Keppnissumarið 2025 - Uppgjör

Frá bikarmóti í Svarfaðadal. Mynd: Ámann Hinrik

Þar sem ég er tölfræðinörd og hef gaman af því að spá í hlutunum þá var ég að hugsa um að setja upp töflur og gröf yfir árangurinn í ár og bera saman við síðustu ár. En ég er ekki með aðgang að öllum möppunum úr vinnutölvunni hérna heima þannig ég bara hendi upp smá annál eftir minni sem nær aftur til ársins 2022 þegar ég keppti í mínu fyrsta bikarmóti á vegum HRÍ. Það var stórt skref og óhætt að segja að ég hafi stigið eina sjómílu út fyrir þægindaramman.

Einn á ferð á Suðurstrandarvegi árið 2022- það var ekki beint upplífgandi að vera alltaf droppað.

2022
Ég varð í 21. sæti og svo 18. sæti í þeim bikarmótum sem ég keppti í áður en ég braut á mér viðbeinið þann 1. júní og varð að taka pásu. Ég kom hinsvegar nokkuð sterkur til baka í Orminum um miðjan ágúst og náði 5. sæti í hörku baráttu um 3. sætið. Bikarmótin voru stórt skref fyrir mig og ég var drullu stressaðar og óöruggur með mig. Fannst ég ekki eiga heima þarna og hefði sennilega ekki endst í þessu nema út af því að Harpa var að keppa.

Mér þykir alltaf vænt um þessa mynd þó það vanti á okkur hausinn- Ormurinn 2023.

2023
Ég æfði sjálfur fyrir þetta sumar og tók 5 mót í heildina. Mér fannst ég ennþá vera hálfgerður "outsider" í mótum en var farinn að hanga í hópnum örlítið lengur án þess þó að ná inn á topp 10 í bikarmótum. Náði 5. sæti í Orminum enn eina ferðina.

Íslandsmótið 2024 í Skagafirði- að renna í hlað á skíðasvæðinu í Tindastóli. Ég er varla búinn að jafna mig á þessu móti enda varð ég í 4. sæti einni sekúndu á eftir næsta manni. Þetta átti að vera mitt mót enda brautin fullkomin fyrir mig.

2024
Fyrsta sumarið eftir að hafa verið með Ingvar sem þjálfara og ég var búinn að æfa mjög vel. Varla missa úr æfingu. Náði 3. sæti á fyrsta bikarmóti sumarsins og endaði 2. stigahæsti í bikarmótum. Náði líka 3. sæti í Orminum. Farinn að vera í fremsta hópi, með miklu meira sjálfstraust. Ég var líka farinn að þekkja miklu fleiri og farið að finnast þetta skemmtilegra þó maður sé alltaf með smá kvíðahnút fyrir mót. Toppaði í lok maí en við lærðum af því.

2025

Keppnisárið byrjaði vel í Mývatnshringnum; ég, Jóhann Almar og Hjalti Jóns.

Mývatnshringurinn - 2. sæti.
Misstum mann í breik eftir 7 km og náðum honum aldrei. Unnum vel saman fjórir og áttum 1:30 eftir í hann þegar við komum í mark. Ég átti mest inni af okkur fjórum og náði 2. sætinu eftir frekar langan endasprett.

Bikarmót #1. Þingvellir - 5. sæti
Nokkuð skarpur og aldrei hræddur um að missa hópinn. Átti samt á brattan að sækja þar sem Tindur fór í endalausar árásir og við Röggi vorum bara 2 úr HFA. Misstum tvo í breik og þeir unnu með ca. 2 mín. Sá eftir að hafa ekki gert árás á 500 metrum og festist fyrir aftan tvo stráka í endaspretti.

Frá Íslandsmótinu í Kjósinni 2025.

Íslandsmót/bikmarmót #3 í Kjós - 14. sæti
Var ekki nægilega vel upplagður og gafst upp á að vera fremst. Hékk aftast í hópnum sem er hættulegt en var aldrei í teljandi hættu á að missa hann. Missti af endasprettir þar sem ég var aftast í hópnum í ausandi rigningu og fannst það ekki þess virði að taka einhverja áhættu. Skrítið að vera í 14. sæti en bara 3 sekúndum frá sigri.

Þær eru allavega flottar, myndirnar úr Riftinu- skita ársins.

The Rift 200 km - 43. í aldursflokki
Frumraun í gravel og efri parturinn engan veginn tilbúinn í svona langa og grófa gravel leið. Var gjörsamlega að bugast í lokin og þetta var svekkelsi. Þetta kveikti samt neista og ég fann innst inni að ég mundi vilja mastera þetta helvíti.

Frekar fámennt mót en samt skemmtileg taktík og ég frekar sprækur. Bikarmót #3 í Svarfaðardal 

Bikarmót #3. Svarfaðadalur - 5. sæti.
Það fóru fljótlega tveir í breik og ég var í sterkum hópi sem elti eftir það. Smá liðataktík í gangi og mjög skemmtilegt en við náðum ekki að loka bilinu. Var mjög öflugur en vann óþarflega mikið og hefði getað verið skynsamari. Fór svo í frekar langan endasprett um 3. sætið en hann klúðraðist aðeins í allt of þungum gír.

Grefillinn 2025- super skemmtilegt og ég lærði mikið á þessu móti.

Grefillinn - 4. sæti
Mín önnur gravel keppni og nú gekk miklu betur og var ógeðslega gaman. Lenti í hópi sem var um 10 manns en tveir náðu að stinga af og voru í sérflokki. Síðan fór að kvarnast úr þessu og við enduðum 3 saman sem tókum endasprett um 3. sætið. Krampaði og varð að láta 4. sætið nægja. Story of my life.

Við Harpa unnum bæði í Orminun, ég 68 km og hún 103 km.

Ormurinn - 1. sæti
Langþráðu markmiði náð á mínu uppáhaldsmóti. Var mjög öflugur og þetta var ofboðslega gaman í 28°C hita! Fékk auðveldan endi þar sem mótherji minn fór því miður á hausinn í endaspretti og það var aldrei hætta á að neinn myndi ná okkur. 

Súlur Vertical í óviðurjafnanlegu veðri- öðruvísi gravel mót en mjög skemmtilegt.

Súlur Vertical - 2. sæti
Sterk frammistaða þrátt fyrir matareitrun tveimur dögum áður. Fann vel fyrir því  en náði að hanga á 2. sætinu og var einn hálfa leiðina. Dóri sem vann var í sérflokki. Líðan á gravel hjólinu miklu skárri og áhuginn að aukast enn frekar.

Samantekt 
Eftir Grefilinn var farið að þykkna aðeins í mér. Ég komst ekki á pall á neinu bikarmóti og það var alls ekki eftir plani. En ég náði að bjarga í horn á tveimur síðustu mótunum og sumarið því ekki vonbrigði. Varðandi bikar og Íslandsmót þá hef ég farið úr því að vera skilinn eftir í duftinu yfir í að vera að berjast um verðlaunasæti. Það hefur samt vantað lokahnykkinn og það væri gaman að komast stundum sjálfur í þessi breik eða ná betri útkomu úr lokasprettinum.

Sumarið í ár var frumraun mín í gravel. Ég vissi ekkert út í hvað ég var að fara en það verður held ég ekki aftur snúið. Ég fékk á kjaftinn í Riftinu en náði aðeins að snúa við blaðinu í næstu mótum. Mölin mun eiga stærri sess á næsta ári, bæði til gamans og sem keppni.

Ef ég horfi aftur til ársins 2022 þá hefur formið klárlega batnað þó mér finnist stundum eins og ég sé að byrja að tapa smá sprengikrafti. Það gerist með aldrinum. En þar sem ég er núna búinn að vera mjög stöðugur í æfingum í langan tíma þá held ég að ég sé að öðlast meiri seiglu og endingu (durability). Það þýðir einfaldlega að ég á meira á tanknum þegar komið er langt inn í keppni og það skiptir máli. Fyrir næsta ár er því lykilatriði að halda áfram að vera stöðugur.

Ég átti góðan fund með Ingvari fyrir stuttu og við erum byrjaðir að leggja niður fyrir okkur næsta tímabil og huga að æfingaplani. Ég fer betur yfir það fljótlega en get alveg sagt að ég hef aldrei verið spenntari og ætla að verða grjótharður.

Ummæli

Vinsælar færslur af þessu bloggi

The Rift 2025 - Frá himnaríki til........

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Negri í Þistilfirði