Karfi
Gullkarfi, mynd Jón Hlíðberg Í gær fór ég á sjóinn til að lesa af hitamælum sem við eigum við Gjögur, Djúpuvík og austanverðan Húnaflóa. Fengum ágætis veður en ástandið á mælunum var svona upp og ofan. Hrikalega mikil áseta af kræklingi á færunum okkar (sem hitamælarnir eru á) austanmegin í flóanum og lofar það góðu fyrir kræklingaverkefnin sem við erum að vinna að. En ykkur gæti líklega ekki verið meira sama. Skiptstjóri í ferðinni var Sigurjón Guðbjarts stórvinur okkar BioPol manna og báturinn var Alda HU 112. Alda HU 112 Höfðum tíma til að renna fyrir fisk á leiðinni í land og var ætlunin að skoða hvort ufsinn væri að taka á færi. Það var nú ekki raunin en við fengum samt einhverja 4 ufsa, 4 þorska, 1 ýsu og 2 karfa. Þó veiðin hafi verið léleg var stórkostlegt að standa úti á dekki með fjöllin á Ströndum í forgrunni og kolruglaða hvali að mása og blása eins og enginn væri morgundagurinn. Á tímabili var eitthvað stórhveli að láta sig vaða upp úr sjónum og taka magaskelli eins og akfe...