Bikarmót #1 á Þingvöllum - Post Race Pistill
Það var lítið um myndatökur á mótinu og ég notast við story frá Rögga. Jæja þá er fyrsta bikarmót ársins afstaðið og maður komst þokkalega heill út úr því. Mótið fór fram á Þingvöllum og óhætt að segja að við höfum fengið fínt veður þó það hafi blásið nokkuð hressilega á köflum. Undirbúningurinn Þó mótið hafi verið seinnipart dags þá carblódaði maður að sjálfsögðu kvöldið áður. Pizzurnar á Grazie Trattoria á Hverfisgötu klikka ekki. Það má segja að æfingavikan á undan hafi verið hálfgerð "taper" vika þó þetta sé nú kannski ekki beint eitthvað A-Race. Það voru bara 6,5 klst. á plani, þar af ein 30/15 (intensity). Ég reyndar svindlaði á mánudeginum og tók rúmlega klukkutíma gravel með Hörpu, en venjulega er ég í fríi á mánudögum. Mótið var því tólfti dagurinn í röð sem ég hjólaði. Þar sem mótið var ekki fyrr en klukkan 17:30 þá bauð það upp á að keyra suður samdægurs en það er aldrei spennandi að sitja lengi í bíl fyrir keppni. Við keyrðum því suður á föstudeginum, fengum okkur...