Stormur

Maður ætti kannski ekki að kvarta á meðan maður getur hjólað úti, en það er búið að vera helvíti hvasst upp á síðkastið.

Þetta er ein af þessum vikum þar sem maður fer á fætur kl. 07:00 og stoppar ekki þar til maður leggst á koddann kl. 23:00. Og í fyrramálið flýg ég svo til Reykjavíkur og verð fram á föstudagskvöld. Ingvar setti mig í frí báða ferðadagana og það verða því ekki nema 4 æfingar í vikunni, samtals 8 klst.

Ingvar hefur verið að láta mig taka nokkuð mikið af loftfirrtum (anaerobic) og styttri VO2max æfingum (30/30's osfv) og við erum því að keyra upp ákefðina. Í dag er mánuður í fyrstu keppni (170 km Súlur gravel) og ég þarf eiginlega að fara að heyra í Ingvari hvernig planið er. 

Annars er formið á mér vona la la, get alveg tekið vel á því en þyngdin að halda aftur af mér í brekkunum. Það er í vinnslu. Meira síðar

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði