Á plastfæti með golfkylfu og byssu
Stjörnuspá mín fyrir daginn í dag er á þessa leið: „Þú vaknar andfúll, órakaður og í sokkum sem þú fékst á Saga Buisness Class. Leið þín liggur til vinnu og þú fetar stíg sem liggur ofar þeim mörkum sem almenningur hefur skilgreint sem eitthvað norm. Þú munt stela skrifborðshillu á sjöundu hæð, drekka kaffi og sjá álitlega mey sem vinnur í húsinu. Þú sérð ekki hvort hún ber hring á fingri, ef ekki þá er hún lesbísk. Véfréttin færir þér fréttir af húsaþyrpingu á mörkum hins óbyggilega heims. Umskipti gætu verið í nánd, þér mun sennilega vaxa einglyrni og með því munt þú sjá framhjá himinháum reikningum, öðlast nýjan sófa og jafnvel gúmmíplöntu. Þig hlakkar til að fá Gabríel erkiengil í gæs, hann mun þó vera vængstýfður á Reykjavíkurflugvelli eitthvað fram eftir degi. Kvöldflug gæti glatast.“ Ef þið vitið ekki hvað ég er að fara með þessu þá skulið þið kveikja á The lakes of Canada með Sufjan Stevens, halla ykkur aftur í stólnum og slaka á. Þetta skýrist allt á endanum.