Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2020

Ekkert að frétta

Maður fær stundum hálfgerðan bömmer ef maður skrifar ekki eitthvað hérna inn. Þá rýkur maður til á endanum og skrifar bara eitthvað, þó lítið sé að frétta. Helstu fréttirnar eru kannski að nú styttist í sumarfríið hjá mér. Ég á eftir að vinna 2 barnlausar vikur og svo hef ég eina viku út af fyrir mig í fríi. Eftir það taka við 3 vikur með börnin. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá finnst mér ekkert voðalega gaman að plana hlutina of mikið þannig það eina sem ég hef ákveðið er að: Hjóla mikið á meðan börnin eru ekki hjá mér Fara með krakkana í hjólaferði í Kjarnaskóg og tjalda Fara til Reykjavíkur að hjóla með Brynleifi. Ég þarf að fara til Reykjavíkur í næstu viku og sumarfríið mitt byrjar í raun þar. Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér hvort ég græji ferðahjólið og taki það með mér til Reykjavíkur. Taki svo strætó á Höfn í Hornafirði og  hjóli austur fyrir land og heim í Mývó. Ég er samt einhvern veginn ekkert rosalega spenntur fyrir því. Ef ég geri það þarf ég allavega að far...

Brokkgengi

Vinnulega séð hefur þessi vika verið afar sveiflukennd, svo ekki sé meira sagt. Það hafa komið kaflar þar sem maður gleymir sér í verkefnum sem þarf að leysa strax (þannig vil ég hafa það) en inn á milli hafa komið dauðari stundir. Síðan átti ég afar óskemmtilega reynslu varðandi samskipti við aðrar stofnanir þar sem ég hafði eiginlega bara verið stunginn í bakið og leið eins og fávita. Viðbrögð mín við þessu voru særindi og reiði. Ég gerði veður út af þessu og ætlaði að segja mig frá ákveðnum verkefnum og fara í fýlu. En svo áttaði ég mig bara á því að ég var að taka þetta allt of persónulega. Ákvað bara að slaka á og reyna að hafa þetta ekki svona fokking erfitt alltaf. Þetta er bara vinna og ég verð að muna að vera þakklátur fyrir hana. Be like water. Ágæt æfingavika í Training For Worriors. Þessar æfingar taka bara býsna mikið á og ég er bara aðeins dasaður nú á föstudegi, þrátt fyrir að hafa ekki hjólað neitt. En ég fæ líka 3 daga hvíld núna út af þessu fótboltamóti fyrir sunnan. ...

Já já

Nett report í upphafi viku: Staða bara góð. Eftir brútal strengi [sem ég fékk eftir Training For Worriors æfinguna í síðustu viku] er ég búinn að jafna mig. Tók hvíldardag á föstudaginn en hjólaði svo rólega fram í Hrafnagil á laugardaginn. Ætla að taka æfingu í dag, á morgun og fimmtudaginn í TFW en kemst væntanlega ekkert að hjóla af viti í þessari viku.´ Fer með börnin suður um helgina. Brynleifur að fara að keppa í fótbolta á Selfossi. Reynum væntanlega að gera eitthvað annað skemmtilegt ef tími leyfir.  Mataræðið hefur verið alveg ágætt eftir að ég skipti yfir í þessar 6 basic ráðleggingar frá Alan Thrall. Þetta er í rauninni alger snilld. Þó ég hafi alveg ennþá trú á 16:8 þá finnst mér ógeðlega gott að fá mér sveran morgunmat áður en ég fer í vinnuna. Eftir það læt ég ekkert inn fyrir mínar varir fyrr en í hádeginu og svo ekkert fyrr en í kvöldmatnum. Að sjálfsögðu sleppir maður öllu narti líka. Mamma er búin að vera að fylgja þessu líka og líkar vel. Rókk og ról

Fjárhagslegar þrengingar framundan.

Eftir söluna á Dalsgerðinu sat ég á peningum sem ætlaðir voru til að greiða inn á skuldabréfið mitt í Sparisjóðnum. Ég ætlaði samt alltaf að nota hluta af þeim til að koma mér fyrir og kaupa það sem upp á vantaði eins og gardínur, ljós, hillur og svo fór einhver kostnaður í parket, málningu og annað slíkt. Með þessa summu á bókinni lifði ég frekar áhyggjulausu lífi og vissi að ég gæti alltaf reddað mér um næstu mánaðarmót. En í fyrradag dreif ég mig í að borga þetta inn á skuldabréfið svo ég myndi nú ekki eyða þessu öllu og því er ég ekki með neinn stuðpúða núna. Það má því segja að alvara lífsins sé að taka við. Ég er búinn að setja upp í excel mánaðarleg útgjöld mín og þrátt fyrir að eiga ekki bíl, þá hef ég ekki mikið fjárhagslegt svigrúm. Ferðalög, græju- og hjólakaup, húsgagnakaup- jafnvel bara fatakaup, er nú orðið eitthvað sem ég þarf að hugsa vandlega um áður en ég læt af því verða. Það verður harðari forgangsröðun hjá mér heldur en verið hefur. Ég er t.d. að fara til Reykjavík...