Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2020

Þokast allt í rétta átt

Mynd
Stofan farin að taka á sig mynd. Ég held áfram við að reyna að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni. Mér finnst það nú samt ganga heldur hægt á köflum og það er varla hægt að snúa sér við ennþá fyrir kössum og dóti. Mér finnst ég eiginlega bara vera að bera dót fram og til baka. Rúmið mitt er ennþá í stofunni og herbergið mitt er fullt af smíðadóti. Á morgun stefni ég að því að tæma herbergið mitt og koma rúminu þar inn. Þegar það er tilbúið ætti ég svo að geta sorterað restina inni í stofu og koma upp málningaraðstöðunni. Lokahnykkurinn verður að koma geymslunni í sæmilegt horf en samt skilja pláss eftir fyrir bæði hjólin mín. Já og svo erum við með fullt af útifötum og skóm sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Jæja þetta hlýtur allt að taka enda. Í gær komu börnin til mín og það flýtir s.s. ekki heldur fyrir manni, sérstaklega ekki þar sem maður er jú að reyna að vinna líka milli átta og fjögur. En þau eru bara kát og mér finnst eins og þeim líði ágætlega hérna. Veðrir hefur l...

Hjólaferð og meinlætalíf

Ég skellti mér í fyrstu hjólaferð ársins á racer-num í fyrradag og var bara nokkuð ánægður með mig. Ég hjólaði fram í Kristnes og til baka og tók þetta á sæmilegu efforti. Leið bara ljómandi vel og var ekkert eftir mig, hvorki í rassinum né fótunum. Ég held ég fari að hjóla aðeins meira aftur þó ég reyni kannski eitthvað að halda áfram að skokka líka. Ég tók enga æfingu í gær enda var ég að koma öllu í stand hérna í íbúðinni. Náði að hengja upp sjónvarpið, setja saman sófann og ganga eitthvað frá. Nú er þetta loksins farið að líkjast mannabústað. Í dag þarf ég að koma ægilegu magni af pappakössum og dóti á gámasvæðið. Þórður kemur með kerru og í staðinn ætla ég að hjálpa honum að flytja smíðadót og hefilbekk í nýju aðstöðuna. Fyrir flutningana hafði ég einhvernveginn ekki reiknað með öðru en að nóg pláss yrði hér fyrir allt dótið okkar. Mér fannst Dalsgerðið hálf tómt þegar við fluttum út þaðan. En ég er eiginlega að lenda í mesta brasi við að koma þessu öllu sæmilega fyrir og skip...

Hlaupadagbók XI

Hlaup: 11 Dagsetning:  21.04.2020 Tegund:  Stubbur Leið:  Innbæjarhringur í kringum tjörnina Gír:  Nú var ég búinn að hvíla mig í nokkra daga og það hafði mikið að segja. Mér leið bara ágætlega mest allan tíman. Vegalengd:  2,3 km. Samtala:  54,2 km. Annað:  Það er sennilega fín hugmynd að reyna að fara ca. 10 svona stubba og sjá hvort maður fari ekki að venjast þessu.

Hlaupapása

Nú hef ég ekki komsti út að hlaupa í nokkra daga. Ég hef verið gjörsamlega á hvolfi í flutningum og sit nú hérna í nýju íbúðinni og allt er gjörsamlega á hvolfi. Í augnablikinu lítur þetta út fyrir að vera margra daga verk af heiðarlegri vinnu að koma þessu öllu í gott horf. En maður er nú oft fljótari en maður heldur þegar maður er kominn af stað. Og svo er þetta líka svolítið gaman. Það sem tefur mig aðeins er að ég var bara rétt að fá gólfefni á baðið í dag og því er ég með mitt herbergi undirlagt í smíðadóti. Það á s.s. eftir að leggja á blaðið og smíða gólflista. Annars á ég eftir að klára að skipta út innstungum og ljósarofum, hengja upp ljós og festa upp gardínur og myndir. Í augnablikinu er það samt eins og fjarlægjur draumur að gera það síðastnefnda. En það þýðir víst ekki að væla. Ég vona að ég geti komist eitthvað út að hlaupa í dag. Kannski læt ég börnin hjóla og hleyp á eftir þeim. En það verður þá bara mjög stutt eftir þetta bakslag sem kom í þetta.

