Færslur

Sýnir færslur frá júlí, 2024

Sumarfríi lokið

Mynd
Dásamleg mynd tekin rétt norðan við Sörlastaði. Jæja þá er maður búinn í sumarfríi og að reyna að ná vopnum sínum aftur í vinnunni. Það er ekki heiglum hent en góðu fréttirnar að það virðist ekki nokkur skapaður hlutur hafa gerst á meðan ég var í burtu. Slæmu fréttirnar: það hellist yfir mann "post vacation depression" eins og vanalega.  Ég svaf illa í nótt, aðra nóttina í röð. Ég held að það hafi ekki tengst því að ég væri að fara í vinnu, frekar verkefni sem ég á að standa í skilum með fljótlega. Um er að ræða mynd sem ég ætlaði að mála en hef ekki komist af stað með. Ég hef verið með kvíða út af þessu og hann bara versnar og versnar og ég humma það fram af mér að láta vita að ég sé að renna á rassgatið með þetta. Ég fór að hugsa um þetta í nótt og það hjálpaði ekki. Draumarnir í nótt voru litaðir af þessu. Ég var að halda vatnslitanámskeið og tvíbókaði mig. Á öðrum staðnum sátu 15 manns með ekkert í höndunum að bíða eftir námskeiði og svo var hitt held ég fyrirlestur sem é...

Kjósapistill í burðarliðnum.

Mynd
Við Harpa hittum Davíð í morgun og hjóluðum með honum síðustu 30 km af hundrað. Davíð er nýlega orðinn sjúkur af þessari bakteríu og er bara helvíti öflugur. Það gengur ekki rassgat hjá mér að blogga. Eigum við ekki bara að segja að Skrifpúltið sé í sumarleyfi? En ég ætla samt að klára pistil um síðasta mótið sem ég tók þátt í (bikarmót Kjós) og pósta fljótlega.  Síðustu 4 vikur á Strava- Steady is key!!  Hér fyrir ofan má sjá hvernig vikurnar hafa litið út hjá mér upp á síðkastið. Var einmitt að hlusta á podcast í morgun þar sem þjálfarar voru að tala um að hjólaþjálfun væri engin geimvísindi. Aðalatriðið er að drulla sér út, dag eftir dag sama hvað. Ég er að ná því.

Íslandsmeistaramót í götuhjólreiðum - Þverárfjall (30.06.2024)

Mynd
Beðið eftir starti. 📸 Andri Már Helgason Preface: Birti hér pistil sem átti að vera kominn í loftið fyrir löngu. Næst á dagskrá er svo að skrifa um bikarmótið í Kjósinni sem var um síðustu helgi, 06.07.2024 ----- Þá er íslandsmeistaramótið í ár búið og niðurstaðan var ekki alveg í samræmi við væntingar, enda setti ég markið hátt í þetta skiptið. Ef ég hefði verið spurður að því fyrir mót hvort ég myndi taka niðurstöðunni, þá hefði ég sagt nei. Kort- og hæðarkort af brautinni sem B-flokkur fór á Íslandsmeistaramótinu í götuhjólreiðum. Brautin Ég er s.s. búinn að fara yfir það áður hér á blogginu hvernig brautin var sett upp á Íslandsmeistaramótinu. Mig klægjaði í lærin að fara þessu braut- enda ekki oft sem er svona mikið af brekkum sem henta okkur léttari mönnum. Ræst var á Strandveginum á Króknum norðan við Hús frítímans og þaðan haldið sem leið liggur yfir Þverárfjall að Skagastrandavegi. Þar snérum við við, héldum sömu leið til baka á Krókinn aftur. Þegar við komum að hringtorginu ...