Gamlársdagur
Ég og ungarnir mínir á vatninu. Nú er ég fyrst og fremst að stimpla mig hér inn til að fylla inn í eyðu og kvitta fyrir árið. Við börnin höfðum það mjög gott yfir hátíðirnar og við brölluðum ýmisslegt. Fóru í Mývatnssveitina á jóladag þar sem við komumst í fjárhúsin og skruppum út á vatn að leika okkur. Við reyndar vorum ekki með skauta en það var samt gaman. Annars var bara áherslan lögð á að spila, leika sér með jólagjafirnar og hafa það gott. Nú eru börnin komin í Skagafjörðinn með mömmu sinni og ætla að vera þar yfir áramótin. Þetta verða fyrstu áramótin sem ég verð ekki með þeim og það er svolítið skrítið. Ég hef ekkert verið að velta því of mikið fyrir mér en er viss um að það verður tregablandin stund þegar klukkan slær 12 í kvöld. En þetta er eitthvað sem maður verður að venjast og kannski má segja að þetta sé enn ein varðan í þessum tilfinningalega rússíbana sem skilnaðarferlið er. En ég held að ég geti sagt að í heildina hafi árið verið býnsa gott og nú ætla ég að taka það he...