Hlaupadagbók X

Hlaup: 10 Dagsetning: 15.04.2020 Tegund: Stubbur Leið:  Frá Kringlumýri, Byggðarvegur, Einilundur, Dalsbraut og stígur í gegnum Kotárgerðið Gír:  Nú er hægt að segja að ég hafi verið beinlínis verkjaður. Hné mjög stirð og smá seiðingur í hægri ristinni eftir síðasta hlaup. Vegalengd:  2,7 km. Samtala:  51,9 km. Annað:  Ég er sennilega að fara of geyst í þetta miðað við aldur og fyrri störf. Er frekar svekktur hvað þetta gengur hægt. Nú er ég að spá í hvort ég neyðist til að prufa að fara bara aldrei lengra kannski 3 km. í einu. Labba 1 rösklega og skokka svo 2. Gera þetta kannski 10 x og sjá hvort fæturnir fari að venjast þessu. Ef það gengur ekki verð ég að láta hjólið nægja.

Hlaup IX

Hlaup: 9 Dagsetning:  12.04.2020 Tegund:  Langt Leið:  Frá Kringlumýri, Þórunnarstræti, miðbær, út með sjó, upp skautasvellsbrekku, Bónus, Pálmholt og heim. Gír:  Ég held að ég komist næst því að lýsa hlaupaforminu hjá mér þessa dagana með því að segja að mér líði eins og það vanti smurningu í hnéin. Þetta er ekki sársauki, heldur bara stirðleiki. Undir lokin var ég orðinn pínu verkjaður. Vegalengd:  9 km. Samtala:  49,2 km. Annað:  Sannkallaður D-vítamíntúr, sól í heiði en frekar svalt. Ótrúlega mikið af fólki út um allt að hreyfa sig sem var æði. Labbaði fyrst rúmlega hálfan en trillaði svo af stað. Hélt ca. 5:40 pace-i það sem eftir var og er bara sáttur með það.

Hlaupadagbók VIII

Hlaup: 8 Dagsetning: 09.04.2020 Tegund: Tempó Leið:  Frá Kringlumýri, framhjá Dalsgerði, stíg frá Pálmholti að Bónus og svo Dalsbraut. Gír:  Var frekar þungur að venju til að byrja með. Eftir að ég var kominn á pace 4:30 - 4:40 mín/km rúllaði ég bara þokkalega. Fór á þeim hraða allavega 3 km. Vegalengd:  5,5 km. Samtala:  40,2 km. Annað:  Hiti rétt yfir frostmarki og hægviðri. Frekar margir úti að hreyfa sig. Hef smá áhyggjur að það verði erfitt að koma inn hlaupi í dag (11.04.2020) en ég ætla að prufa á morgun. Er á fullu að mála Hjallalundinn. Varðandi hraðann; þá er ég hræddur um að ég eigi nú nokkrar æfingar eftir til að geta haldið 4:10 mín/km í 5 km (tíminn sem þarf til að fara undir 21 mín) en við sjáum til.

Hlaupadagbók VII

Hlaup: 6 Dagsetning:  06.04.2020 Tegund:  Millilangt Leið:  Frá Kringlumýri, framhjá Dalsgerði, stíg með Hlíðarbraut- yfir Glerá að Glerártorgi og upp Þórunnarstrætið. Gír:  Var frekar þungur og stirður. Hnéin eru frekar fragile án þess þó að ég sé beint verkjaður. Vegalengd:  5,5 km. Samtala:  34,7 km. Annað: Hiti rétt yfir frostmarki og svolítill blástur. Það var eitthvað um að fólk væri að spóka sig.

Hlaupadagbók VI

Hlaup: 6 Dagsetning:  04.04.2020 Tegund:  Tröppusprettir Leið:  Frá Kringlumýri og niður í bæ þar sem ég ók kirkjutröppuspretti. Gír:  Var mjög þungur og stirður. Er harðákveðinn að skrúfa niður kolvetnaneysluna í vikunni en það er erfitt þegar maður er ekki að lifa normal lífi með fullbúið eldhús. Vegalengd:  3,2 km. Samtala:  29,2 km. Annað:  Það var enginn á ferli enda stórhríð úti og manni varð skítkalt.

Hlaupadagbók V

Hlaup: 5 Dagsetning: 02.04.2020 Tegund:  "Langt" Leið:  Frá Kringlumýri, að Pálmholti, stíginn að Bónus og þaðan Dalsbraut í Kringlumýri. Smá auka skokk niður á Byggðarveg, upp á Mýrarveg, Kambsmýri og heim. Gír:  Var í rauninni bara fínn sko- en eins og síðast fékk ég samt debunk fíling í lokin og var orðinn bensínlaus. Það að fá sykurfall við ekki meiri áreynslu þýðir einungis það að ég er að éta of mikið rusl. Vegalengd:  7 km. Samtala:  26 km. Annað: Það voru fáir á ferli enda búið að snjóa þónokkuð og ég fór seint. Sé að margir eru að skoða bloggið þessi dægrin og ég velti því fyrir mér hvort það séu COVID-19 áhrif?