Nú ætla ég að leyfa mér að vera eins og lítill krakki; er það reyndar kannski alltaf, svo við skulum segja að ég ætli að leyfa mér að vera það opinberlega í þetta skiptið. Eins og fram kom í "hjólrýninni" minni, þar sem ég fjalla um hjólið mitt Aðalstein, þá er helsti gallinn við að fá svona hjólabakteríu -þá er ég ekki að spá í að hún blandist ofan í golf- veiði og allar aðrar bakteríur- að maður uppgötvar að maður þarf svo mörg hjól í viðbót. Í veiðum er ekki nóg að eiga bara eina byssu. Þú þarft haglabyssu í rjúpu, gott að vera tvíhleypu. Þú villt eiga eina hálfsjálvirka með keflar- skepti í skurðinn og gæsina. Lítinn riffil til að drepa vargfugla innan bæjarmarka og þar sem er ólöglegt að skjóta, stóran riffil í hreindýrið. Ekki of stóran samt, þanni þú þarft annan ef þú ætlar að veiða elg eða villisvín. Við þurfum ekki að ræða golf, þar er nauðsynlegt að bera minnst 14 kylfur og eiga nokkar til vara heima. Ég keypti mér hjól sem ég er viss um að henti því sem ég æt...