Sjónvarp og bananar
Verið að glíma við Kát, einn af bestu vinunum Vaknaði í morgun og laumaði mér fram með Brynleifi svo Guðrún gæti sofið aðeins lengur. Á meðan kaffið rann át ég brauð með hnetusmjöri og sultu og hlustaði á B&B á Rás 2 (alveg að detta á eftirlaun bara). Stappaði svo banana handa litla mannium. Eftir matinn varð hann síðan eitthvað ókyrr á gólfinu þannig að ég pakkaði honum undir teppi í ömmustólinn, dudda í munninn og kveikt á morgunsjónvarpinu. Ég veit.... þetta er skelfilegt.... Hann er bara 6 mánaða en getur samt horft á morgunsjónvarpið, hann hefur þetta úr móðurættinni. Morgunkveðjur, Bjarni