Þokast allt í rétta átt
Stofan farin að taka á sig mynd. Ég held áfram við að reyna að koma okkur fyrir í nýju íbúðinni. Mér finnst það nú samt ganga heldur hægt á köflum og það er varla hægt að snúa sér við ennþá fyrir kössum og dóti. Mér finnst ég eiginlega bara vera að bera dót fram og til baka. Rúmið mitt er ennþá í stofunni og herbergið mitt er fullt af smíðadóti. Á morgun stefni ég að því að tæma herbergið mitt og koma rúminu þar inn. Þegar það er tilbúið ætti ég svo að geta sorterað restina inni í stofu og koma upp málningaraðstöðunni. Lokahnykkurinn verður að koma geymslunni í sæmilegt horf en samt skilja pláss eftir fyrir bæði hjólin mín. Já og svo erum við með fullt af útifötum og skóm sem ég veit ekkert hvað ég á að gera við. Jæja þetta hlýtur allt að taka enda. Í gær komu börnin til mín og það flýtir s.s. ekki heldur fyrir manni, sérstaklega ekki þar sem maður er jú að reyna að vinna líka milli átta og fjögur. En þau eru bara kát og mér finnst eins og þeim líði ágætlega hérna. Veðrir hefur l...