Nú er búið að ganga frá því að ég verð með myndlistarsýningu í Reykjavík í desember 2015. Sýningin verður á Friðriki V og opnar 28. nóvember og stendur væntanlega fram í miðjan janúar 2016. Það þarf varla að taka það fram að þetta er ótrúlega fínt tækifæri fyrir mig. Þetta er ekki bara góð kynning heldur fæ ég að sjá hvernig mér muni ganga að vinna margar myndir agað inn á sýningu. Ég kemst að því hvort þetta sé t.d. eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera meira af. Ég hef verið með nokkur þema í kollinum. Mývatn að vetri, útihús, mála landslag utandyra í sumar, portrait eða jafnvel eitthvað tengt mat. Það kemur í ljós en ég hugsa að ég reyni að byrja fljótlega.