Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2012

Sjónvarp og bananar

Mynd
Verið að glíma við Kát, einn af bestu vinunum Vaknaði í morgun og laumaði mér fram með Brynleifi svo Guðrún gæti sofið aðeins lengur. Á meðan kaffið rann át ég brauð með hnetusmjöri og sultu og hlustaði á B&B á Rás 2 (alveg að detta á eftirlaun bara). Stappaði svo banana handa litla mannium. Eftir matinn varð hann síðan eitthvað ókyrr á gólfinu þannig að ég pakkaði honum undir teppi í ömmustólinn, dudda í munninn og kveikt á morgunsjónvarpinu. Ég veit.... þetta er skelfilegt.... Hann er bara 6 mánaða en getur samt horft á morgunsjónvarpið, hann hefur þetta úr móðurættinni. Morgunkveðjur, Bjarni

✝ Tiger Woods, ágúst 2009 - apríl 2012

Mynd
Tiger Woods Kisa litla dó í dag, sumardaginn fyrsta. Hún gerði manni stundum lífið leitt en auðvitað þótti manni alltaf vænt um þetta grey. Daginn sem hún kom fyrst skreið greyið undir skáp, logandi hrædd og sást ekki mikið fyrstu tvo dagana. Síðan fór hún smám saman að færa sig upp á skaptið og vildi á endanum helst alltaf vera að þvælast eitthvað með okkur. Eftir að Brynleifur fæddist varð hún reyndar hálfgerð afgangsstærð á heimilinu en þá hafði hún samt komið sér upp ákveðnum rútínum sem voru eins dag frá degi. Hún kom alltaf inn á morgnana og  sat í glugganum þegar maður borðaði morgunmat. Hún fylgdi strákunum í skólabílinn, kom svo inn aftur og svaf svo í stólnum sínum, oft fram undir kaffi. Steig þá niður, teygði úr sér, geispaði og labbaði syfjulega fram í dallinn sinn. Fyrir tveimur vikum varð hún veik greyið. Hún byrjaði að æla og æla, hári og grasi. Hríðhoraðist svo að lokum en aldrei fannst neitt að henni. Hún dó svo hjá dýralækninum í morgun. Langar að lokum ...
Mynd
Jæja af okkur er allt gott að frétta og allir að deyja úr heilbrigði. Stóru strákarnir í sundi, fótbolta, skátum og nóg að gera á þeim bænum. Sá stutti er farinn að éta graut og svona alveg við það að fara að skríða. Hann ræður ekki alveg hvort hann fer áfram eða afturábak en getur snúið sér ef hann nær gripi á gólfinu og borið sig eitthvað um. Alveg ótrúlegt að fylgjast með þessu. Dóri var að eignast aðra stúlku í gær! Til hamingju gamli vinur, frú og börn, hlakka til að sjá ykkur öll. Jæja þá er ég búinn að skrifa nokkurskonar yfilit/gagnrýni um hjólið mitt. Ég hef ekki haft nokkurn einasta tíma til að uppfæra nördasíðurnar eða skrifa um þjálfun og hef verið að punkta þetta svona niður til hliðar við skóla og vinnu. Ef einhver er að spá í að fjárfesta í hjóli, þá kannski hefur sá hinn sami eitthvað  gagn af þessu. Kveðja, Bjarni

Ælt og skitið á páskum

Æla smá og skíta mikið- pestin hefur heiðrað okkur með nærveru sinni um páksana. Ég veit að þið viljið ekki vita mikið meira um þetta. Þó svona kveisur séu yfirleitt ekki mjög skemmtilegar, þá koma upp móment sem ekki er annað hægt en að hlægja að, sérstaklega þegar Daníel greyið á í hlut. Hann á svo erfitt með þetta blessaður. Í gær þurfti hann að æla og þar sem svefnherbergisglugginn var opinn lá beinast við að æla þráþbeint þar út. Nágrannarnir hafa sjálfsagt haldið að villt svallveisla væri í gangi. Guðrún rauk inn í herbergi að reyna að redda þessu en hún er svo klígjugjörn þessi elska að hún stóð og hélt í kjökrandi Daníel og kúgaðist reglulega. Nóg um það. Nú er reyndar kominn þriðjudagur og ég rétt a klára þennan póst sem ég byrjaði á á sunnudaginn. Það er allt svo kreisí að gera hjá mér, má ekki vera að þessu. Kveðja, Bjarni