Súlupistill á teikniborðinu
| Eitt erfiðasta móment sumarsins- að koma í mark í Riftinu gjörsamlega á hælunum. En það var eitthvað við þessa upplifun sem kveikti einhvern neista og gaf mér mun meira en götuhjólreiðarnar. |
Ég á bæði eftir að klára pistilinn um Súlur Vertical og svo gera upp keppnisárið. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Annars er ég er kominn í ládeyðutíma (segið svo ekki að það sé ekki auðvelt að tala íslensku um hjólreiðaíþróttina, þetta þýðir s.s. off-season) og er að njóta þess að lyfta, labba, melta sumarið og skipuleggja það næsta. Og það hafa orið miklar vendingar.
Eftir síðasta götuhjólamótið var ég ákveðinn í að endurnýja götuhjólið fyrir næsta sumar og leggja allt í að ná góðum árangri á þeim vígstöðvum. Ég var að sjá fram á að henda ca. millu í að endurnýja hjólið og þar með hefði það þýtt að ég hefði spennt bogann svo hátt að það hefði verið erfitt að leyfa sér að ferðast og gera eitthvað skemmtilegt.
Það varð því úr að ég ákvað að fresta þessari ákvörðun einbeita mér meira að malarhjólreiðum. Ég er enn að tvíka og bæta hjólið og er að spá í að uppfæra felgurnar og stýrið. Og í dag tókum við Harpa risaákvörðun og keyptum miða á The Gralloch í Skotlandi í maí. Keppnin er hluti af The World Gravel Series og ef maður endar í topp 25% í sínum aldursflokki þá fær maður inngöngu á HM í gravel í október 2026. Meira um þetta síðar.
Annað sem við ætlum að gera er að taka þátt í Vatternrundan í Svíþjóð í júní þar sem maður hjólar 320 km og hefur til þess heilan sólahring. Þetta er í rauninni ekki keppni heldur bara skemmtilegur viðburðu.
Ég á fund með Ingvari í næstu viku og það er óhætt að segja að ég sé að verða verulega spenntur að ræða hvernig við stillum upp æfingavetrinum þar sem ég vil setja The Gralloch sem markmið númer 1. Í vetur vil ég leggja meiri áherslu á lyftingar og ahliða styrk en síðustu tvö ár. Ég fann það á þessum malarmótum í sumar að það er ekki vanþörf á því.
Ég á fund með Ingvari í næstu viku og það er óhætt að segja að ég sé að verða verulega spenntur að ræða hvernig við stillum upp æfingavetrinum þar sem ég vil setja The Gralloch sem markmið númer 1. Í vetur vil ég leggja meiri áherslu á lyftingar og ahliða styrk en síðustu tvö ár. Ég fann það á þessum malarmótum í sumar að það er ekki vanþörf á því.
Ummæli