Rækt í morgun....
Ég skellti mér í ræktina í morgun. Ég sofnaði aðeins seinna í gær en ég ætlaði út af einhverjum smá pirringi og hafði áhyggjur af því að það yrði erfitt að vakna. En það gekk bara vel og fínt að komast út í daginn. Það var slatti af fólki á Bjargi á þessum tíma en ekkert sem truflaði. Ég byrjaði á réttstöðu en ég er ekki ennþá komin í lag eftir brákaða rifbeinið. Ég átti nóg með að vera með 80 kg og fann alveg að það var langt síðan ég hafði gert þetta. Síðan tók ég Bulgarian split squat, planka, bekk ofl. Endaði svo á smá teygjum. Ég náði að keyra rútínuna í gegn á 38 mínútum sem er fínt. Seinna í dag er strembin tempo-æfing sem er 1:44 klst. Vonandi verð ég ekki eftir mig eftir lyftingarnar.