Reykjavík á morgun
Nú eru börnin búin að vera hjá mér í meira en viku en mamma þeirra sækir þau í dag þannig það verður hálf tómlegt að koma heim. Ég fer svo suður í fyrramálið verð þar í 3 daga. Það er vinnutörn, starfsdagar og svo jólahlaðborð. Það verður gott að breyta aðeins um umhverfi. Þegar ég lendi á laugardaginn ætla ég svo að reyna að bregða mér í rjúpu. Ég er ekki búinn að fara eina einustu ferð í ár. Ég sé það í bókhaldinu hjá mér að á síðustu 10 árum hef ég aldrei skotið færri en 9 rjúpur á tímabili. Ef ég fæ að fara í landið hjá tengdapabba á laugardaginn og ef það viðrar vel, þá get ég s.s. alveg náð mínum skammti á einum degi. Sjáum til hvað gerist.