Ekkert að frétta
Maður fær stundum hálfgerðan bömmer ef maður skrifar ekki eitthvað hérna inn. Þá rýkur maður til á endanum og skrifar bara eitthvað, þó lítið sé að frétta. Helstu fréttirnar eru kannski að nú styttist í sumarfríið hjá mér. Ég á eftir að vinna 2 barnlausar vikur og svo hef ég eina viku út af fyrir mig í fríi. Eftir það taka við 3 vikur með börnin. Eins og þeir sem þekkja mig vita þá finnst mér ekkert voðalega gaman að plana hlutina of mikið þannig það eina sem ég hef ákveðið er að: Hjóla mikið á meðan börnin eru ekki hjá mér Fara með krakkana í hjólaferði í Kjarnaskóg og tjalda Fara til Reykjavíkur að hjóla með Brynleifi. Ég þarf að fara til Reykjavíkur í næstu viku og sumarfríið mitt byrjar í raun þar. Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér hvort ég græji ferðahjólið og taki það með mér til Reykjavíkur. Taki svo strætó á Höfn í Hornafirði og hjóli austur fyrir land og heim í Mývó. Ég er samt einhvern veginn ekkert rosalega spenntur fyrir því. Ef ég geri það þarf ég allavega að far...