Sumarfríi lokið
Dásamleg mynd tekin rétt norðan við Sörlastaði. Jæja þá er maður búinn í sumarfríi og að reyna að ná vopnum sínum aftur í vinnunni. Það er ekki heiglum hent en góðu fréttirnar að það virðist ekki nokkur skapaður hlutur hafa gerst á meðan ég var í burtu. Slæmu fréttirnar: það hellist yfir mann "post vacation depression" eins og vanalega. Ég svaf illa í nótt, aðra nóttina í röð. Ég held að það hafi ekki tengst því að ég væri að fara í vinnu, frekar verkefni sem ég á að standa í skilum með fljótlega. Um er að ræða mynd sem ég ætlaði að mála en hef ekki komist af stað með. Ég hef verið með kvíða út af þessu og hann bara versnar og versnar og ég humma það fram af mér að láta vita að ég sé að renna á rassgatið með þetta. Ég fór að hugsa um þetta í nótt og það hjálpaði ekki. Draumarnir í nótt voru litaðir af þessu. Ég var að halda vatnslitanámskeið og tvíbókaði mig. Á öðrum staðnum sátu 15 manns með ekkert í höndunum að bíða eftir námskeiði og svo var hitt held ég fyrirlestur sem é...