Stay tuned!
Hjólatúr í Svarfaðadal í gær. Ég er búinn að vera að vinna í að gera upp mótið um síðustu helgi. Að venju er það frekar ítarlegur pistill og tekur tíma- sem ég hef ekki mikið af. En það gengur þokkalega og hann fer vonandi í loftið á morgun. Það er hvíldarvika hjá mér á hjólinu sem er 9,5 klst af hreinu endurance. Í gær ákváðum við Harpa að fá smá tilbreytingu og skelltum okkur til Dalvíkur eftir vinnu. Planið var að taka allavega 2 hringi í Svarfaðadal og það byrjaði vel. Veðurskilyrði frábær og við héldum að meðaltali hraða upp á 32 km/klst. Við afleggjarann á Skíðadal stoppuðum við til að fá okkur bita og taka myndir og þar sem ég var með framdekkið í vegkanntinum byrjaði allt í einu að frussast úr því loftið. Ég fékk ekki við neitt ráðið og varð að lokum að játa mig sigraðan. Harpa kláraði hringinn og pikkaði mig svo upp. Það var djöfull erfitt að koma Schwalbe One undir en vonandi verður það til friðs næsta árið. Þetta var helvíti svekkjandi því þetta eru dýrustu og bes...