conti dekkjunum upp á aftur.
Það getur verið nokkuð bras að setja upp slöngulaus dekk en yfirleitt hefur mér gengið það vel. Núna er ég hinsvegar byrjaður að nota sealant frá Silca sem er mjög öflugur og maður þarf að hafa snar handtök ef maður ætlar að koma honum í gegnum ventlana. Til að gera langa sögu stutta var ég búinn að sprengja 60 ml sprautu yfir alla stofuna hjá mér og gjörsamlega orðinn bjrálaður.
Það getur verið nokkuð bras að setja upp slöngulaus dekk en yfirleitt hefur mér gengið það vel. Núna er ég hinsvegar byrjaður að nota sealant frá Silca sem er mjög öflugur og maður þarf að hafa snar handtök ef maður ætlar að koma honum í gegnum ventlana. Til að gera langa sögu stutta var ég búinn að sprengja 60 ml sprautu yfir alla stofuna hjá mér og gjörsamlega orðinn bjrálaður.
Eftir að hafa dregið andann djúpt og skrúbbað allt með heitu sápuvatni náði ég svo að klára þetta og þetta virðist hafa tekist bærilega. En í öllu þessu brasi gat ég nú samt ekki annað en hugsað hvað slöngur eru að mörgu leiti mikil snilld og þrifalegri. Það er allavega á hreinu að ég nenni ekki að gera þetta oftar en þarf.
Í vetur mun ég væntanlega setja nagladekk á gravelhjólið og þá hendir maður bara í slöngu. En svo þarf maður væntanlega að gera þetta tvisvar næsta sumar ef maður ætlar í Riftið. Best hefði nú samt verið að finna dekk og breidd sem maður hefði getað notað í allt.
Í vetur mun ég væntanlega setja nagladekk á gravelhjólið og þá hendir maður bara í slöngu. En svo þarf maður væntanlega að gera þetta tvisvar næsta sumar ef maður ætlar í Riftið. Best hefði nú samt verið að finna dekk og breidd sem maður hefði getað notað í allt.
Ummæli