Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2009

Sprenging

Halló Var að koma úr grásleppumerkingarleiðangri í Breiðafjörð þar sem ég var í góðu yfirlæti í 3 daga. Þar er mikill munur flóðs og fjöru og húsin fögur. Hitti Maíu og Gísla og Ingigerði á Gautlöndum. Anna Dóra, mamma Dóra var þar víst líka en var komin um borð í bát svo ég sá hana ekki. Gleymdi reyndar að taka með mér vasahníf svo ég át alltaf rúgbrauðið án smjérs. Gekk á land í Flatey og var það eins og í bíómynd. Mæli með Ameríkana kaffi á græna kaffihúsinu rétt hjá höfninni og ef fólk á við það skelfilega vandamál að stríða að vera að drepast úr seðlum er ábyggilega fínt að éta þar eða á 5 fiskum við sömu götu. Við átum nú bara í Olís, plokkfisk og mínútusteik. Sæmilegur skítur. Það var reyndar einhver maður alltaf að fikta í sjónvarpinu. Það sem bar hæst í ferðinni var samt það, að það sprakk framaní mig grásleppa sem festist í netaspili. Háþrýstiþvottur með grásleppuhrognum í smettið er góður fyrir húðina, enda er ég fegurrin en nokkrusinni fyrr. Salut, Bjarni

Matur

Kæri Halldór. Ég vil biðja þig afsökunar á meintu svínakjötsáti mínu og minna hér í Skagafirði. Það er rétt hjá þér, þetta eru óhrein og sveitt dýr sem éta hvað sem er, jafnvel eigin saur. Maturinn bragðaðist bara svo hrikalega vel að ég er viss um að ég muni leggja mér fleiri grísalundir til kjafts þetta sumarið. Ég vil benda lesendum mínum á þessa uppskrift hér að neðan, þetta var syndsamlega gott. Með þessu snæddum við sætar kartöflur og raðulauk í ofni, hanterað með hvítlauk, olíu, maldonsalti, svörtum pipar og fersku timijan úr matjurtarglugganum (super gay). Baka við 180°C í ca. 45 mín og gott að smjörsteikja spínat með salti (fara varlega með saltið þar sem spínatið skreppur saman við steikingu og dregur í sig saltið, bitur reynsla) og svörtum pipar. Jæja, nú er ég að hugsa um að fara úr að ofan og kurla bíseppana og drekka lýsi. Drekka svo hrátt svartfuglsegg og fara út að kíkja á vélina í bílnum með kaffibolla og baggatello-vindil. Leggjast svo með svarta putta til svefns, pun...

Góðir hálsar

Nú er helgin liðin og mánudagsskíturinn kominn í brókina. Reyndar er ég í fríi í dag en svo gæti farið að ég þurfi að leggja af stað í vinnuferð í kvöld. Stefnan er tekin á Stykkishólm og ætlum við að merkja grásleppur þar í 3 daga. Ef þetta gengur eftir, þá tekur maður ábyggilega 3 daga helgi næst líka, fær sér frí á föstudag. Helgin núna var með ágætum alveg ágæt. Emma vinkona Guðrúnar kom í heimsókn með son sinn Blæng og svo eru strákarnir hjá okkur núna. Það var því engin ládeyða hér á bæ. Fórum t.d á Reykjaströndina og það tók strákana ekki nema 4,4 mínútur að bleyta sig upp að hálsi í sjónum. Svo var það bara þetta venjulega, grillaðir borgarar, sund og ís. Að sjálfsögðu laumaði ég mér svo á völlinn þegar minnst varði. Jæja en framtíðin er björt. Er að fara með strákana upp á völl í golfskóla, reyni að grípa í kylfu í leiðinni. Svo á ég marineraða grísalund í ískápnum. Fékk uppskrift frá Stebba en fann lítið í hana og flippaði því bara sjálfur. 3 mtsk olía, 1 rauður chilly (fersk...

