The lumpsucker proxy
Jæja best að rífa hausinn aðeins upp úr sullinu og eyða restinni af hádegismatnum í að fræða ykkur aðeins um landsins gagn og nauðsynjar. Ég er þessa stundina að þýða umsókn yfir á engilsaxnesku um hrognkelsi, lumpsucker (Cyclopterus lumpus). Þarna er á ferðinni gríðarlega athafnasamur og hressilegur fiskur sem hefur sporðinn fyrir aftan augun. Ég veit ekki hvort hann hafi bein í nefinu en hann hefur muninn fyrir neðan nefið. Meira veit ég eiginlega ekki um hann. Komst reyndar einu sinni í tæri við blá (takið eftir, BLÁ) grásleppuseiði hjá Hafró í Grindavík þar sem þau svömluðu í hringi og kysstu á manni puttana. Ógleymanleg stund, masterpiece. Annars fór ég að velta fyrir mér hvað hefði orðið um orðið pungstur? Þegar við guttarnir fengum vel útilátið högg/spark í punginn í gamle dage, t.d við að detta á pungslána á hjóli, þá töluðum við ávallt um að fá pungstur. Ég verð að senda Pétri Halldórssyni á Rás 1 fyrirspurn um orðið pungstur. Ég sakna þess gríðarlega, þ.e að heyra orðið en ge...