Færslur

Sýnir færslur frá október, 2009

Styrjöldin að hefjast!

Mynd
Jæja þá er kominn sá tími sem maður setur legghlífar á sköflungana, vatn í flösku, skot í vasa og heldur til fjalla. Setur sig í geðveikisstellingar, morðsvipur á smettið og svo eltir maður litla hvíta fugla sem ropa. Best að þetta fari fram í snjóleysi svo þær eigi ekki breik. Ég er nú eitthvað óvenju lítið stefndur fyrir þetta í augnablikinu og er eiginlega bara nóg um öll lætin í kringum þetta. Ætla nú samt heim í Mývó um helgina og athuga hvort einhverjir góðviljaðir landeigendur sjái aumur á stráknum og leyfi honum að ná sér í jólamatinn. Annars er verið að fara að vinna í kjöti heima í Brekku og maður ætti því að hafa eitthvað að gera. Minnir mig á það, ég þarf að kaupa sperðlagerðarefni á leiðinni heim. Hvað heitir þetta annars? Bjúgnaplast, bjúgnahulstur, sperðla-limhulsur, sperðlasmokkar? Sá að búið er að stofna einhvern stuðningsklúbb fyrir séra Gunnar á Selfossi á snjáldurskruddunni og eru alls 9 búnir að skrá sig. Áfram krakkar, sýnum samstöðu!!!! Freysteinn gamli sagði al...

Menningar og áthelgi á enda

Mynd
Jæja þá er þessi mikla helgi menningar og listisemda holds og matar á enda. Púff, veit eiginlega ekki hvað gerðist en ég hef þyngst töluvert. Á föstudaginn fórum við á leiksýningu í Freyvangsleikhúsið, Memento Mori, átum Brynjuís og fórum heim. Mér fannst sýningin ekkert spes en Guðrún var ánægð. Ísinn var góður. Á laugardag steikti ég folaldalund par exelenciÓ... bravó bravó. Þvílíkt kjöt, þvílík meirni.... íha íha og svo fórum við á tónleika. Frábærir tónleikar til styrktar útlendingum, eða frekar til kynningar og til að efla andann sjáiði til. Minnka fordóma. Fjölþjóðaveisla með útlendu smakki og seiðandi tónum. Mjög gott. Þetta var rómó helgi þar sem við höfum verið saman í ár. Fleiri höfðu það rómó. Gripum köttinn undir bíl með svörtum högna. Eins gott að litla kvikindið sé ekki bomm því þá er bara strigapoki og bíltúr út að Héraðsvatnabrú. Bless bless og koss frá Ósmann. Sá inni á fésinu hjá vinkonu minni gott skopatriði. Það sem að þið hélduð að væri stæði fyrir fatlaða, þ.e mer...

Eitthvað helvítis bull að venju

Ég hef haft um margt að hugsa upp á síðkastið og hef lengi ætlað að blogga um hluti sem hafa legið á mér eins og Icesave reikningar. En viti menn, nú man ég ekkert hvað það átti að vera og því verð ég bara að reyna að grípa eitthvað af handahófi sem fýkur mér hjá. Ég sit hérna við eldhúsborðið, nýbúinn að ata saltfisk framan í mig, smyrja rúgbrauð þykku sméri og troða í þarm, sötra rótsterkt kaffið í eftirmat. Þetta hlýtur að virkja skriftarstöðvarnar. Ég vil byrja á því að hrósa fólkinu á Selfossi sem hélt stuðningsfundinn fyrir prestinn sem huggaði fermingarstelpurnar og kyssti þær. Að láta Árna Johnsen ávarpa samkunduna var sterkur leikur og til þess fallinn að vekja traust almennings á klerkinum, kirkjunni og enn fremur að auka álit manna á Selfossi sem var þó mikið fyrir. Þetta svínvirkaði allavega á mig..... halelúja! Ég fór á ráðstefnu í Reykjavík um daginn og var hún haldin á Hótel Lind á Rauðarárstíg. Ég mæli með þessu hóteli í hjarta bæjarins. Mér fannst það vera ákveðinn gæð...

Ráðstefna og fleira

Góðan dag. Lítið að frétta af mér og okkur hérna á norðurlandinu. Var að koma af ráðstefnu í Reykjavík sem stóð í 2 daga en hafði engan tíma til dúllerís eða heimsókna. Guðrún fór með suður og sat fyrirlestur í HÍ í gær, drengirnir voru hjá Ingibjörgu fósturmömmu sinni á Akureyri á meðan. Ég hef ekki tíma til að skrifa neitt af viti núna en þið getið farið að undirbúa ykkur undir mikinn pistil um þjóðfélagsmál og sleipiefni. Kveðja, Bjarni

Föstudagssteikin

Mynd
Á þessari mynd má sjá mjög girnilega steik, vantar bara brúnu sósuna, rauðkálið, sultuna og kartöflur. Þ.e, ef fólk hefur áhuga á því að éta lunga úr reykingarmanni. Varð bara svona aðeins að stappa í mig stálinu, þið verðið að afsaka..... Annars sit ég bara hérna í vinnunni og rígheld í stólinn enda spáð 30 m/s seinnipartinn. Það er bara vonandi að maður komist heim á Krók. Ekkert plan fyrir helgina, Guðrún ætlar að vinna eitthvað í ritgerð og ég ætla að berast með straumnum. Aldrei að vita nema að maður kíki upp á golfvöll ef það tekur upp í rokinu. Jæja best að fara að gera eitthvað..... Kveðja, Bjarni

NWS

Líkamleg fráhvörf af nikotíni eru skammvinn, en er á meðan er . "Quitters flu" (hætti flensa) er orðatiltæki sem stundum er notað til að lýsa þessum fasa, enda fá þeir sem hætta að reykja oft einkenni flensu eða kvefs. Meðfylgjandi er listi með algengum fylgikvillum þess að hætta að reykja. Flest fólk sem hættir að reykja upplifir eitthvað af þessu en fáir fá öll einkennin. Hver einstaklingur sýnir mismunandi viðbrögð við þessu rugli (að hætta að reykja) en fyrir flest fólk eru þessi fráhvörf og leiðindareinkenni skammvinn (sem betur fer). Nicotine Withdrawal Symptoms Löngun í reyk Pirringur, skapstirður Svefnleysi Þreyta Einbeitingarskortur Höfuðverkur Hósti Særindi í hálsi Harðlífi, vindverkir, magaverkir Þurkur í munni Sár tunga og aumir gómar Slím og hor Þyngsli fyrir brjósti. Og ég er bara með þessi 6 fyrstu HÚRRA HÚRRA HÚRRRRRRRRRAAAAA!!!! Það er svo gaman hérna í vinnunni núna. Veiiiiiiii Góðar stundir, Bjarni