Færslur

Sýnir færslur frá desember, 2020

Gamlársdagur

Mynd
Ég og ungarnir mínir á vatninu. Nú er ég fyrst og fremst að stimpla mig hér inn til að fylla inn í eyðu og kvitta fyrir árið. Við börnin höfðum það mjög gott yfir hátíðirnar og við brölluðum ýmisslegt. Fóru í Mývatnssveitina á jóladag þar sem við komumst í fjárhúsin og skruppum út á vatn að leika okkur. Við reyndar vorum ekki með skauta en það var samt gaman. Annars var bara áherslan lögð á að spila, leika sér með jólagjafirnar og hafa það gott. Nú eru börnin komin í Skagafjörðinn með mömmu sinni og ætla að vera þar yfir áramótin. Þetta verða fyrstu áramótin sem ég verð ekki með þeim og það er svolítið skrítið. Ég hef ekkert verið að velta því of mikið fyrir mér en er viss um að það verður tregablandin stund þegar klukkan slær 12 í kvöld. En þetta er eitthvað sem maður verður að venjast og kannski má segja að þetta sé enn ein varðan í þessum tilfinningalega rússíbana sem skilnaðarferlið er. En ég held að ég geti sagt að í heildina hafi árið verið býnsa gott og nú ætla ég að taka það he...

Hjólin mín

Mynd
  Á leið til vinnu á "Puggnum" Ég held það hafi ekki farið framhjá neinum sem villst hafa hingað inn að ég er sjúkur í hjól. Á tímabili hélt ég kannski að þetta væri bara einhver bóla, en nú veit ég að reiðhjól eru komin til að vera í mínu lífi. Þau eru bæði áhugamál og samgöngumáti- og það er einmitt snilldin í þessu.  Sumir halda kannski að það hljóti að vera alveg ömurlegt að berjast um í slyddu og snjó, hundblautur á leið í vinnu. En það er öðru nær. Maður bara kaupir sér dýr og góð föt og passar að hjólin séu vel útbúin. Með því móti er þetta ógeðslega skemmtilegt og heldur manni í formi. Ef þetta væri ekki áhugamál hjá mér og ég ætlaði bara að nota þetta innanbæjar, þá myndi ég láta mér nægja að eiga bara eitt fjallahjól með bögglabera og góðum ljósum. En þar sem ég ætla mér að ferðast um hálendið, hef gaman af götuhjólreiðum og lengri hjólaferðalögum, þá þarf ég allavega 3 hjól. Og eiginlega vantar mig ekki fleiri hjól í augnablikinu. En hvaða hjól eru það sem ég á og ...

Allt eins og blómstrið eina

Mynd
  Einhverjar skissur Lífið er gott núna og ég ætla að leyfa mér að vera jákvæður og þakklátur. Kallið það bara væmni, eða eitthvað, who cares. En hvað er svona frábært þessa dagana. Ég fékk fyrirspurnir um einhverjar myndir frá konu í USA sem hafði séð póstkortin mín í Dyngjunni. Ég fór svo að grúska hvað ég ætti til og senda henni eitthvað til baka. Þetta hleypti smá lífi í mann og áhuginn er eitthvað að koma aftur. Síðan var haft samband við mig og ég beðinn að gera eina mynd í jólagjöf. Ég hef þúsund sinnum lofað sjálfum mér að hætta þessu, en gat að sjálfsögðu ekki sagt nei. Og nú á ég fyrir höndum einhver kvöld sveittur og blótandi við vinnuborðið. En tíminn flýgur á meðan. Ég er búinn að vera í jólastússi með börnin. Við erum búin að skreyta piparkökur og erum að leggja drög að ýmsu skemmtilegu. Nú styttist óðum í Stekkjastaur, gleðin er ósvikin og spurningarnar margar. Verið að föndra og skrifa miða til jólasveinana. Nú lifir maður jólin í gegnum börnin og nýtur þess í botn....

Skák og mát

Mynd
  Brynleifur íhugar næsta leik Barnlausa vikan hjá mér hefur verið fín, en mjög róleg. Ég reyndar hljóp undir bagga með Guðrúnu á fimmtudaginn og var með börnin hjá mér fram að kvöldmat. Það var kærkomið og við drógum fram skákborðið sem ég fékk einu sinni frá pabba og Hafrúnu í jóla- eða afmælisgjöf. Ætli ég hafi ekki verið á aldur við Brynleif. Brynleifur kann eitt og annað fyrir sér í skák en Lóa er ekki búin að læra mannganginn, þannig hún var með mér í liði. Brynleifur spilaði mjög varnasinnaðan leik og það gerðist í raun ekkert fyrr en við Lóa fórum að láta okkar menn vaða út í opinn dauðann. Í lokin lékum við hvern afleikinn á fætur öðrum þar til Brynleifur loks náði að máta okkur og gleðin yfir sigrinum var ósvikin. Ég skal alveg viðurkenna að ástæðan fyrir því að ég dróg fram skákborðið er einfaldlega sú að ég horfði á Queens gambit um daginn. Ég hafði mjög gaman að því að horfa á þetta og leyfði mér ekki að fara út í of miklar pælingar um að þetta strikaði út áhæfuverk fe...