Færslur

Sýnir færslur frá september, 2025

Keppnissumarið 2025 - Uppgjör

Mynd
Frá bikarmóti í Svarfaðadal. Mynd: Ámann Hinrik Þar sem ég er tölfræðinörd og hef gaman af því að spá í hlutunum þá var ég að hugsa um að setja upp töflur og gröf yfir árangurinn í ár og bera saman við síðustu ár. En ég er ekki með aðgang að öllum möppunum úr vinnutölvunni hérna heima þannig ég bara hendi upp smá annál eftir minni sem nær aftur til ársins 2022 þegar ég keppti í mínu fyrsta bikarmóti á vegum HRÍ. Það var stórt skref og óhætt að segja að ég hafi stigið eina sjómílu út fyrir þægindaramman. Einn á ferð á Suðurstrandarvegi árið 2022- það var ekki beint upplífgandi að vera alltaf droppað. 2022 Ég varð í 21. sæti og svo 18. sæti í þeim bikarmótum sem ég keppti í áður en ég braut á mér viðbeinið þann 1. júní og varð að taka pásu. Ég kom hinsvegar nokkuð sterkur til baka í Orminum um miðjan ágúst og náði 5. sæti í hörku baráttu um 3. sætið. Bikarmótin voru stórt skref fyrir mig og ég var drullu stressaðar og óöruggur með mig. Fannst ég ekki eiga heima þarna og hefði sennilega e...

Súlur Vertical 23.08.2025 - Samantekt

Mynd
Á leiðinni upp á Vaðlaheiði, Akureyri í baksýn. Mynd Ármann Hinrik Jæja síðasti keppnispistillinn í ár og þriðja og síðasta gravel keppnin. Það er óhætt að segja að þessi þrjú mót hafi öll verið mjög ólík en þau eiga það þó sameiginlegt að vaxa með manni þegar frá líður. Það er eitthvað við upplifunina og stemmningua sem er einstak og svo gjörólíkt stemmningunni í götuhjólunum. Að hluta til held ég að það sé bara meiri náttúrutenging. Eftir að hafa hjólað að mestu á malbiki í nokkur ár þá man ég tilfinninguna sem ég fékk við að hjóla fyrstu ferðina upp á Vaðlaheiði í vor, þetta var eitthvað svo næs og að vissu leiti sama frelsistilfinning og hellist yfir mann í hjólaferðalögum. Brautin Klöppin- 80 km leiðin í Súlur Vertical. Ræst var frá Kjarnaskógi og haldið sem leið liggur yfir gamla Vaðlaheiðarveg. Þegar komið er yfir í Fnjóskadal er farið yfir gömlu brúnna í Vaglaskógi (fyrsta járnbenta steinsteypubrú á Íslandi byggð 1908) og þaðan er hjólað í gegnum Vagla-, Lunds- og Þórðarstaðars...

Súlupistill á teikniborðinu

Mynd
Eitt erfiðasta móment sumarsins- að koma í mark í Riftinu gjörsamlega á hælunum. En það var eitthvað við þessa upplifun sem kveikti einhvern neista og gaf mér mun meira en götuhjólreiðarnar. Ég á bæði eftir að klára pistilinn um Súlur Vertical og svo gera upp keppnisárið. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Annars er ég er kominn í ládeyðutíma (segið svo ekki að það sé ekki auðvelt að tala íslensku um hjólreiðaíþróttina, þetta þýðir s.s. off-season) og er að njóta þess að lyfta, labba, melta sumarið og skipuleggja það næsta. Og það hafa orið miklar vendingar.  Eftir síðasta götuhjólamótið var ég ákveðinn í að endurnýja götuhjólið fyrir næsta sumar og leggja allt í að ná góðum árangri á þeim vígstöðvum. Ég var að sjá fram á að henda ca. millu í að endurnýja hjólið og þar með hefði það þýtt að ég hefði spennt bogann svo hátt að það hefði verið erfitt að leyfa sér að ferðast og gera eitthvað skemmtilegt. Það varð því úr að ég ákvað að fresta þessari ákvörðun einbeita mér meira að mala...