Færslur

Sýnir færslur frá maí, 2024

Stay tuned!

Mynd
Hjólatúr í Svarfaðadal í gær. Ég er búinn að vera að vinna í að gera upp mótið um síðustu helgi. Að venju er það frekar ítarlegur pistill og tekur tíma- sem ég hef ekki mikið af. En það gengur þokkalega og hann fer vonandi í loftið á morgun. Það er hvíldarvika hjá mér á hjólinu sem er 9,5 klst af hreinu endurance. Í gær ákváðum við Harpa að fá smá tilbreytingu og skelltum okkur til Dalvíkur eftir vinnu. Planið var að taka allavega 2 hringi í Svarfaðadal og það byrjaði vel. Veðurskilyrði frábær og við héldum að meðaltali hraða upp á 32 km/klst.  Við afleggjarann á Skíðadal stoppuðum við til að fá okkur bita og taka myndir og þar sem ég var með framdekkið í vegkanntinum byrjaði allt í einu að frussast úr því loftið. Ég fékk ekki við neitt ráðið og varð að lokum að játa mig sigraðan. Harpa kláraði hringinn og pikkaði mig svo upp.  Það var djöfull erfitt að koma Schwalbe One undir en vonandi verður það til friðs næsta árið. Þetta var helvíti svekkjandi því þetta eru dýrustu og bes...

Mývatnshringur - Bikarmót #1 - upphitun

Mynd
VO2 max æfing í gær. Jæja nú er fyrsta keppni sumarsins að skella á og ég er stressaður eins og venjulega. Ofan á vanalega óttann sem fylgir hjólamótum (hræðsla við að detta eða lenda í slysi, vera skilinn eftir og bilanir) þá bætist ofan á þetta pressa um að standa mig. Ég er að fara að keppa við marga sem hafa ekki hjólað nándar nærri eins mikið og ég í vetur og það væri hallærislegt að verða á eftir þeim. Þegar ég horfi á hópinn þá held ég að ég ætti að geta endað ofarlega miðað við formið sem ég er í, en það er nú bara hluti af þessu. Til að ég nái að enda ofarlega í þessu móti þá þarf ég að vera klókur. Ég þarf að halda aftur af mér fyrri hluta keppninnar og reyna að sýna ekki á spilin ef ég er að eiga góðan dag. Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að ekki er ólíklegt að meðalhraðinn frá Másvatni og niður í Reykjadal geti orðið 50 km/klst ef það verður sunnanátt og Brúnabrekkan veldur mér smá áhyggjum. Ég þarf að reyna að halda mér fremsta hópi alveg að Prestkvömmunum (64km). Þá ...

Álagspróf fyrir keppni

Mynd
40 mínutur á stöðugu álagi (steady state). Nú er ekki nema rétt vika í fyrstu keppni og ég farinn að fá í magann út af þessu. Stundum velti ég því fyrir mér hvað ég er eiginlega að gera sjálfum mér með að vera að keppa í þessum blessuðu hjólreiðum. Ég hef litla trú á sjálfum mér, maður er alltaf með smá hræðslu við að lenda í slysi í hópnum, mér finnst ég ekki tilheyra í þessum hópi, finn fyrir hræðslu að missa hópinn (game over) og svo er náttúrulega leit af einhverju sem er jafn krefjandi líkamlega. Og eftir að hafa verið hjá þjálfara í allan vetur upplifi ég miklu meiri pressu á að standa mig. Til að róa mig rifja ég upp síðasta bikarmót ársins í fyrra þar sem mér fannst ég loksins vera öruggari í hópnum og þorði að láta að mér kveða. Þó úrslitin hafi ekki verið frábær, þá kom ég brosandi út úr því móti. Annars er staðan á mér núna sennilega betri en hún hefur nokkurntíma verið. Ég er reyndar 2-3 kg. þyngri en ég vildi vera en ég hef aldrei verið með meira power í löppunum. Í gær t...

Útiæfingar

Mynd
Það sem er gott að komast út að hjóla. Það er reyndar ekki mjög sumarlegt í Eyjafirðinum ennþá en þegar hitinn fer yfir 5°C og það helst þurrt, þá er þetta fínt. Ég held að margir átti sig ekki á því hvað við höfum það gott hérna fyrir norðan varðandi góðar leiðir til að vera á götuhjólum. Margar leiðir, lítil umferð og gott úrval af góðum brekkum til að æfa sig í. Ég bið ekki um meira, nema kannski fleiri blíðviðrisdaga og lengra sumar. Æfingar ganga vel og Ingvar er kominn með mig í "race phase". Það þýðir að æfingamagn í klukkustundum fer niður og ákefðin fer upp. Löngu threshold æfingarnar eru nú að baki og styttri æfingar með hörðum sprettum hafa tekið við. Við erum að skerpa sverðið fyrir keppnistímabilið og það er að virka. Ég hef lengi verið meðvitaður um hvernig þetta er gert en það er öðruvísi að fara í gegnum þetta með þjálfara. Ekki bara öðruvísi, heldur allt annað líf. Ég treysti honum fyrir að setja upp besta planið, geri það sem hann segir og við erum ekkert að...

Dagbók

07:00 vakna, smá kaffi, smoothy og allir að græja sig 07:45 labba af stað í vinnu 11:45 labba yfir í Háskóla og ná sér í salat 15:20 labba heim úr vinnu 16:00 fara og kaupa hjólahjálm með Dagbjörtu og skutla í fimleika 16:30 fara í Bónus að versla 17:00 fara heim, ganga frá og undirbúa mat 17:45 teygja og gera smá styrktaræfingar á milli húsverka 18:30 sækja Dagbjörtu 19:15: borða fiskrétt með hrísgrjónum og salati 19:45 setjast í sófann og taka fréttir  Nú er stefnan tekin á að leggjast fyrir og horfa á recap frá 3 fyrstu dagleiðum Giro d'Italia. Síðan á síðasta þáttinn af Baby Reindeer á Netflix sem er ekkert minna en stórkostleg sería. Hvað er annars að frétta af þessu Bakgarðshlaupi? Ætli sé hægt að finna upp eitthvað mikið verra fyrir heilsuna? Nei bara pæling...

Bakverkir

Mynd
Bakverkir geta verið af ýmsum orsökum. Ég er búinn að vera með bakverki upp á síðkastið og ég veit alveg upp á mig skömmina. Ég er farinn að gera það sem ég ætlaði mér aldrei, þ.e. að hjóla bara og hjóla en hunsa aðra líkamsrækt, s.s. teygjur og styrktaræfingar.  Ég var frekar slæmur í gær og fann líka fyrir þessu á meðan ég var að hjóla, sem er nýtt. Áður en ég segi hvað ég gerði í gækvöldi til að vinna á þessu, þá ætla ég að renna yfir hugsanlegar ástæður þess að ég er orðinn svona stífur: Aftanverðir lærvöðvar veikir og/eða stífir (hamstring) Slappir magavöðvar Stífir hip-flexors (mjaðma-beygjar??) Stífir lærðvöðvar að framan Stífir og/eða veikir rassvöðvar- djúpu og/eða stóru Little Thunderbolt Pose En eins og ég sagði, þá var ég orðinn það tæpur í gær að ég tók mig til og gerði alveg heljarinnar teygjurútínu fyrir alla þess vöðvahópa sem ég taldi upp hér að framan, og viti menn, þegar ég steig fram úr rúminu í morgun fann ég ekki fyrir neinu!!! En það er tvennt í þessu sem ég ...