Styrjöldin að hefjast!
Jæja þá er kominn sá tími sem maður setur legghlífar á sköflungana, vatn í flösku, skot í vasa og heldur til fjalla. Setur sig í geðveikisstellingar, morðsvipur á smettið og svo eltir maður litla hvíta fugla sem ropa. Best að þetta fari fram í snjóleysi svo þær eigi ekki breik. Ég er nú eitthvað óvenju lítið stefndur fyrir þetta í augnablikinu og er eiginlega bara nóg um öll lætin í kringum þetta. Ætla nú samt heim í Mývó um helgina og athuga hvort einhverjir góðviljaðir landeigendur sjái aumur á stráknum og leyfi honum að ná sér í jólamatinn. Annars er verið að fara að vinna í kjöti heima í Brekku og maður ætti því að hafa eitthvað að gera. Minnir mig á það, ég þarf að kaupa sperðlagerðarefni á leiðinni heim. Hvað heitir þetta annars? Bjúgnaplast, bjúgnahulstur, sperðla-limhulsur, sperðlasmokkar? Sá að búið er að stofna einhvern stuðningsklúbb fyrir séra Gunnar á Selfossi á snjáldurskruddunni og eru alls 9 búnir að skrá sig. Áfram krakkar, sýnum samstöðu!!!! Freysteinn gamli sagði al...