Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2009

The lumpsucker proxy

Mynd
Jæja best að rífa hausinn aðeins upp úr sullinu og eyða restinni af hádegismatnum í að fræða ykkur aðeins um landsins gagn og nauðsynjar. Ég er þessa stundina að þýða umsókn yfir á engilsaxnesku um hrognkelsi, lumpsucker (Cyclopterus lumpus). Þarna er á ferðinni gríðarlega athafnasamur og hressilegur fiskur sem hefur sporðinn fyrir aftan augun. Ég veit ekki hvort hann hafi bein í nefinu en hann hefur muninn fyrir neðan nefið. Meira veit ég eiginlega ekki um hann. Komst reyndar einu sinni í tæri við blá (takið eftir, BLÁ) grásleppuseiði hjá Hafró í Grindavík þar sem þau svömluðu í hringi og kysstu á manni puttana. Ógleymanleg stund, masterpiece. Annars fór ég að velta fyrir mér hvað hefði orðið um orðið pungstur? Þegar við guttarnir fengum vel útilátið högg/spark í punginn í gamle dage, t.d við að detta á pungslána á hjóli, þá töluðum við ávallt um að fá pungstur. Ég verð að senda Pétri Halldórssyni á Rás 1 fyrirspurn um orðið pungstur. Ég sakna þess gríðarlega, þ.e að heyra orðið en ge...

Póstur 223

Það hafa menn víða úr þjóðfélaginu komið að máli við mig og beðið mig að bæta hér inn nýjum pistli. Mest hafa þetta verið fyrirmenni í þjóðfélaginu. Ég hef hinsvegar verið tölvulaus upp á síðkastið og reyndar líka á ferð og flugi og því hefur gefist lítill tími fyrir pistlaskrif. Það er helst að ég hafi tíma til að kíkja í tölvu í hádegishléinu í vinnunni. Það mun nú vonandi breytast fljótlega. Nú er ég einmitt í hádegismat og verð því að láta það nægja í bili, að tilkynna hér með opinberlega, að ég ætla EKKI að gefa kost á mér í prófkjöri Framsóknarflokksins í Norð-vestur kjördæmi. Einnig ætla ég að nota tækifærið og lýsa yfir frati á saltkjötsrúllum. Saltkjöt á að vera í bitum með beini, helst heimasaltað. Það er að verða lenska, sérstaklega hjá mötuneytum, að bjóða upp á þessar helvítis rúllur sem eru alls ekki nægilega lystugar. Þetta er áhyggjuefni. Kveðja, Bjarni

Lifi

Mynd
Vildi bara láta vita að ég er á lífi. Allt gott, farinn að vinna á fullu þótt mér finnist vort lýðveldi ekki verðskulda mína starfskrafta. Vinnan er að koma ágætlega út þó ég hafi þurft að hlusta mikið á Bylgjuna. Dags daglega mæli ég beitukóng eftir bestu getu þ.m.t lengd getnaðarlima. Vissuð þið, að karlkyns beitukóngur, nær kynþroska þegar getnaðarlimur er orðinn helmingur af heildarlengd skepnunar? Hægt að setja þetta upp í formúluna: limur = heildarlengd x 0,5 = partý. Er þetta nokkuð svona hjá okkur líka? Aldrei spáð í það en mig vantar þá nokkra cm upp á kynþroskann. Þegar kynþroska er náð og limur hefur náð þessari heppilegu lengd, sjænar karlinn sig til, finnur sér heppilega kerlingu í undirdjúpunum og rennir tólinu undir skelina hjá henni. Þetta fer fram um miðjan vetur, rétt eins og hjá okkur mannfólkinu. Ef þið hafið áhuga á að vita meira um kynlíf beitukónga þá er ég að skrifa grein sem fjallar um áhrif kynlífsfíknar á félagsmótun beitukónga. Eins og þið sjáið á meðfylgjan...

Skagfirsk menning

Gú de! Ég hef mikið verið að reyna að innvinkla mig í samfélagið hérna í Skagafirði en þar sem ég hvorki kann að syngja né sitja hest hefur þetta reynst þrautinni þyngri. Einfaldasta leiðin til að ná andlegri tengingu við þessa einföldu sveitamenn er að tala illa um Húnvetninga, en á endanum kemur það ekki vel út fyrir mann sjálfan og svo verður það fjandi leiðigjarnt til lengdar. Maður verður því að hafa fleiri ása upp í erminni en helvítis Húnvetningana. Því er svo komið að ég er all rækilega búinn að lesa mig í gegnum sögu Sauðárkróks, enda atvinnulaus. Eftir því sem mér hefur farið fram í skagfirskum fræðum, þeim mun auðveldara hef ég átt með að blanda geði við heimamenn og er nú svo komið að ég er málkunnugur öllum helstu áhrifamönnum hér í bæ. Daglega tek ég kaffirúnt á alla helstu staði og má þar nefna Byggðarstofnun, skrifstofur K.S, í Ráðhúsið og á Skjalasafnið. Heimamönnum þykir mikið til koma hversu fróður ég er um uppruna þeirra, hefðir og lífshætti. Ekki verður hrifningin ...

Orð og setningar sem mér finnst gott að láta fara í taugarnar á mér

Stofa, setur og eitthvað annað helvítis nafn sem ég man ekki í augnablikinu og notað er á hluti eins og Auðunarstofu, Vesturfarasetur, fræðslu, náttúru, nýsköpunar- setur og stofur etc. etc. Eitthvað sem á að vera rosa menntað og flott og bjarga landsbyggðinni. Ég ætla að stofna Fræðslugreni Norðurlands Vestra og Náttúruslömm Sauðárkróks. Ekkert á móti fyrirbærunum sem slíkum, bara nöfnunum. "Við erum í miðju öldurótinu". Fuck Off! "Þegar við höfum komist í gegnum versta brimskaflinn" Æla "Ekki gott að skipta um hest í miðri á" (Varðandi ríkisstjórnarskipti). Ég myndi reyna að skipta um hest í miðri á ef klárinn sem ég sæti væri að verða sjálfdauður. Það verður svo að koma í ljós hvernig múlasnar eru á sundi. Stjórnlagaþing, lýðræði, slá skjaldborg um heimilin, frysting eigna og endurnýjað umboð frá þjóðinni. Allt orð sem stjórnmálamenn grípa á lofti, ofnota í sína þágu, skilja ekki og gera ekkert með. Annars er ég í svo góðu skapi í dag að ég man ekki eft...

Íslenskt grænmeti II

Afsakið hvað þetta er ódýrt blogg í dag. En það er alltaf gaman að heyra meistarann leggja orð í belg. Klímaxinn kemur eftir 3 mínútur... aaaaaaa. Skamm skamm óþekki skólastrákur og farðu heim og sleiktu mynd af Margréti Tatcher

Íslenskt grænmeti

Mynd