Vika 1

"Byrja rólega" sagði Ingvar.... ég veit það nú ekki.

Ég ætti að skammast mín fyrir að hafa ekki kvittað hér inni svo vikum skiptir. En ætli það beri ekki bara vitni um að lífið hefur verið í gangi. 

Nú eru æfingar að byrja aftur og Ingvar búinn að henda inn æfingum fyrir vikuna. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að púlla þetta en ég hef átt í fullu fangi með að klára 5 tíma á hjólinu með tveimur lyftingaæfingum. Núna fer þetta að fara upp í 10-14 klst á viku auk lyftinga. Hvað er ég að hugsa?

Til að ná að gera allt í dag varð ég að vakna klukkan 05:30 í morgun til að hjóla. Á morgun fer ég svo í ræktina um kl. 06:00 og tek svo hjólaæfingu eftir vinnu. Mig langar að væla yfir þessu en það er víst ég sem kalla þetta yfir mig. Áfram veginn....


d

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Útivera

Negri í Þistilfirði

Bikarmót #1 - 2023 - Recap