Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2015

Erfið fæðing

Mynd
Mér gengur erfiðlega að klára þetta

Dagsverkið

Mynd
Held áfram með fjall eitt

Meira fólk

Mynd
Hef áður reynt við þessa mynd sem hangir við málningadótið mitt. Hún tókst betur núna en síðast en samt ekki vel.

Afrakstur kvöldsins

Mynd
Portrait gert með 4cm flötum pensli- það er frekar stór pensill fyrir litlar myndir. Mjög skemmtileg æfing og pensillinn gefur þessu ákveðinn karakter. Sé alveg eftirá ákveðin mistök sem ég gerði í litstyrk (value) en er bara nokkuð ánægður miðað við að ég hef eiginlega ekkert æft mig í portrait eða lært neinar "aðferðir".

Veikindi

Mynd
Er kominn með pestina. Reyndi að mála en gafst upp. Fékk þessa mynd frá vini í CA - USA. Tekin á Napa svæðinu. Að sjálfsögðu skissuðum við

Meija gizz

Mynd
Gerði þessa undarlegu skissu. Ætlaði svo að mála mynd en hún fokkaðist í helvete

Tíska

Mynd
Tekið af Humans of New York Ég hata tísku, ég elska tísku. Á sama tíma og ég fyrilít flest það sem tengist "tískuheiminum" hef ég gaman að því þegar fólk nær að tjá sig á smekklegan hátt með skemmtilegum klæðaburði. Án þess þó að verða hégómalegt. Ég kann líka vel að meta fólk sem er bara drullu sama hvað öðrum finnst og þorir að klæða sig eins og því sýnist. Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ég er að vinna í því að vera meira sama um hvað öðrum finnst. Vinur minn sem kominn er vel á aldur segir mér að eina takmarkið í lífinu sé að ná sátt við sjálfan sig. Hluti af því er að vera sama hvað öðrum finnst. Ef okkur líður vel í eigin skinni líður öðrum vel í kringum okkur. Þegar ég keypti mér fyrst gleraugu með svartri plastumgjörð voru það helst rithöfundar og listamenn sem gengu með þannig umgjarðir. Og svo einstaka spjátrungar eins og ég. Nú er það orðið norm og annar hver karlmaður lítur út eins og hann sé með ljóðabók í bígerð. Að finnast ég þurfa að kau...

Skiss daxins

Mynd
Hraun

Óvænt uppákoma

Mynd
Vinn meira með þessa pælingu

Freud

Hef verið að velta fyrir mér hvort nýta megi annars úreltar (að sumir telja) kenningar og bækur Freud til að útskýra allt að pervertískan áhuga vissra aðila á djúpborunum?

Nálgast

Mynd
Lauflausi skógurinn hægra megin ekki alveg góður. Fjallið er að skána. Það vantar samt eitthvað í myndina

Á morgun

á morgun ætla ég að byrja að lyfta aftur og vakna fyrr en undanfarið á morgun ætla ég að synda í vinnuna á morgun ætla ég að borða hollt og drekka meira vatn á morgun ætla ég að gefa feitu fólki með sælgæti hornauga á morgun er nýr dagur á morgun er byrjunin á endinum á morgun skil ég bílinn eftir heima og sinni erindum gangandi (eða syndandi) á morgun legg ég drög að matjurtargarði- þessum lífræna með kryddjurtunum á morgun panta ég straumbreyti fyrir djúsvélina á morgun klára ég öll leiðinlegu verkefnin í vinnunni á morgun klára ég málverkin sem setið hafa á hakanum á morgun klára ég að lesa Íslandsklukkuna á morgun eru nýjir tímar- ekki jafn erfiðir og dagurinn í dag á morgun kemur sólin fastar upp en venjulega - en þangað til ætla ég að éta allt sem mér sýnist, sleppa því að fara í sturtu og horfa á þátt um konu sem er með hræðilegan sjúkdóm og fer í ferðalag

Mynd
Hafði engan tíma í dag en fékk þessa hugmynd lánaða. Örskissa. Góð hugmynd

Vetur eða sumar?

Mynd
Fann pínulitla vetrarmynd af Helgafelli í Hafnarfirði sem ég gerði skissu af. Síðan prófaði ég að gera sumarmynd út í loftið. Himinn á vetarmynd er nú óþarflega nautral og hinn himinninn varð ekki góður heldur. Ég vel sennilega aðra þeirra til að vinna málverk eftir.

Æfing

Mynd
.....í tónum og styrk. Frjálslega málað

Stór risamynd

Mynd
"Það er mest um vert að trúa þeim sannleik sem getur falist jafnvel í ófullkominni mynd og lifa fyrir hana." - Íslandsklukkan Þessi var risastór en svo klippt niður í skissupappír

Doodle

Mynd
Önnur útgáfa

Fell og 3 hestar

Mynd
Einhverjar pælingar og æfing fyrir verkefni sem ætlar ekki að fæðast. Eiginlega bara óheyrilega ljótar skissur. millivegs verður leitað

Over-blog

Mynd
Gerði skissu í kvöld sem ég var það ánægður með að ég ákvað að birta hana.
Mynd
Hef verið að skoða á netinu og leita mér að innblæstri- ekki veitir af. Eins og hefur oft komið fram hérna er ég sérstaklega hrifinn af abstract landslagsverkum, eða í það minnsta "grófum" og einföldum verkum. Þeim mun einfaldari verk, því betri. Ef einhver getur gert fallegt fjall í 3 pensildráttum þá er það viss snilld. Hér eru 4 mismunandi og ólík verk sem eru mér að skapi: Bald Mountain -Nikolay Arzhanov - Vatnslitir á pappír Niche - Timothy Morton - Olía á s Abstract landscape 102 - Lee Change - Vatnslitir á pappír The Moors at Ryedale - Steve Greaves - Vatnlitir á pappír Ég ætlaði að hafa einhver orð um þessi verk en nú er ég runnin út á tíma og bæti einhverju við á morgun

Sýning

Nú er búið að ganga frá því að ég verð með myndlistarsýningu í Reykjavík í desember 2015. Sýningin verður á Friðriki V og opnar 28. nóvember og stendur væntanlega fram í miðjan janúar 2016. Það þarf varla að taka það fram að þetta er ótrúlega fínt tækifæri fyrir mig. Þetta er ekki bara góð kynning heldur fæ ég að sjá hvernig mér muni ganga að vinna margar myndir agað inn á sýningu. Ég kemst að því hvort þetta sé t.d. eitthvað sem ég gæti hugsað mér að gera meira af. Ég hef verið með nokkur þema í kollinum. Mývatn að vetri, útihús, mála landslag utandyra í sumar, portrait eða jafnvel eitthvað tengt mat. Það kemur í ljós en ég hugsa að ég reyni að byrja fljótlega.

Hallærislegar pælingar

Mynd
Sat á kaffihúsum í Rvk og hagaði mér eins og menntaskólabarn

Ferðasett

Mynd
Þetta skemmtilega ferðasett keypti ég í USA. Engar afsakanir að skissa ekki út í eitt

RVK skissur

Mynd
Göngutúr og menning

Skissur frá USA

Mynd
Eitt og annað

Bridge

Mynd

Life's a bitch

Mynd
...in the hot Californian sun

Friends

Mynd
Geri ekki upp á milli vina minna en þessir eru mjög ofarlega