Viljið þið lenda í sálarstríði? - Byrjið þá í golfi -
Þessi íþrótt sem ég elska að hata og hata að elska. Hvað þarf maður til að verða þokkalegur í þessari heimskulegu tímaeyðslu? Árangri mínum á hinum iðagrænu golfvöllum Íslands og Svíþjóðar væri hægt að líkja við sveiflur í rjúpnastofninum. Maður nær einhverjum hæðum, sem reyndar hefur oft bara verið ein kvöldstund, en síðan hrynur maður aftur og líkist á endanum hreyfihömluðum fábjána að slá mýflugur með staf. Eins og með rjúpnastofninn, þá eru lægðirnar alltaf að verða dýpri og dýpri, standa lengur yfir í einu og að lokum verður ekkert eftir. Í kvöld fór ég upp á golfvöll og afrekaði meðal annars að slá 3 kúlur í vatn sem var 5 metra fyrir framan mig. Höggið hefði þurft að vera ca. 10 metrar til að ná yfir. Á endanum var ég orðinn svo stressaður fyrir hvert högg að ég fraus algerlega, stóð með brostin augu yfir boltanum, langt á milli lappa, rassinn út í loftið, skjálfandi. Dróg kylfuna hægt aftur eins og ég héldi á ungabarni sem mætti ekki vakna, hallaði mér fram og stoppaði ekki bak...