Vika 1
"Byrja rólega" sagði Ingvar.... ég veit það nú ekki. |
Ég ætti að skammast mín fyrir að hafa ekki kvittað hér inni svo vikum skiptir. En ætli það beri ekki bara vitni um að lífið hefur verið í gangi.
Nú eru æfingar að byrja aftur og Ingvar búinn að henda inn æfingum fyrir vikuna. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að púlla þetta en ég hef átt í fullu fangi með að klára 5 tíma á hjólinu með tveimur lyftingaæfingum. Núna fer þetta að fara upp í 10-14 klst á viku auk lyftinga. Hvað er ég að hugsa?
Til að ná að gera allt í dag varð ég að vakna klukkan 05:30 í morgun til að hjóla. Á morgun fer ég svo í ræktina um kl. 06:00 og tek svo hjólaæfingu eftir vinnu. Mig langar að væla yfir þessu en það er víst ég sem kalla þetta yfir mig. Áfram veginn....
d
Ummæli