Vikulok ☑️
Síðustu 4 vikur í æfingum. Ég kláraði þessa viku í morgun með 3 klst. endurance æfingu. Vikan gekk í rauninni vel en ég er samt búinn að vera alveg lúinn í fótunum. Veit ekki hvort það sé meira út af lyftingum eða bara vegna þess að við erum að bæta í klukkutímana á hjólinu nokkuð hratt. Nú taka við 2-3 dagar í Mývatnssveit og smá hvíld frá hjólinu. Ég hugsa samt að ég taki með mér hlaupadót til að kíkja út á jóladagsmorgunn. Það er svo miklu betra að éta ef maður hreyfir sig aðeins.