Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2025

Mývatnshringurinn

Mynd
Mynd tekin í maí 2021. Nú eru liðin rétt 4 ár síðan ég þorði fyrst að skrá mig í hjólakeppni. Þetta hafði blundað í mér í svolítinn tíma en tilhugsunin var yfirþyrmandi. Allir hjólandi í bing á miklum hraða og hangandi í kjölsoginu hver á eftir öðrum. Svo var einhver rosaleg taktík sem maður þurfti að kunna ef maður ætlaði að eiga einhvern séns á því að vera framarlega. Eftir að hafa gengið með þetta í maganum í einhvern tíma varð þó úr að ég skráði mig í Mývatnshringinn 2021 sem fram fór í hávaða sunnan roki eins og það gerist best. Ég fór inn í keppnina með hugarfar hlauparans að byrja ekki of skarpt, en það kom duglega í hausinn á mér. Fljótlega lenti ég einn á auðum sjó og missti stóran hóp framúr mér og átti aldrei séns eftir það einn á móti vindinum. Ég hafnaði í 18. sæti en ef ég hefði verið grimmari í upphafi hefði ég ábyggilega endað eitthvað ofar. Ég hef ekki keppt í Mývatnshringnum síðan þetta var en á því verður breyting á morgun. Þetta var ekki á keppnisdagatalinu hjá mér ...

6 tímar á hjólinu og rúmir 15 í vikunni...

Mynd
Sæmileg vika, hvíldarvika og svo 2 stórar vikur. Ég fór ekki yfir Vaðlaheiðina í dag eins og ég ætlaði mér því veðrið var slæmt þegar ég var að fara upp. Mér var hrollkalt og það rigndi. Ég snéri því við og pikkaði Hörpu upp og við skelltum okkur einn hring. Fórum yfir gömlu brýrnar og áleiðis upp á heiði. Þá hafði stytt upp en var ennþá kalt. Eftir að ég droppaði henni heim þá þvældist ég um í 3,5 klukkutíma þar ég hafði fyllt tæpa sex. Ég er enn að venjast þessu gravel dæmi fyrir efri partinn en mér leið miklu betur en um síðustu helgi.  Eins og sjá má þarna uppi er ég kominn með 2 býsna góðar vikur og hlakka til að sjá hvað Ingvar setur á mig í næstu viku. Á spánni sýnist mér að veðrið sem er framundan sé fínasta maí veður, en maður er svo spilltur eftir blíðuna að maður vill meira.

Olnbogabörn

Mynd
Á leiðinni upp á Vaðlaheiði. Þau eru mörg olnbogabörnin í lífi mínu þessa dagana. Ber þar hæst heimilið, sem er orðið ansi skrautlegt miðað við venjulega, plönturnar mínar sem hafa ekki fengið umpottun þó komið sé vel fram í maí og svo er það þetta blog sem ég er farinn að gleyma heilu og hálfu vikurnar.  Lífið snýst um vinnu og hjól þessa dagana. Ég passa náttúrulega að börnin hafi í sig og á en ég hef ekki sinnt þeim mikið. Það er lán í óláni að þau eru úti allan daginn og eru rosalega aktív. Er það ekki þannig sem þetta var í gamla daga? Fulldempaða fjallahjólið sem Brynleifur fékk í fermingagjöf sló rækilega í gegn og hann hjólar öllum stundum. Æfingar hjá mér þessa dagana snúast um að búa mig undir 170 km í Súlum Vertical . Við erum að fjölga klukkutímum og ég reyni að taka sem flestar æfingar á gravel hjólinu. Um síðustu helgi fór ég yfir Vaðlaheiðina, Dalsmynnið og Skuggabjargarskó. Þetta voru bara 108 km en ég var gjörsamlega orðinn steiktur í efri hluta líkamans og var að ...

Stormur

Mynd
Maður ætti kannski ekki að kvarta á meðan maður getur hjólað úti, en það er búið að vera helvíti hvasst upp á síðkastið. Þetta er ein af þessum vikum þar sem maður fer á fætur kl. 07:00 og stoppar ekki þar til maður leggst á koddann kl. 23:00. Og í fyrramálið flýg ég svo til Reykjavíkur og verð fram á föstudagskvöld. Ingvar setti mig í frí báða ferðadagana og það verða því ekki nema 4 æfingar í vikunni, samtals 8 klst. Ingvar hefur verið að láta mig taka nokkuð mikið af loftfirrtum (anaerobic) og styttri VO2max æfingum (30/30's osfv) og við erum því að keyra upp ákefðina. Í dag er mánuður í fyrstu keppni (170 km Súlur gravel) og ég þarf eiginlega að fara að heyra í Ingvari hvernig planið er.  Annars er formið á mér vona la la, get alveg tekið vel á því en þyngdin að halda aftur af mér í brekkunum. Það er í vinnslu. Meira síðar