Viljið þið lenda í sálarstríði? - Byrjið þá í golfi -
Þessi íþrótt sem ég elska að hata og hata að elska. Hvað þarf maður til að verða þokkalegur í þessari heimskulegu tímaeyðslu? Árangri mínum á hinum iðagrænu golfvöllum Íslands og Svíþjóðar væri hægt að líkja við sveiflur í rjúpnastofninum. Maður nær einhverjum hæðum, sem reyndar hefur oft bara verið ein kvöldstund, en síðan hrynur maður aftur og líkist á endanum hreyfihömluðum fábjána að slá mýflugur með staf. Eins og með rjúpnastofninn, þá eru lægðirnar alltaf að verða dýpri og dýpri, standa lengur yfir í einu og að lokum verður ekkert eftir.
Í kvöld fór ég upp á golfvöll og afrekaði meðal annars að slá 3 kúlur í vatn sem var 5 metra fyrir framan mig. Höggið hefði þurft að vera ca. 10 metrar til að ná yfir.
Á endanum var ég orðinn svo stressaður fyrir hvert högg að ég fraus algerlega, stóð með brostin augu yfir boltanum, langt á milli lappa, rassinn út í loftið, skjálfandi. Dróg kylfuna hægt aftur eins og ég héldi á ungabarni sem mætti ekki vakna, hallaði mér fram og stoppaði ekki baksveifluna fyrr en ég sá Drangey í gegnum klofið á mér. Þegar sleftaumurinn var farinn að ná niður á jörð og ég við það að missa jafnvægið, kreisti ég skaptið á kylfunni af öllu afli, lokaði augunum, hélt niðrí mér andanum og dúndraði kylfunni af öllu afli ca. 1,5 metra fyrir aftan boltann. Ég risti yfirleitt upp stórar torfur sem lentu gjarnan ofan á kúlunni sem hreyfðist þar af leiðandi ekki neitt. Þegar mér tókst þokkalega til stóð ég nú samt í fæturnar eftir gjörninginn.
Ég held að þetta sé einhver andlegur kvilli sem ég verð að laga. Mér er farið að líða eins og Charles Barkley. Barkley var víst ágætur í golfi en lenti svo í einhverju sálarstríði og útkomuna úr því má sjá hér að neðan.
Nú er bara að leggjast á bæn og vona að gangi betur næst.
Kveðja, Bjarni
Í kvöld fór ég upp á golfvöll og afrekaði meðal annars að slá 3 kúlur í vatn sem var 5 metra fyrir framan mig. Höggið hefði þurft að vera ca. 10 metrar til að ná yfir.
Á endanum var ég orðinn svo stressaður fyrir hvert högg að ég fraus algerlega, stóð með brostin augu yfir boltanum, langt á milli lappa, rassinn út í loftið, skjálfandi. Dróg kylfuna hægt aftur eins og ég héldi á ungabarni sem mætti ekki vakna, hallaði mér fram og stoppaði ekki baksveifluna fyrr en ég sá Drangey í gegnum klofið á mér. Þegar sleftaumurinn var farinn að ná niður á jörð og ég við það að missa jafnvægið, kreisti ég skaptið á kylfunni af öllu afli, lokaði augunum, hélt niðrí mér andanum og dúndraði kylfunni af öllu afli ca. 1,5 metra fyrir aftan boltann. Ég risti yfirleitt upp stórar torfur sem lentu gjarnan ofan á kúlunni sem hreyfðist þar af leiðandi ekki neitt. Þegar mér tókst þokkalega til stóð ég nú samt í fæturnar eftir gjörninginn.
Ég held að þetta sé einhver andlegur kvilli sem ég verð að laga. Mér er farið að líða eins og Charles Barkley. Barkley var víst ágætur í golfi en lenti svo í einhverju sálarstríði og útkomuna úr því má sjá hér að neðan.
Nú er bara að leggjast á bæn og vona að gangi betur næst.
Kveðja, Bjarni
Ummæli