Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2024

Rækt í morgun....

Ég skellti mér í ræktina í morgun. Ég sofnaði aðeins seinna í gær en ég ætlaði út af einhverjum smá pirringi og hafði áhyggjur af því að það yrði erfitt að vakna. En það gekk bara vel og fínt að komast út í daginn. Það var slatti af fólki á Bjargi á þessum tíma en ekkert sem truflaði. Ég byrjaði á réttstöðu en ég er ekki ennþá komin í lag eftir brákaða rifbeinið. Ég átti nóg með að vera með 80 kg og fann alveg að það var langt síðan ég hafði gert þetta. Síðan tók ég Bulgarian split squat, planka, bekk ofl. Endaði svo á smá teygjum. Ég náði að keyra rútínuna í gegn á 38 mínútum sem er fínt. Seinna í dag er strembin tempo-æfing sem er 1:44 klst. Vonandi verð ég ekki eftir mig eftir lyftingarnar.

Vika 1

Mynd
"Byrja rólega" sagði Ingvar.... ég veit það nú ekki. Ég ætti að skammast mín fyrir að hafa ekki kvittað hér inni svo vikum skiptir. En ætli það beri ekki bara vitni um að lífið hefur verið í gangi.  Nú eru æfingar að byrja aftur og Ingvar búinn að henda inn æfingum fyrir vikuna. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að púlla þetta en ég hef átt í fullu fangi með að klára 5 tíma á hjólinu með tveimur lyftingaæfingum. Núna fer þetta að fara upp í 10-14 klst á viku auk lyftinga. Hvað er ég að hugsa? Til að ná að gera allt í dag varð ég að vakna klukkan 05:30 í morgun til að hjóla. Á morgun fer ég svo í ræktina um kl. 06:00 og tek svo hjólaæfingu eftir vinnu. Mig langar að væla yfir þessu en það er víst ég sem kalla þetta yfir mig. Áfram veginn.... d