Keppnissumarið 2025 - Uppgjör
Frá bikarmóti í Svarfaðadal. Mynd: Ámann Hinrik Þar sem ég er tölfræðinörd og hef gaman af því að spá í hlutunum þá var ég að hugsa um að setja upp töflur og gröf yfir árangurinn í ár og bera saman við síðustu ár. En ég er ekki með aðgang að öllum möppunum úr vinnutölvunni hérna heima þannig ég bara hendi upp smá annál eftir minni sem nær aftur til ársins 2022 þegar ég keppti í mínu fyrsta bikarmóti á vegum HRÍ. Það var stórt skref og óhætt að segja að ég hafi stigið eina sjómílu út fyrir þægindaramman. Einn á ferð á Suðurstrandarvegi árið 2022- það var ekki beint upplífgandi að vera alltaf droppað. 2022 Ég varð í 21. sæti og svo 18. sæti í þeim bikarmótum sem ég keppti í áður en ég braut á mér viðbeinið þann 1. júní og varð að taka pásu. Ég kom hinsvegar nokkuð sterkur til baka í Orminum um miðjan ágúst og náði 5. sæti í hörku baráttu um 3. sætið. Bikarmótin voru stórt skref fyrir mig og ég var drullu stressaðar og óöruggur með mig. Fannst ég ekki eiga heima þarna og hefði sennilega e...