Það er orðið svo langt síðan ég bloggaði síðast að ég nenni varla að fara yfir allt sem á daga mína hefur drifið síðan þá. Hjólaferð frá Höfn á Mývatn (sem vær æði), hjólaferð með börnunum í Kjarna, almenn slökun, smá málerí og núna snýst allt um að skipuleggja ferð á hálendið næsta sumar. Ekki ráð nema í tíma sé tekið.... eða segir maður það ekki? Eins gaman og það er nú að þvælast á hjólinu í útlöndum þá kveikti hjólaferðin hér heima svo rosalega í mér með að fara upp á hálendið. Náttúrutengingin sem ég náði í þessari ferð var bara svo sterk. Ég hefði svo gjarnan viljað komast úr umferðinni á einhverja fáfarna slóða. Núna er ég að vinna í að taka saman lista yfir allt sem ég þarf fyrir hálendisferð og það er fátt annað um það að segja annað en að: hann er langur og hann er dýr. Rándýr! Ég birti hann seinna. Það er gott að hafa veturinn fyrir sér í að skipuleggja þetta því að ýmsu er að huga. Að fara í venjulega hjólaferð á malbiki er lítið mál miðað við þetta. Þar getur maður mokað d...