Sprenging
Halló Var að koma úr grásleppumerkingarleiðangri í Breiðafjörð þar sem ég var í góðu yfirlæti í 3 daga. Þar er mikill munur flóðs og fjöru og húsin fögur. Hitti Maíu og Gísla og Ingigerði á Gautlöndum. Anna Dóra, mamma Dóra var þar víst líka en var komin um borð í bát svo ég sá hana ekki. Gleymdi reyndar að taka með mér vasahníf svo ég át alltaf rúgbrauðið án smjérs. Gekk á land í Flatey og var það eins og í bíómynd. Mæli með Ameríkana kaffi á græna kaffihúsinu rétt hjá höfninni og ef fólk á við það skelfilega vandamál að stríða að vera að drepast úr seðlum er ábyggilega fínt að éta þar eða á 5 fiskum við sömu götu. Við átum nú bara í Olís, plokkfisk og mínútusteik. Sæmilegur skítur. Það var reyndar einhver maður alltaf að fikta í sjónvarpinu. Það sem bar hæst í ferðinni var samt það, að það sprakk framaní mig grásleppa sem festist í netaspili. Háþrýstiþvottur með grásleppuhrognum í smettið er góður fyrir húðina, enda er ég fegurrin en nokkrusinni fyrr. Salut, Bjarni