This and that.......
![]() |
| Á toppnum á Vaðlaheiði. |
Hendi inn einni mynd frá því um þarsíðustu helgi þegar ég fór með Hörpu í brautarskoðun upp á Vaðlaheiði í brautarskoðun fyrir Súlur Vertical. Svo varð náttúrulega ekkert úr keppninni vegna veðurs og við eigum þetta inni, sennilega í lok ágúst. Mér líst reyndar ekkert illa á það því það getur verið fallegur og góður tími í svona gravel ferðalög.
Vegna veðurs hefur maður verið lítið á ferðinni útivið upp á síðkastið. Það var reyndar samhjól á sunnudaginn og það rættist fínt úr því. Í gær (annan í Hvítasunnu) þá tókum við Harpa svo stuttan gravel túr í Kjarna og yfir gömlu brýrnar. Það var mjög næs.
Á laugardaginn er fyrsta bikarmót ársins og það fer fram á Þingvöllum. Þetta er búið að vera svolítið púsluspil því ég flýg til Belgíu í 6 daga vinnuferð morguninn eftir. Við Harpa förum suður á föstudagsmorgun og gistum á gistiheimili. Hún keyrir svo norður beint eftir mót með draslið og ég verð eftir. Það er náttúrulega svolítið bögg að missa svona marga daga af hjólinu inni í miðju keppnistímabili en ég verð bara að reyna að skokka eitthvað og gera æfingar.
![]() |
| Brautin á Þingvöllum, B-flokkur karla fer 5 hringi 84,5 km. |
Ég mun sem fyrr keppa í B-flokki og þegar rúmlega sólahringur er eftir af skráningafrestinum þá erum við bara 6 skráðir. Mér finnst nú líklegt (og vona) að það muni eitthvað bætast við það. Hvað þessa braut snertir, þá náttúrulega bíður hún upp á spennandi hluti hvað taktík varðar. Það kemur ein "punchy" brekka og þar verður væntanlega fyrirsjáanleg B-flokk taktík um að keyra allt í botn til að slíta. Svo kemur brekka niður sem endar í vinkilbeygju og þar munu litlu karlarnir þurfa að hafa sig alla við að hanga í hópnum.
Ég er með ótal pælingar um hvernig ég ætti að leggja þetta upp miðað við samkeppnina sem er komin en eins og venjulega mun maður sennilega bara spila þetta eftir hendinni og vona það besta.
Ég er með ótal pælingar um hvernig ég ætti að leggja þetta upp miðað við samkeppnina sem er komin en eins og venjulega mun maður sennilega bara spila þetta eftir hendinni og vona það besta.


Ummæli