Ég og Tiger

Mynd
Afhverju er Tiger Woods betri en ég í golfi? Hakið við rétt svar: 1)Hann byrjaði 2 ára að spila golf 2)Hann er fæddur íþróttamaður (genetískt) 3)Hann æfði (æfir) endalaust mikið Það er að sjálfsögðu hægt að haka við þetta allt saman. Það geta ekki allir orðið góðir í golfi, en ef maður uppfyllir eitthvað af þessum 3 skilyrðum, þá getur maður náð ágætis árangri, þ.e ef maður á ekki við líkamlega fötlun að stríða. Ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta er sú, að ég er að reyna að hætta að rífa mig niður á golfvellinum og líta jákvætt á hlutina. Þá er ég allavega búinn að losa mig við andlega fötlun sem er ábyggilega ekki svo góð í golfi heldur. En hversu mikið þarf ég að vinna í þessu áhugamáli til þess að verða svona þokkalegur? Ég var að grúska á netinu og fann plan yfir venjubundinn vinnudag hjá Tiger Woods: 06:00 - Lyftingar og hlaup í 1,5 klst. 08:00 - Morgunmatur 09:00 - Slá æfingabolta á æfingasvæðinu 11:00 - Púttæfingar 11:30 - Spila níu holur 12:30 - Hádegismatur 13:00 - Far...

Sjóferðir, gestagangur og norð- austan kuldaboli

Mynd
Jæja góðan daginn börnin góð. Margt hefur á daga mína drifið í sveitinni og af nógu að taka á öllum vígstöðvum. Vann mikið í síðustu viku og það er svo sem útlit fyrir að það verði svipað á næstunni. Nú sér fyrir endan á grásleppuvertíðinni en önnur spennandi verkefni taka við, s.s tilraunaveiðar á beitukóngi, áframhaldandi selarannsóknir, þörungaræktun og vöktunarverkefni fyrir kræklingarækt. Einnig ætlum við að reyna að finna einhverja hörpuskel í flóanum en það varð hrun í stofninum á svipuðum tíma og í Breiðafirðinum. Við munum taka staðlaðar botnsköfur með plóg og gera greiningar á innihaldi og afla. Síðan er hægt að taka tog á sömu stöðum í framtíðinni og fylgjast með breytingum. Sem sagt, nóg að gera í vinnunni og mjög spennandi verkefni framundan. Ef þetta plan klikkar þá erum við Halldór yfirmaður með plan og viðskiptahugmynd. Ég get ekki rætt þetta í kjölinn, en þetta snýr að heyskap í Flatey á Skjálfanda, útflutning á töðu á Japansmarkað og smíði á garðhúsgögnum (meðan hey þ...

Skipstrand hugans

Skip strandar og sekkur svo eins og steinn við Sandgerði. Mannleg mistök ollu slysinu var sagt í fréttum. Hvernig eru ómannleg mistök? Hvað eru mistök? Er hægt að sökkva skipi með ómannlegum mistökum? Veltið þessu aðeins fyrir ykkur. Getur dýr t.d gert mistök? Fyrirsögn: "Kind gerir mistök, bíll út í skurð". Hundur bítur mann sem fær sýkingu í puttann, skelfileg mistök. Hamstur gerir mistök og dettur af borði, líðan eftir atvikum góð. Geta dýr aðeins gert mistök ef það bitnar á þeim sjálfum (kannski hamsturinn)? Antilópa stekkur til hægri en ekki vinstri og ljónið nær henni. Voru þetta mistök eða hefði ljónið alltaf náð henni, sama í hvaða átt hún hefði hlaupið, eða veit hún bara ekki betur og gerði þar af leiðandi ekki mistök? Þarf maður að flokkast sem vitsmunavera til að gera mistök? Voru vitsmunaverur sem ráku bankana? Ég segi það aftur, pælið í þessu. Ég er hundleiður á því að vera alltaf að japla á því hvað ég hafi ekkert að skrifa um og bla bla. Satt best að segja hef ...