Færslur

Sýnir færslur frá júní, 2025

Bikarmót #1 á Þingvöllum - Post Race Pistill

Mynd
Það var lítið um myndatökur á mótinu og ég notast við story frá Rögga. Jæja þá er fyrsta bikarmót ársins afstaðið og maður komst þokkalega heill út úr því. Mótið fór fram á Þingvöllum og óhætt að segja að við höfum fengið fínt veður þó það hafi blásið nokkuð hressilega á köflum. Undirbúningurinn Þó mótið hafi verið seinnipart dags þá carblódaði maður að sjálfsögðu kvöldið áður. Pizzurnar á Grazie Trattoria á Hverfisgötu klikka ekki. Það má segja að æfingavikan á undan hafi verið hálfgerð "taper" vika þó þetta sé nú kannski ekki beint eitthvað A-Race. Það voru bara 6,5 klst. á plani, þar af ein 30/15 (intensity). Ég reyndar svindlaði á mánudeginum og tók rúmlega klukkutíma gravel með Hörpu, en venjulega er ég í fríi á mánudögum. Mótið var því tólfti dagurinn í röð sem ég hjólaði. Þar sem mótið var ekki fyrr en klukkan 17:30 þá bauð það upp á að keyra suður samdægurs en það er aldrei spennandi að sitja lengi í bíl fyrir keppni. Við keyrðum því suður á föstudeginum, fengum okkur...

This and that.......

Mynd
Á toppnum á Vaðlaheiði. Hendi inn einni mynd frá því um þarsíðustu helgi þegar ég fór með Hörpu í brautarskoðun upp á Vaðlaheiði í brautarskoðun fyrir Súlur Vertical. Svo varð náttúrulega ekkert úr keppninni vegna veðurs og við eigum þetta inni, sennilega í lok ágúst. Mér líst reyndar ekkert illa á það því það getur verið fallegur og góður tími í svona gravel ferðalög. Vegna veðurs hefur maður verið lítið á ferðinni útivið upp á síðkastið. Það var reyndar samhjól á sunnudaginn og það rættist fínt úr því. Í gær (annan í Hvítasunnu) þá tókum við Harpa svo stuttan gravel túr í Kjarna og yfir gömlu brýrnar. Það var mjög næs. Á laugardaginn er fyrsta bikarmót ársins og það fer fram á Þingvöllum. Þetta er búið að vera svolítið púsluspil því ég flýg til Belgíu í 6 daga vinnuferð morguninn eftir. Við Harpa förum suður á föstudagsmorgun og gistum á gistiheimili. Hún keyrir svo norður beint eftir mót með draslið og ég verð eftir. Það er náttúrulega svolítið bögg að missa svona marga daga af hjól...

Mývatnshringurinn 2025 - Post Race Pistill

Mynd
Glaðir hjólarar í mótslok. Ég hef lagt það í vana minn að skrifa nokkur orð um öll hjólamótin sem ég tek þátt. Ég held í það minnsta að það hafi aldrei gleymst. Oft byrja ég og ætla að hafa þetta mjög stutt og skorinort, en svo vill oft teygjast úr þessu. Sjáum hvað verður. Undirbúningurinn Það er ekki mikið um undirbúninginn að segja því þetta mót var skyndiákvörðun og bara til gamans gert. Ég var að koma úr nokkuð feitri æfingablokk og að ljúka viku númer tvö þar sem ég hjólaði í 16 klst. Æfingarnar hafa snúist um að undirbúa mig undir langa gravel keppni um næstu helgi (Súlur) og ég ekki verið að taka mikið af sprettum og styttri æfingum eins og yfirleitt fyrir fyrsta mót. En á móti kom þá fannst mér ég ágætlega tilbúinn og ég hef ekki verið líkamlega þreyttur upp á síðkastið. Það er ekki margt um þessa braut að segja. Brautin Brautin í Mývatnshringnum er nokkuð beint áfram eins og þar stendur. Þetta er sama braut og í heilmaraþoninu (42,2 km) og byrjar og endar við Jarðböðin. Leiði...

Bara fínt........

Mynd
Síðustu 4 æfingavikur á Strava. Ég hef æft vel upp á síðkastið og án þess að vera að þreyta mig of mikið. Margir klukkutímar en intensity ekki of mikið. Líður vel og formið fínt þó það mætti vera smá meira "punch" í mér. Keppti í Mývatnshringnum í gær og varð í 2. sæti. Gef skýrslu fljótlega.