6 tímar á hjólinu og rúmir 15 í vikunni...
![]() |
| Sæmileg vika, hvíldarvika og svo 2 stórar vikur. |
Ég fór ekki yfir Vaðlaheiðina í dag eins og ég ætlaði mér því veðrið var slæmt þegar ég var að fara upp. Mér var hrollkalt og það rigndi. Ég snéri því við og pikkaði Hörpu upp og við skelltum okkur einn hring. Fórum yfir gömlu brýrnar og áleiðis upp á heiði. Þá hafði stytt upp en var ennþá kalt. Eftir að ég droppaði henni heim þá þvældist ég um í 3,5 klukkutíma þar ég hafði fyllt tæpa sex. Ég er enn að venjast þessu gravel dæmi fyrir efri partinn en mér leið miklu betur en um síðustu helgi.
Eins og sjá má þarna uppi er ég kominn með 2 býsna góðar vikur og hlakka til að sjá hvað Ingvar setur á mig í næstu viku. Á spánni sýnist mér að veðrið sem er framundan sé fínasta maí veður, en maður er svo spilltur eftir blíðuna að maður vill meira.
Eins og sjá má þarna uppi er ég kominn með 2 býsna góðar vikur og hlakka til að sjá hvað Ingvar setur á mig í næstu viku. Á spánni sýnist mér að veðrið sem er framundan sé fínasta maí veður, en maður er svo spilltur eftir blíðuna að maður vill meira.

Ummæli